Skipulags- og byggingarráð

15. júní 2021 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 737

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður
  • Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Ívar Bragason Bæjarlögmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Tekin til umræðu fjölgun starfsmanna á sviði skipulags- og byggingarmála.

      Sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs er falið að gera viðauka í samráði við sviðsstjóra fjármálasviðs.

    • 2103133 – Miðbær, deiliskipulag reitur 1

      Kynnt áframhaldandi vinna við deiliskipulag á reit 1.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2106230 – Strandgata 26-30 breyting á deiliskipulag

      220 Fjörður sækir 10.6.2021 um að breyta gildandi deiliskipulagi. Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Strandgata 26-30. Í breytingunni felst: breytt byggingarmagn á lóð ásamt blandaðri starfsemi með verslun, þjónustu og hótelrekstur. Lagðar eru fram teiknningar sem gera betur grein fyrir uppbyggingu innan lóðanna.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að breyttu deiliskipulagi og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 2106016 – Drangsskarð 11, byggingarleyfi

      Þann 1.6. sl. leggja Rentur starfsemi ehf. inn umsókn um byggingarleyfi og óska eftir fjölgun íbúða, úr sex í sjö, á lóð við Drangsskarð 11.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fjölgun íbúða um eina á lóðinni við Drangsskarð 11.

    • 2106091 – Bjargsskarð 1, breyting á deiliskipulagi

      Þann 4.6.2021 leggur Smári Björnsson inn umsókn um deiliskipulagsbreytingu Skarðshlíðar 2. áfanga er nær til lóðanna við Bjargsskarð 1 og 2 ásamt Drangsskarði 2. Óskað er eftir auknu byggingarmagni ásamt fjölgun íbúða á lóðunum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fjölgun íbúða um eina á lóðinni við Bjargskarð 1.

    • 2106090 – Bjargsskarð 2, breyting á deiliskipulagi

      Þann 4.6.2021 leggur Smári Björnsson inn umsókn um deiliskipulagsbreytingu Skarðshlíðar 2. áfanga er nær til lóðanna við Bjargsskarð 1 og 2 ásamt Drangsskarði 2. Óskað er eftir auknu byggingarmagni ásamt fjölgun íbúða á lóðunum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna erindið.

    • 2106092 – Drangsskarð 2, breyting á deiliskipulag

      Þann 4.6.2021 leggur Smári Björnsson inn umsókn um deiliskipulagsbreytingu Skarðshlíðar 2. áfanga er nær til lóðanna við Bjargsskarð 1 og 2 ásamt Drangsskarði 2. Óskað er eftir auknu byggingarmagni ásamt fjölgun íbúða á lóðunum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna erindið.

    • 2104435 – Hverfisgata 12, umsókn til skipulagsfulltrúa

      Guðmundur Már Ástþórsson sendir 20.4.2021 umsókn þar sem óskað er eftir fráviki frá deiliskipulagi lóðarinnar Hverfisgötu 12. Óskað er eftir að nýtingarhlutfall verði aukið eða að lóðin verði stækkuð.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið.

    • 2001086 – Hverfisgata 52b, lóðarstækkun

      Tekin fyrir að nýju umsókn frá Óla Erni Eiríkssyni frá 18.12.2019 um stækkun lóðar.

      Óli Örn Eiríksson víkur af fundi undir þessum lið.

      Erindinu er vísað til umsagnar hjá starfshópi um Menntasetrið við lækinn.

    • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi

      Teknar til umræðu athugasemdir Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar vegna breytinga á deiliskipulagi Ásvalla. Fulltrúar VSÓ mæta til fundarins.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi skýrslu um viðbrögð við umsögnum um matsskyldufyrirspurn.

    • 1907017 – Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting

      Kynnt drög að umhverfislýsingu ásamt jarðvegsathugun. Fulltrúar VSÓ mæta til fundarins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2106248 – Selhraun suður, aðalskipulagsbreyting

      Lögð fram drög greinargerðar vegna breytinga á aðalskipulagi Selhrauns suðurs.

      Lagt fram.

    • 2104596 – Drangsskarð 8, deiliskipulagsbreyting

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 28.4.2021 samþykkt skipulagsfulltri að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga er nær til lóðarinnar við Drangsskarð 8.
      Í breytingunni felst að byggingarreit er breytt. Húsið verður tveggja hæða parhús í stað tvíbýlis á einni til tveimur hæðum. Tvö bílastæði verða á íbúð. Að öðru leyti haldast skilmálar óbreyttir.
      Erindið var grenndarkynnt frá 10.5.-10.6.2021. Athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu eins og það liggur fyrir með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

    • 2009106 – Höfðaskógur og Hvaleyrarvatn, deiliskipulag

      Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Höfðaskógar og Hvaleyrarvatns dags. 30.3.2021 sem samþykkt var að auglýsa þann 9.4.2021. Breytingin nær til tveggja svæða norðan og vestan við Hvaleyrarvatn. Markmið breytingarinnar felst m.a. í að bæta aðkomu að Hvaleyrarvatni og aðstöðu til útivistar. Gert verður ráð fyrir bílastæðum hreyfihamlaðra norðan við vatnið með aðgangsstýringu. Málsmeðferð fari skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst 16.4-28.5.2021. Athugasemd barst.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir framkomnar ábendingar sem fram koma í athugasemd.Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ljúka málinu í samræmi við 41. og 42. gr. skipulagslaga.

    • 2101275 – Lyngbarð, umsókn um grenndargámastöð

      Þann 13.1.2021 óskaði Hafnarfjarðarbær eftir að setja upp grenndarstöð við Lyngbarð. Tekið var jákvætt í erindið á afgreiðslufundi þann 20.1.sl og erindið grenndarkynnt tímabilið 5.5.-7.6.2021. Athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að fundinn verði nýr staður fyrir staðsetningu á grenndarstöð.

    • 2003034 – Aðalskipulag Grindavíkur 2018-2032, breyting, umsagnarbeiðni

      Grindavíkurbær óskar umsagnar við skipulagslýsingu sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar þann 25.maí sl. vegna breytingar á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032. Skipulagslýsingin varðar breytingar á Aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 og nýs deiliskipulags sem gert verður til að skilgreina framkvæmdir sem fyrirhugað er að fara í landi Hrauns og Ísólfsskála til að bæta þjónustu og aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadölum. Einnig verður gerð breyting á aðalskipulagi vegna tilfærslu hreinsivirkis við Eyjabakka í Grindavík, legu sæstrengs/ljósleiðara og uppbyggingu göngu og reiðhjólastíga frá íbúðarsvæðunum vestast í Grindavík. Umsagnar er óskað fyrir 18. júní nk.

      Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is

      Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemdir við umrædda aðalskipulagsbreytingu.

    • 1803160 – Ærslabelgur

      Lögð fram mótmæli við framkævmdarleyfi vegna leiksvæðis við Hamravelli.

      Vísað til umsagnar skipulags- og byggingarfulltrúa.

    Fundargerðir

    • 1901181 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð 100 fundar SSK.

    • 2105029F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 839

      Lögð fram fundargerð 839. fundar.

    • 2106005F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 840

      Lögð fram fundargerð 840. fundar.

Ábendingagátt