Skipulags- og byggingarráð

9. febrúar 2021 kl. 08:30

á fjarfundi

Fundur 727

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
 • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
 • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
 • Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður
 • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurjón Ingvason varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason bæjarlögmaður.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason bæjarlögmaður.

 1. Almenn erindi

  • 1903229 – Miðbær, deiliskipulag, starfshópur

   Lögð fram skýrsla starfshóps.

   Skipulags- og byggingarráð tekur undir afgreiðslu bæjarráðs um áframhaldandi vinnu við deiliskipulag miðbæjarins. Umhverfis- og skipulagssviði er falið að vinna áfram að gerð forsagnar deiliskipulags. Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á mikilvægi þess að sú hugmyndarfræði og sú sýn sem fram kemur í skýrslu starfshópsins verði rauði þráðurinn í áframhaldandi vinnu.
   Skipulags- og byggingarráð leggur auk þess til, í samræmi við það sem fram kemur í skýrslu starfshópsins og í ljósi hugmynda, fyrirspurna og tillagna er varða reit 1 í gildandi deiliskipulagi miðbæjarins, að reitur 1 verði skoðaður og unninn heildstætt og með tilliti til þess sem komið hefur fram varðandi reitinn. Umhverfis- og skipulagssviði falið að koma með tillögu þar að lútandi inn á næsta fund ráðsins 23. febrúar.

   Fulltrúi Samfylkingarinnar tekur undir með skýrsluhöfundum að miðbær Hafnarfjarðar er annar af sögulegum miðbæjarkjörnum á stór-höfuðborgarsvæðinu og að hann þurfi að styrkja og efla enn frekar.
   Þetta er önnur skýrslan sem starfshópur skilar inn, en við fyrri skýrslu starfshópsins bárust fjölmargar athugasemdir frá íbúum og hörð mótmæli. Fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar því að í skýrslunni kemur fram að hlustað hafi verið á raddir íbúa og þeim boðið taka þátt í þessari vinnu með opnum íbúafundum. Það var gert eftir ábendingar þess efnis frá fulltrúa Samfylkingarinnar.
   Í erindisbréfi starfshópsins segir að hlutverk hans sé að koma með tillögur að aðferðarfræði við áframhaldandi vinnu við skipulag miðbæjarins, þ.e. um hvort unnið verði að opinni samkeppni um deiliskipulag miðbæjarins eða hvort unnið verði áfram að deiliskipulagi miðbæjarins á grundvelli þeirrar vinnu sem fyrir liggur. Eftir 21 fund og tvö ár er óljóst hver næstu skref eru í þessari vinnu eða hvernig má efla miðbæinn til framtíðar. Hér þarf að móta stefnu. Þar má engan tíma missa og mikilvægt að hraða vinnu við deiliskipulag miðbæjarins í samvinnu við íbúa bæjarins. Miðbærinn er hjarta Hafnarfjarðar og nauðsynlegt að þar megi byggja upp öflugan miðbæ iðandi af mannlíf með fjölbreyttri þjónustu, atvinnu- og menningarlífi.

   Fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks bóka eftirfarandi:

   Tillaga starfshópsins um áframhaldandi vinnu kemur til eftir samtöl við íbúa. Ljóst er að ekki var vilji til að vinna áfram með neina þeirra þriggja hugmynda sem óskað var eftir á síðasta kjörtímabili. Tillögur starfshópsins eru skýrar og um þær er sátt og samstaða innan hópsins. Innihald skýrslunnar verður rauði þráðurinn í áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulags fyrir miðbæinn og verður nú strax hafist handa við reit 1 ? líkt og kemur fram í bókun ráðsins, svokallað ráðhústorg og nágrenni. Það var ákvörðun starfshópsins að setja skýrsluna í opið kynningarferli árið 2019 – og nýta til þess Betri Hafnarfjörð, samráðsvef bæjarfélagsins – og gefa íbúum þannig kost á því að senda inn athugasemdir og hafa áhrif á vinnuna. Í ljósi þeirra góðu viðbragða sem komu frá íbúum bæjarfélagins við þeim drögum var ákveðið að halda íbúafundi og fylgja vinnunni eftir með íbúafundi (1) þar drögin voru kynnt og svo sérstökum vinnufundi (2) þar sem íbúum gafst kostur á að taka beinan þátt í vinnunni, líkt og til stóð. Um þetta fyrirkomulag var samstaða í starfshópnum frá upphafi. Miðbærinn er hjarta Hafnarfjarðar og áfram þarf að vanda til verka líkt og gert hefur verið í ferlinu hingað til.

  • 1701084 – Hamranes I, reitaskipting og aðalskipulagsbreyting.

   Lögð fram og kynnt reitaskipting m.t.t. áframhaldandi skipulagsvinnu. Jafnframt eru lögð fram uppfærð gögn varðandi landnotkunarbreytingu á nýbyggingarsvæði Hamraness.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða reitaskiptingu og uppfærðan aðalskipulagsuppdrátt í samræmi við það og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar því að vinna við úthlutun lóða í næstu reitum Hamranes er að hefjast. Í ljósi þess að staða ungs fólk á húsnæðismarkaði hefur versnað til muna á síðustu árum þá leggur fulltrúi Samfylkingarinnar til að við úthlutun að reitum í Hamranesi verði horft til hagkvæmra íbúða fyrir ungt fólk.
   Mikilvægt er að í nýju hverfi Hamranes verði fjölbreytt þjónusta og atvinna í vaxandi hverfi og staðið verði við fyrri áætlanir um að þar verði heilsugæsla og hjúkrunarheimili. Á uppdrættinum sést að ákveðnum reitum er ráðstafað til uppbyggingu skóla og leikskóla en engin lóð sérmerkt hjúkrunarheimili. Úr þessu þarf að bæta hið fyrsta og að lóð verði ráðstafað fyrir hjúkrunarheimili og heilsugæslu í hverfinu.

   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:

   Það er ánægjulegt að sjá þá þróun sem er að eiga sér stað í Skarðshlíð og Hamranesi. Síðustu lóðunum í Skarðshlíð verður úthlutað á næsta fundi bæjarráðs og góður gangur er í gangi mála í Hamranesi. Fulltrúar meirihlutans taka undir bókun fulltrúa Samfylkingarinnar um mikilvægi þess að þar verði hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk og gert verði sérstaklega ráð fyrir uppbygginu hjúkrunarheimilis á svæðinu. Fulltrúar meirihlutans benda þó á mikilvægi þess fyrir samfélagið í heild að í Hamranesi verði fjölbreyttar íbúðir fyrir alla hópa samfélagsins; unga sem aldna.

  • 1904410 – Miðbær, skammtímabílastæði

   Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindi er varðar skammtímastæði við Vesturgötu til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að vísa málinu inn í deiliskipulagsvinnu vesturbæjar og áframhaldandi vinnu við deiliskipulag miðbæjarins líkt og fram kemur í skýrslu og tillögum starfshópsins er varða bílastæðamál miðbæjarins. Jafnframt lögð áhersla á að málið verði unnið hratt og vel.

  • 1801074 – Smyrlahraun 41a

   Bæjarráð samþykkti þann 14.3.2020 að í stað byggingar leikvallar/leikskóla á lóðinni yrði byggður búsetukjarni fyrir fatlað fólk og vísaði til afgreiðslu umhverfis- og skipulagssviðs. Fjölskylduráð óskaði eftir lóðinni fyrir búsetukjarna þann 14.9.2018. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa þann 6.10.2020 að vinna áfram að málinu. Lögð fram tillaga að skipulagsferli.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa og visar fyrirliggjandi aðlaskipulagsbreytingu í bæjarstjórn til samþykktar.

  • 2011540 – Garðavegur 11, deiliskipulag

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 9. des. sl. að grenndarkynna tillögu að breyttu deiliskipulagi er nær til
   lóðarinnar við Garðaveg 11 og að málsmeðferð yrði í samræmi við
   43.gr. skipulagslaga. Í breytingunni er gert ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir tveggja hæða viðbyggingu vestan við núverandi hús að hámarki 225m². Nýtingarhlutfall lóðar verður að hámarki 0,4. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa þann 26.1.2020 að svara framkomnum athugasemdum og vísaði tillögu að breyttu deiliskipulagi Garðavegs 11 til vinnu við deiliskipulag vesturbæjar. Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.

   Umsögn skipulagsfulltrúa er vísað til áframhaldandi vinnu við deiliskipulag vesturbæjar.

  • 2009443 – Suðurgata 36, deiliskipulag

   Tekin fyrir á ný umsókn Kristins Ragnarssonar f.h. eigenda dags. 15.9.2020 um breytt deiliskipulag. Tillagan að breyttu deiliskipulagi gerir ráð fyrir fjölgun íbúða þ.e. að á jarðhæð verði heimilað að fá samþykktar tvær íbúðir þannig að íbúðum á lóð fjölgi úr tveimur íbúðum í þrjár. Skipulags- og byggingarráð samþykki að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Suðurgötu 36 og var það staðfest í bæjarstjórn. Tillagan var auk þess grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum. Tillagan var auglýst frá 27.10.2020-08.12.2020. Athugasemdir bárust. Á fundi ráðsins þann 15. des. s.l. var óskað eftir greinagerð skipulagsfulltrúa vegna framkominna athugasemda. Skipulags- og byggingarráð óskaði þann 12.1.2021 eftir áliti bæjarlögmanns um innheimtu bílastæðagjalds og lögmæti þess sbr. greinargerð skipulagsfulltrúa sem lögð var fram. Uppfærð greinargerð lögð fram.

   Skipulags- og byggingarráð hafnar erindinu eins og það liggur fyrir.

  • 1610456 – Hverfisgata 49, lóð, nýting

   Tekin til umræðu á ný, tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Hverfisgata 49. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 12. jan s.l. fól ráðið skipulagsfulltrúa að taka saman umsögn. Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.

   Skipulags- og byggingarráð getur ekki fallist á fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi eins og hún liggur fyrir. Draga þarf úr byggingarmagni og huga að útfærslu bílastæða.

  • 1407063 – Norðurgarður og Norðurbakki - endurbygging

   Skipulags- og byggingarráð samþykkti 1.12.2020 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Norðurbakka að nýju og að málsmeðferð yrði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga. Erindinu var jafnframt vísað til staðfestingar í Hafnarstjórn og bæjarstjórn.
   Hafnarstjórn samþykkti erindið á fundi sínum þann 2.12.2020 og bæjarstjórn samþykkti samhljóða afgreiðslu hafnarstjórnar og skipulags- og byggingarráðs þann 9.12.2020.
   Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Norðurbakka var auglýst 18.12.2020-28.1.2021. Athugasemd barst. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7.2.2021 lögð fram.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi og vísar til staðfestingar í hafnarstjórn og bæjarstjórn.

  • 2101553 – Stuðlaskarð 8-10-12, deiliskipulagsbreyting, umsókn

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar þann 3.2.2020 umsókn Smára Björnssonar er varða breytingar á deiliskipulagi Skarðshlíðar 3 áfanga til skipulags- og byggingarráðs. Um er að ræða breytingu lóðanna við Stuðlaskarð 8, 10 og 12. Í breytingunni felst að húsin verði ein hæð í stað tveggja. 4 íbúðir í stað 4-6. Heimilt verði að reisa skjólgirðingu til að afmarka sérafnotafleti og heimilt að reisa stakstætt hús f/hjóla- vagnageymslu á lóð.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 2012272 – Hlíðarbraut 7, deiliskipulag

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarráðs vísar þann 3.2.2020 umsókn Hartmanns Kárasonar um deiliskipulagsbreytingu vegna lóðarstækkunar til skipulags- og byggingarráðs. Samþykkt var á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 23.12.2020 að grenndarkynna erindið. Erindið var grenndarkynnt 28.12.2020-1.2.2021. Athugasemd barst.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman umsögn vegna framkominna athugasemda.

  • 2101519 – Ásland 4, deiliskipulag

   Tekin til umræðu framtíðar uppbygging svæðisins.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði undirbúningsvinna að deiliskipulagi Áslands 4 og 5.

   Fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar því að vinna við skipulag Áslands 4 og 5 er að hefjast. Hafnarfjarðarbær hefur verið í stöðugum vexti í 81 ár eða þar til á síðasta ári þegar íbúum í Hafnarfirði fækkaði um 1% í fyrsta skipti síðan 1939. Það er þvert á forsendur aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 þar sem gert ráð fyrir 1.2-2.5% fjölgun á ári. Meiri eftirspurn en framboð er eftir íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði. Nauðsynlegt er að hraða vinnu við skipulag svæðisins svo hægt verði að úthluta lóðum hið fyrsta. Jafnframt er lagt til hafin verði vinna við að skoða fleiri kosti varðandi byggingarland í Hafnarfirði.

   Fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks bóka eftirfarandi:

   Þetta eru auðvitað enn og aftur orðin tóm hjá fulltrúa Samfylkingarinnar. Mikil eftirspurn hefur verið eftir lóðum í Skarðshlíð undanfarið og ætla má að síðustu lóðunum í því hverfi verði úthlutað á fundi bæjarráðs í næstu viku. Hverfið sem er í jaðri upplands Hafnarfjarðar í skjólsælum hlíðum á móti suðri verður að okkar mati eitt eftirsóttasta hverfi höfuðborgarsvæðisins innan fárra ára. Nýbyggingarsvæði í Hafnarfirði eru samkvæmt svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Hafnarfjarðar; Hamranes, Ásland 4 og 5 og Vatnshlíð. Samþykkt hefur verið að hefja vinnu við deiliskipulag Áslands 4 og 5, þar sem gert er ráð fyrir góðri blöndu húsnæðis.

   Líkt og við flest vitum og þekkjum, en virðist því miður ítrekað koma fulltrúum Samfylkingarinnar sérstaklega á óvart, var forsenda uppbyggingar á þessum svæðum niðurrif Hamraneslínu. Samkomulag við Landsnet gerði ráð fyrir að niðurrifi línanna yrði lokið árið 2018, en ekkert varð að þeim áformum vegna kæru umhverfissamtaka og niðurfellingu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála á framkvæmdaleyfi á Lyklafellslínu. Með samkomulagi bæjarins við Landsnet var Hamraneslína flutt til bráðabirgða frá jaðri Skarðshlíðar og nýbyggingarsvæðinu í Hamranesi. Hófust þeir flutningar um mitt ár 2019 og nú standa yfir framkvæmdir við gatnagerð í Hamranesi þar sem íbúðauppbygging er nú að hefjast.

   Auk þess má nefna þá uppbyggingu sem nú er að hefjast við Hraun vestur ? Gjótur, sem er hluti af mjög vænlegu byggingarlandi. Þar er fyrirhuguð byggð, 490 íbúðir auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Aðal- og deiliskipulag liggur fyrir og gert er ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist nú á vormánuðum. Þeirri skynsamlegu og kröftugu uppbygginu hefur Samfylkingin ítrekað lagst gegn; lagst gegn uppbyggingu á besta stað við samgönguás Borgarlínunnar. Við segjum: komið með og gerum þetta saman.

   Hægt er að fullyrða að bæjarbúar munu sjá afrakstur mikillar vinnu þessa kjörtímabils á næstu mánuðum líkt og farið hefur verið yfir hér að ofan. Íbúum mun fjölga verulega og falleg hverfi byggjast upp.

   Fulltrúi Samfylkingar bókar eftirfarandi:
   Málflutningur meirihlutans undanfarin ár hefur verið að framtíðin sé björt í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en lítið bólar á efndum. Tölurnar tala sínu máli og þær segja einfaldlega að Hafnarfjörður er neðstur á listanum þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu.

   Það er ekki rétt að Samfylkingin hafi lagst gegn uppbyggingu í Hraun vestur – Gjótur. Samfylkingin hefur aftur og aftur lagt til að staðið sé við skipulag, sem unnið hefur verið í samráði við fólkið í bænum, en fulltrúar meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks gjarnan snúist gegn á síðustu stundu og vilja umturna. Það er dæmigert fyrir hringlandann og stöðnunina í skipulagsmálum bæjarins. Nú er ráð að láta verkin tala.

   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks benda á að fulltrúar Samfylkingarinnar í skipulags- og byggingarráði svo og í bæjarstjórn samþykktu deiliskipulag á Hraunum vestur – Gjótur á fyrri stigum málsins en af óútskýrðum ástæðum snérust sömu fulltrúar gegn skipulaginu á síðari stigum. Nú er uppbygging að hefjast. Það er bjart framundan í skipulagsmálum hér í Hafnarfirði.

   Fulltrúi Bæjarlistans tekur undir bókun Samfylkingarinnar. Sérstaklega hvað varðar uppbyggingu á Hraun vestur Gjótur svæðinu sem seint getur talist vera vænleg eins og meirihlutinn hefur haldið fram ítrekað. Þar er verið að stefna að 490 íbúðum sem er allt of mikið byggingamagn á þessum litla reit.

   Fulltrúi Samfylkingarinnar bókar eftirfarandi:

   Fulltrúi Samfylkingarinnar minnir á að meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafnaði sínu eigin rammaskipulagi fyrir Hraun-vestur, Gjótur, sem hafði verið unnið í nánu samstarfi og kynnt íbúum og hagaðilum. Það var gert án nokkurar ástæðu. Þess í stað var keyrt í gegn deiliskipulag sem var í engu samræmið við áður samþykkt rammaskipulag. Þar er gottað það sé bjart framundan í skipulagsmálum, en það hefur verið málflutningur Sjálfstæðisflokksins síðustu sjö ár, en fátt hefur gerst. Tölurnar tala sínu máli.

  • 2101520 – Ásland 5, deiliskipulag

   Tekin til umræðu framtíðar uppbygging svæðisins.

   Sjá bókun í máli 2101519, Ásland 4, deiliskipulag.

  • 2011142 – Búðahella 4-6, sameina lóðir

   Pétur Ólafsson bygginarverktaki sækir 9.11.2020 um sameiningu lóðanna Búðahella 4 og 6 í samræmi við skilmála deiliskipulags.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir sameiningu lóðanna Búðahella 4 og 6.

  • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi

   Lögð fram og kynnt drög að umhverfisskýrslu vegna Ástjarnar.

   Tekið til umræðu.

  • 2012340 – Starfshópur um stíga í upplandi Hafnarfjarðar

   Tillaga skipulags- og byggingarráðs um fulltrúa í starfshóp um stíga í upplandinu lögð fram.

   Skipulags- og byggingarráð leggur til að Stefán Már Gunnlaugsson og Sigurður Pétur Sigmundsson verði fulltrúar skipulags- og byggingarráðs í starfshópi um stíga í upplandi Hafnarfjarðar.

  • 2005480 – Ungmennaráð, tillögur 2020 - 3. Nýtt hundasvæði

   Lögð fram umsögn Kirkjugarða Hafnarfjarðar.

   Skipulags- og byggingarráð vísar tillögu um hundagerði til áframhaldandi vinnslu á sviðinu.

  • 2102316 – Sléttuhlið, breyting á aðalskipulagi

   Á fundi þann 24. mars 2020 var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Sléttuhlíðar þar sem bætt yrði í greinargerðina heimild til að veita gistiaðstöðu í flokki II í frístundabyggðinni í Sléttuhlíð. Á fundi ráðsins þann 19. maí 2020 var samþykkt breyting á deiliskipulaginu samanber umsögn skipulagsfulltrúa og var erindinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 27. maí 2020.
   Í bréfi dags 13. ágúst 2020 frá Skipulagsstofnun kemur frá að umrædd breyting sé ekki í samræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025.

   Skipulags- og byggingarráð óskar eftir því að umhverfis-og skipulagssvið hefji vinnu við aðalskipulagsbreytingu í samræmi við erindið og vísar erindinu til samþykktar í bæjarstjórn.

  Fyrirspurnir

  • 2010617 – Hlíðarás 43, fyrirspurn, viðbygging

   Þann 26.10.2020, leggur Hörður Halldórsson inn fyrirspurn varðandi viðbyggingu á lóðinni. Tekið var neikvætt í erindið um stækkun hússins á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarráðs þann 26.2.2021. Ný gögn hafa nú borist vegna erindisins þar sem óskað er eftir endurskoðun ráðsins í ljósi breyttrar tillögu.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið.

  • 2102090 – Drangsskarð 15, fyrirspurn

   Kristinn Ragnarsson arkitekt spyr, fyrir hönd eiganda, um breytingu á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir tilfærslu á byggingarreitum sem taka mið að því að minnka innskot milli eignarhluta. Allir eignarhlutar verði 2 hæðir með tilheyrandi hækkun á hæðarskilum og breikkun á byggingarreitum um 1m. Íbúðafjöldi eru 6 íbúðir þar sem fjögur hús eru með tveim íbúðum og tvö hús með einni íbúð. Flöt þök verða heimiluð án þakgarða. Byggingarmagn helst óbreytt. Húshæðir Fjögur tveggja hæða hús. Hæð húsa hækkar sem nemur á bilinu 0,8-1,0m.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið.

  • 2101532 – Skipulags- og byggingarráð, fyrirspurnir kjörinna fulltrúa

   Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar dags. 26.1.2021 var lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Miðflokksins:
   1. Liggur fyrir kortlagning á því hvar ólögleg búsetuúrræði eru í iðnaðarhverfum í Hafnarfirði?
   2. Ef ekki, er hægt að meta umfang ólöglegra búsetuúrræða í iðnaðarhverfum þ.e. íbúafjöldi og fjöldi íverurýma.
   3. Er til aðgerðaráætlun hjá Hafnarfjarðarkaupstað til að vinna gegn ólöglegum búsetuúrræðum?
   4. Hafa bæjaryfirvöld einhvern tímann látið innsigla slík íverurými eða íbúðakjarna?
   5. Nú liggur fyrir bréf frá byggingafulltrúa um að rýma eigi Suðurhellu 10 fyrir 29. janúar, þar sem talið er að ólögleg búseta eigi sér stað. Er þessi aðgerð upphafið að því að uppræta ólöglega búsetu í iðnaðarhverfum bæjarins?
   Óskað er eftir svörum svo fljótt sem verða má.

   Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs.

   Fulltrúi Bæjarlistans leggur áherslu á að Hafnarfjarðarbær láti gera úttekt á fjölda óleyfisíbúða í bæjarfélaginu svo og endurskoði núgildandi aðgerðaráætlun. Samantekt slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá árinu 2017 er löngu orðin úreld.

  • 2101532 – Skipulags- og byggingarráð, fyrirspurnir kjörinna fulltrúa

   Lögð fram fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Óskað er eftir að svör verði lögð fram á fundinum:

   1) Hver er áætlaður fjöldi þeirra íbúða í Hafnarfirði sem skipulagður hefur verið á kjörtímabilinu? Það á við um þróunarreiti, önnur nýbyggingarsvæði og þéttingu byggðar víðs vegar um bæjarfélagið.
   2) Á hvaða svæðum er aðal- og deiliskipulag tilbúið og á hvaða svæðum er þau í vinnslu?
   3) Hversu margar lóðir eru lausar í Skarðshlíð og hver er staðan á framkvæmdum VHE?
   4) Hver er staðan á Dvergsreitnum?
   5) Hver eru næstu nýbyggingarsvæði innan bæjarfélagsins, m.t.t. svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins?
   6) M.v. þær spurningar sem eru hér að ofan, hvað má áætla að íbúum muni fjölga mikið á næstu 2-4 árum?

   Lagt fram.

  • 2101532 – Skipulags- og byggingarráð, fyrirspurnir kjörinna fulltrúa

   Fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingarinnar lögð fram.
   1. Hversu mörgum lóðum/íbúðum hefur verið úthlutað í Hafnarfirði frá árinu 2016 til dagsins í dag. Óskað er eftir sundurliðun fyrir hvert ár.
   2. Hver er staðan varðandi framkvæmdir á þessum lóðum (fullbúnar íbúðir og í byggingu?
   3. Til hvaða byggingaraðila hefur fjölbýlishúsalóðum verið úthlutað frá árinu 2016 og hver er staðan á framkvæmdum og áætluð verklok (sundurliðað fyrir hvert ár?
   4. Hvað hefur mörgum íbúðum verið úthlutað í þéttingarreitum frá árinu 2016 og hver er staðan varðandi framkvæmdir á þessum lóðum (fullbúnar íbúðir og í byggingu).
   5. Miðað við úthlutun lóða frá árinu 2016 hvað gerðu áætlanir eða spár ráð fyrir mikill fjölgun íbúa. Óskað er eftir sundurliðun fyrir hvert ár.

   Lagt fram.

  Fundargerðir

  • 2101024F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 822

   Lögð fram fundargerð 822 fundar.

   Lagt fram.

  • 1901181 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

   Lagðar fram fundargerðir 97 og 98 fundar SSK.

   Lagt fram.

Ábendingagátt