Skipulags- og byggingarráð

26. febrúar 2021 kl. 08:30

á fjarfundi

Fundur 729

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
 • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
 • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
 • Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður
 • Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi
 • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt og Ívar Bragason bæjarlögmaður.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt og Ívar Bragason bæjarlögmaður.

 1. Almenn erindi

  • 1907017 – Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting

   Hafnarstjórn lagði þann 24.2.2021 til endurskoðun á þeim þætti skipulagsins sem snýr að innri höfninni með vísan til Hafnarreglugerðar fyrir Hafnarfjarðarhöfn og vísaði málinu til frekari yfirferðar hjá skipulags- og byggingarráði. Lögð fram uppfærð greinargerð og uppdráttur aðalskipulagsbreytingar.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærða greinargerð og uppdrátt aðalskipulagsbreytingarinnar og vísar erindinu til hafnarstjórnar og bæjarstjórnar til staðfestingar.

Ábendingagátt