Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
á fjarfundi
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.
Tekin til umræðu á ný framtíðar uppbygging svæðisins. Kynnt áframhaldandi hugmyndavinna.
Skipulags- og byggingarráð þakkar Batteríinu Arkitektum fyrir kynninguna.
Lögð fram bréf Þórdísar Guðnadóttur dags. 19.04.2021 og 02.05.2021 f.h. Firring Fasteigna varðandi rýmingu húsnæðis að Suðurhellu 10.
Lögð fram bréf Firringar Fasteignar. Skipulags- og byggingarráð vísar til fyrri bókunar frá 23.3.2021 og fellst ekki á frekari frest.
Lögð fram drög að umhverfisskýrslu vegna vinnu við aðalskipulagsbreytingu.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð sem tekur til þeirra atriða sem fram koma í umsögnum. Jafnframt er honum falið að hefja vinnu við greinargerð aðalskipulagsbreytingarinnar.
Kynnt áframhaldi vinna við deiliskipulag reits 1.
Skipulagsfulltrúi gerir grein fyrir stöðu verkefnisins.
Lagt fram að nýju erindi stjórnar Húsfélags Hlíðarþúfna dags. 19.3.2021 er varðar starfsemi Villikatta. Stjórn Húsfélagsins gerir athugasemd við starfsemina og telur að hún sé á skjön við skilmála gildandi aðal- og deiliskipulags svæðisins sem og að henni fylgi ónæði.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs lögð fram.
Lagt fram erindi Arndísar Sigurgeirsdóttur f.h. Villikatta. Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Athafnasvæðis Hestamannafélagsins Sörla er lýtur að þeim skilmálum sem varðar þá starfsemi sem heimiluð er á svæðinu.
Skipulags- og byggingarráð óskar umsagnar skipulagsfulltrúa.
Lagt fram á ný til kynningar rannsóknarverkefni er snýr að hugmyndum um framtíðar uppbyggingu sögulegs miðbæjar. Á Íslandi verður rannsakað almenningsrými með „MAPS – multidisciplinary assessment of a public space“ sem er verkfæri sem byggir á tvíþættri nálgun með sameiginlegt markmið sem er að skrá sögulega þróun og umhverfisleg gæði í almenningsrýmum ásamt áhrifum þess á mannlíf. Um þverfaglega rannsókn er að ræða sem tengir saman borgarskipulag, arkitektúr, sagnfræði og umhverfissálfræði. Markmiðið er að þróa verkfæri sem nýtist hönnuðum og yfirvöldum í skipulagsvinnu.
Lagt fram til kynningar.
Smári Björnsson sækir 18.1.2021 um breytingu á deiliskipulagi Stuðlaskarðs 8 – 12 sem er í samræmi við þegar breytt deiliskipulag Stuðlaskarðs 6. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 17. febrúar að breytingartillagan yrði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Tillagan var auglýst frá 17.3.-28.4.2021. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og á málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.
Tekin fyrir að nýju tillaga að breyttu deiliskipulagi Garðavegs 11. Grenndarkynningu lauk 18.1.2021 og hefur þeim er gerðu athugasemd verið send umsögn vegna framkominna athugasemda.
Lagt fram.
Eigandi Langeyrarvegar 5 lagði inn erindi þann 16.3.2021 þar sem óskað var eftir afstöðu skipulags- og byggingarráðs vegna óska um að stækka húsið og byggja bílskúr á lóðinni. Erindið var lagt fram á afgreiðslufundi ráðsins þann 23.3.2021. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir umsögn Minjastofnunar þar sem húsið fellur undir lög um menningarminjar. Umsögn Minjastofnunar barst embætti skipulagsfulltrúa þann 29.4.2021.
Með bréfi dags. 24.03.2021 til skipulagsstofnunar óskaði Hafnarfjarðarbær eftir því að aðalskipulagsbreyting við Smyrlahraun 41 hljóti málsmeðferð sem óveruleg breyting á aðalskipulagi. Lagt fram bréf skipulagsstofnunar frá 15.04.2021.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að málsmeðferð aðalskipulagsbreytingarinnar fari skv. 1. mgr. 36. greinar skipulagslaga og hafin verði vinna við gerð deiliskipulags.
Lögð fram fundargerð 832 fundar.
Lögð fram fundargerð 833 fundar.
Lögð fram fundargerð 834 fundar.