Skipulags- og byggingarráð

23. febrúar 2021 kl. 08:30

á fjarfundi

Fundur 728

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
 • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
 • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
 • Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður
 • Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi
 • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

 1. Almenn erindi

  • 1907017 – Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting

   Lögð fram greinargerð um breytingu á aðalskipulagi hafnarsvæðisins ásamt uppdrætti aðalskipulagsbreytingar.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir greinargerð og uppdrátt aðalskipulagsbreytingarinnar og vísar erindinu til hafnarstjórnar og bæjarstjórnar til staðfestingar.

  • 2102185 – Svæði utan Suðurgarðs reitur 5.5 deiliskipulagsbreyting

   Erindi Hafnarfjarðarhafnar um breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar er vísað til skipulags- og byggingarráðs frá Afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa. Tillagan snýr að deiliskipulagsbreytinu á fyllingu vestan við Suðurgarð reitur 5.5. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur byggingalóðum, afmörkuðum geymslusvæðum og þvotta/viðgerðarplani fyrir smábáta.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst og vísar erindinu til staðfestingar í hafnarstjórn og bæjarstjórn.

  • 1809389 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, endurskoðun

   Tekin til umræðu áframhaldandi vinna við endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025.

   Tekið til umræðu.

  • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi

   Umhverfisskýrsla vegna uppbyggingar á íþróttasvæði Hauka lögð fram.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða skýrslu og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 2102376 – Völuskarð 18a, byggingarleyfi

   Jóhann Ögri Elvarsson og Rut Helgadóttir sækja þann 11.2.2021 um leyfi fyrir byggingu parhúss á einni hæð. Um frávik á gildandi deiliskipulagi er nær til lóðarinnar Völuskarð 18 að ræða.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir frávik á gildandi deiliskipulagi sbr. 3. mgr. 43. gr. og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 2102435 – Unnarstígur 3, breyting

   Sótt er um leyfi til að byggja við núverandi hús við Unnarstíg 3. Húsið fellur undir lög um menningarminjar og því fylgir umsögn Minjastofnunar með erindinu. Óskað er eftir að byggja um 50 fermetra viðbyggingu við húsið.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna byggingaráform sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 1906407 – Öldutún 4, bílskúr, deiliskipulagsbreyting

   Lögð fram ný tillaga að breyttu deiliskipulagi bílskúrs fyrir lóðina Öldutún 4. Tillaga að breyttu deiliskipulagi var auglýst 2019, og hörð mótmæli bárust. Byggingarleyfi fyrir bílskúr var fellt úr gildi með úrskurði ÚUA.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Öldutún 4 með vísan til 43. gr. skipulagslaga. Jafnframt skal grenndarkynna tillöguna aðliggjandi lóðarhöfum. Erindinu er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 2102611 – Hverfisgata 49, breyting á deiliskipulagi

   Lögð fram tillaga dags. 7.1.2021 að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Hverfisgata 49. Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Hverfisgötu 49 með vísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. Greinargerð deiliskipulags skal uppfærð miðað við að um byggingu einbýlishúss sé að ræða.

  • 2012272 – Hlíðarbraut 7, deiliskipulag

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarráðs vísar þann 3.2.2020 umsókn Hartmanns Kárasonar um deiliskipulagsbreytingu vegna lóðarstækkunar til skipulags- og byggingarráðs. Samþykkt var á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 23.12.2020 að grenndarkynna erindið. Erindið var grenndarkynnt 28.12.2020-1.2.2021. Athugasemd barst. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa þann 9.2.2021 að taka saman umsögn vegna framkominna athugasemda. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í umsóknina og samþykkir að opið svæði sem afmarkast af lóðum við Hlíðarbraut Hringbraut og Holtsgötu verði skipulagt sem útivistar og leiksvæði með aðkomu frá Hringbraut og Hlíðarbraut eins og deiliskipulag svæðisins gerir ráð fyrir. Afgreiðslu um lóðarstækkun Hlíðarbrautar 7 er frestað þar til heildarskipulag útivistarsvæðisins liggur fyrir. Skipulags- og byggingarráð felur auk þess skipulagsfulltrúa að koma með tillögu að breyttu svæði með tilliti til umsóknar og umsagna um lóðarstækkanir.

  • 2102316 – Sléttuhlið, óveruleg breyting á aðalskipulagi

   Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 24. mars. sl. var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Sléttuhlíðar þar sem bætt yrði í greinargerðina heimild til að samþykkja gistiaðstöðu í flokki II í frístundabyggðinni í Sléttuhlíð. Skipulags- og byggingarráð samþykkti breytingu á deiliskipulaginu samanber umsögn skipulagsfulltrúa og vísaði erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 27. maí sl.
   Breytingin var grenndarkynnt frá 14. apríl í 4 vikur. Athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað.
   Breytingin var auglýst í b-deild Stjórnartíðinda þann 12. júní 2020

   Í bréfi dags. 13. ágúst 2020 frá Skipulagsstofnun kemur fram að það sé mat stofnunarinnar að það þurfi að vera til staðar skipulagsákvæði í aðalskipulaginu um tegund gististaða sem heimilt er að reka í atvinnuskyni í frístundabyggð ásamt umfjöllun um það hvers vegna það sé talið ákjósanlegt.

   Skipulags- og byggingarráð óskaði þann 9.2.2021 eftir því að hafin yrði við aðalskipulagsbreytingu í samræmi við erindið og vísaði erindinu til samþykktar í bæjarstjórn.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs þann 17.2.2021.

   Lögð er fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu þar sem bætt verður í greinagerð skipulagsins heimild til að leyfa gistingu í flokki II á svæðinu.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna skilmála Sléttuhlíðar skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 2003545 – Sléttuhlíð, óveruleg deiliskipulagsbreyting

   Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 24. mars sl. var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Sléttuhlíðar þar sem bætt yrði í greinargerðina heimild til að samþykkja gistiaðstöðu í flokki II í frístundabyggðinni í Sléttuhlíð. Skipulags- og byggingarráð samþykkti breytingu á deiliskipulaginu samanber umsögn skipulagsfulltrúa og vísaði erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 27. maí sl.
   Breytingin var grenndarkynnt frá 14. apríl í 4 vikur. Athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað.
   Breytingin var auglýst í b-deild Stjórnartíðinda þann 12. júní 2020.

   Í bréfi dags. 13. ágúst 2020 frá Skipulagsstofnun kemur fram að það sé mat stofnunarinnar að það þurfi að vera til staðar skipulagsákvæði í aðalskipulaginu um tegund gististaða sem heimilt er að reka í atvinnuskyni í frístundabyggð ásamt umfjöllun um það hvers vegna það sé talið ákjósanlegt.

   Grenndarkynna þarf erindið að nýju sbr. mat Skipulagsstofnunar.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna að nýju óverulega breytingu á deiliskipulagi Sléttuhlíðar þar sem bætt verður í greinargerð heimild til að samþykkja gistiaðstöðu í flokki II í frístundabyggðinni í Sléttuhlíð og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 2102298 – Krýsuvíkurberg, breyting á deiliskipulagi

   Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Krýsuvíkurbergs.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Krýsuvíkurbergs skv. 43. gr. skipulagslaga og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 2102555 – Drangsskarð 15, breyting á deiliskipulagi

   Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir tilfærslu á byggingarreitum sem taka mið að því að minnka innskot milli eignarhluta. Tillagan gerir ráð fyrir að allir eignarhlutar verði 2 hæðir með tilheyrandi hækkun á hæðarskilum og breikkun á byggingarreitum um 1m. Íbúðafjöldi eru 6 íbúðir þar sem tvö hús eru með 2 íbúðum og tvö hús með einni íbúð. Flöt þök verða heimiluð án þakgarða. Byggingarmagn helst óbreytt. Húshæðir Fjögur tveggja hæða hús. Hæð húsa hækkar sem nemur á bilinu 0,8-1,0m. Að öðru leyti gilda skilmálar gildandi deiliskipulags.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Drangsskarð 15 skv. 43. gr. skipulagslaga og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 1604501 – Skarðshlíð deiliskipulag 2. áfangi

   Skipulags- og byggingarráð samþykkti þann 15.12.2020 tillögu að breyttu orðalagi greinargerðar skipulagsskilmála 2 áfanga og að málsmeðferð færi skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga og vísaði til staðfestingar í bæjarstjórn. Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs þann 6.1.2021. Tillagan var auglýst 7.1-18.2.2021. Umsögn veitna lögð fram.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á greinargerð deiliskipulags 2. áfanga Skarðshlíðar og að málinu verði lokið í samræmi við 42. gr. skipulagslaga.

  • 1705014 – Skarðshlíð deiliskipulag 3.áfangi

   Skipulags- og byggingarráð samþykkti þann 15.12.2020 tillögu að breyttu orðalagi greinargerðar skipulagsskilmála 3 áfanga og að málsmeðferð færi skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga og vísaði til staðfestingar í bæjarstjórn. Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs þann 6.1.2021. Tillagan var auglýst 7.1-18.2.2021. Umsögn veitna lögð fram.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á greinargerð deiliskipulags 3. áfanga Skarðshlíðar og að málinu verði lokið í samræmi við 42. gr. skipulagslaga.

  • 2010454 – Álhella 1, deiliskipulagsbreyting

   Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 17.11.2020 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Álhella 1 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr.123/2010. Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs þann 25.11.2020. Tillagan var auglýst 05.01.-16.02.2021. Engar athugasemdir bárust.

   Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að í stað þess að vera lóð fyrir varaaflstöð Landsvirkjunar verði lóðin í flokki B3. Nýtingarhlutfall verði skilgreint 0,5.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að henni verði lokið í samræmi við skipulagslög nr.123/2010. Jafnframt að útbúinn verði nýr lóðarleigusamningur vegna breyttrar landnotkunar (B3) á lóðinni.

  • 2102605 – Skarðshlíð, götur, stígar og umhverfi

   Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa varðandi götugögn.

   Skipulags- og byggingarráð leggur til að frágangur gatna og stíga verði skoðað nánar með tilliti til gildandi deiliskipulags og útfærslu og verði auk þess lagt fram til kynningar í umhverfis- og framkvæmdaráði.

  Fyrirspurnir

  • 2102561 – Hrauntunga, öryggi á gönguleið

   Erindi dags. 16.2.2021 barst frá íbúum við Hrauntungu og skólastjóra Víðistaðaskóla þar sem óskað er eftir að gönguleið við Hrauntungu verði tryggð á meðan á framkvæmdum við Hrauntungu 5 stendur.

   Skipulags- og byggingarráð vísar því til framkvæmdaaðila að tryggja greiða göngleið þann tíma sem framkvæmdir standa yfir sbr. kröfur mannvirkjalaga.

  • 2102218 – Glimmerskarð 2-6 og 8-12, fyrirspurn

   Sjónver ehf. leggur inn fyrirspurn til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi Skarðshlíðar 3. áfanga er nær til lóðanna við Glimmerskarð 2-6 og 8-12. Lögð er fram hugmynd um raðhús í stað stakstæðra húsa.

   Erindi frestað og óskað frekari skýringa.

  • 2101532 – Skipulags- og byggingarráð, fyrirspurnir kjörinna fulltrúa

   Lögð fram að nýju fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingarinnar.
   1. Hversu mörgum lóðum/íbúðum hefur verið úthlutað í Hafnarfirði frá árinu 2016 til dagsins í dag. Óskað er eftir sundurliðun fyrir hvert ár.
   2. Hver er staðan varðandi framkvæmdir á þessum lóðum (fullbúnar íbúðir og í byggingu?
   3. Til hvaða byggingaraðila hefur fjölbýlishúsalóðum verið úthlutað frá árinu 2016 og hver er staðan á framkvæmdum og áætluð verklok (sundurliðað fyrir hvert ár?
   4. Hvað hefur mörgum íbúðum verið úthlutað í þéttingarreitum frá árinu 2016 og hver er staðan varðandi framkvæmdir á þessum lóðum (fullbúnar íbúðir og í byggingu).
   5. Miðað við úthlutun lóða frá árinu 2016 hvað gerðu áætlanir eða spár ráð fyrir mikill fjölgun íbúa. Óskað er eftir sundurliðun fyrir hvert ár.

   Erindi frestað.

  • 2101532 – Skipulags- og byggingarráð, fyrirspurnir kjörinna fulltrúa

   Lögð fram að nýju fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.
   1) Hver er áætlaður fjöldi þeirra íbúða í Hafnarfirði sem skipulagður hefur verið á kjörtímabilinu? Það á við um þróunarreiti, önnur nýbyggingarsvæði og þéttingu byggðar víðs vegar um bæjarfélagið.
   2) Á hvaða svæðum er aðal- og deiliskipulag tilbúið og á hvaða svæðum er þau í vinnslu?
   3) Hversu margar lóðir eru lausar í Skarðshlíð og hver er staðan á framkvæmdum VHE?
   4) Hver er staðan á Dvergsreitnum?
   5) Hver eru næstu nýbyggingarsvæði innan bæjarfélagsins, m.t.t. svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins?
   6) M.v. þær spurningar sem eru hér að ofan, hvað má áætla að íbúum muni fjölga mikið á næstu 2-4 árum?

   Tekið til umræðu.

  Fundargerðir

  • 2102015F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 823

   Lögð fram fundargerð 823 fundar.

Ábendingagátt