Skipulags- og byggingarráð

4. maí 2021 kl. 08:30

á fjarfundi

Fundur 734

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður
  • Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2101519 – Ásland 4, deiliskipulag

      Tekin til umræðu á ný framtíðar uppbygging svæðisins. Kynnt áframhaldandi hugmyndavinna.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar Batteríinu Arkitektum fyrir kynninguna.

    • 2101520 – Ásland 5, deiliskipulag

      Tekin til umræðu á ný framtíðar uppbygging svæðisins. Kynnt áframhaldandi hugmyndavinna.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar Batteríinu Arkitektum fyrir kynninguna.

    • 2012157 – Suðurhella 10, óleyfisframkvæmdir, óleyfisbúseta

      Lögð fram bréf Þórdísar Guðnadóttur dags. 19.04.2021 og 02.05.2021 f.h. Firring Fasteigna varðandi rýmingu húsnæðis að Suðurhellu 10.

      Lögð fram bréf Firringar Fasteignar. Skipulags- og byggingarráð vísar til fyrri bókunar frá 23.3.2021 og fellst ekki á frekari frest.

    • 1701175 – Selhraun suður, breyting á deiliskipulagi

      Lögð fram drög að umhverfisskýrslu vegna vinnu við aðalskipulagsbreytingu.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð sem tekur til þeirra atriða sem fram koma í umsögnum. Jafnframt er honum falið að hefja vinnu við greinargerð aðalskipulagsbreytingarinnar.

    • 2103133 – Miðbær, deiliskipulag reitur 1

      Kynnt áframhaldi vinna við deiliskipulag reits 1.

      Skipulagsfulltrúi gerir grein fyrir stöðu verkefnisins.

    • 2103630 – Hlíðarþúfur, starfsemi Villikatta

      Lagt fram að nýju erindi stjórnar Húsfélags Hlíðarþúfna dags. 19.3.2021 er varðar starfsemi Villikatta. Stjórn Húsfélagsins gerir athugasemd við starfsemina og telur að hún sé á skjön við skilmála gildandi aðal- og deiliskipulags svæðisins sem og að henni fylgi ónæði.

      Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs lögð fram.

    • 2104595 – Deiliskipulagsbreyting, Hlíðarþúfur, Villikettir

      Lagt fram erindi Arndísar Sigurgeirsdóttur f.h. Villikatta. Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Athafnasvæðis Hestamannafélagsins Sörla er lýtur að þeim skilmálum sem varðar þá starfsemi sem heimiluð er á svæðinu.

      Skipulags- og byggingarráð óskar umsagnar skipulagsfulltrúa.

    • 2103528 – Horizon, uppbygging sögulegs miðbæjar

      Lagt fram á ný til kynningar rannsóknarverkefni er snýr að hugmyndum um framtíðar uppbyggingu sögulegs miðbæjar. Á Íslandi verður rannsakað almenningsrými með “MAPS – multidisciplinary assessment of a public space” sem er verkfæri sem byggir á tvíþættri nálgun með sameiginlegt markmið sem er að skrá sögulega þróun og umhverfisleg gæði í almenningsrýmum ásamt áhrifum þess á mannlíf. Um þverfaglega rannsókn er að ræða sem tengir saman borgarskipulag, arkitektúr, sagnfræði og umhverfissálfræði. Markmiðið er að þróa verkfæri sem nýtist hönnuðum og yfirvöldum í skipulagsvinnu.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2101553 – Stuðlaskarð 8-10-12, deiliskipulagsbreyting, umsókn

      Smári Björnsson sækir 18.1.2021 um breytingu á deiliskipulagi Stuðlaskarðs 8 – 12 sem er í samræmi við þegar breytt deiliskipulag Stuðlaskarðs 6. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 17. febrúar að breytingartillagan yrði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Tillagan var auglýst frá 17.3.-28.4.2021. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og á málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2011540 – Garðavegur 11, deiliskipulag

      Tekin fyrir að nýju tillaga að breyttu deiliskipulagi Garðavegs 11. Grenndarkynningu lauk 18.1.2021 og hefur þeim er gerðu athugasemd verið send umsögn vegna framkominna athugasemda.

      Lagt fram.

    • 2010144 – Langeyrarvegur 5, breytingar

      Eigandi Langeyrarvegar 5 lagði inn erindi þann 16.3.2021 þar sem óskað var eftir afstöðu skipulags- og byggingarráðs vegna óska um að stækka húsið og byggja bílskúr á lóðinni. Erindið var lagt fram á afgreiðslufundi ráðsins þann 23.3.2021. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir umsögn Minjastofnunar þar sem húsið fellur undir lög um menningarminjar. Umsögn Minjastofnunar barst embætti skipulagsfulltrúa þann 29.4.2021.

      Lagt fram.

    • 2104436 – Smyrlahraun 41a, aðalskipulagsbreyting

      Með bréfi dags. 24.03.2021 til skipulagsstofnunar óskaði Hafnarfjarðarbær eftir því að aðalskipulagsbreyting við Smyrlahraun 41 hljóti málsmeðferð sem óveruleg breyting á aðalskipulagi. Lagt fram bréf skipulagsstofnunar frá 15.04.2021.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að málsmeðferð aðalskipulagsbreytingarinnar fari skv. 1. mgr. 36. greinar skipulagslaga og hafin verði vinna við gerð deiliskipulags.

    Fundargerðir

    • 2104015F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 832

      Lögð fram fundargerð 832 fundar.

    • 2104020F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 833

      Lögð fram fundargerð 833 fundar.

    • 2104025F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 834

      Lögð fram fundargerð 834 fundar.

Ábendingagátt