Skipulags- og byggingarráð

29. júní 2021 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 738

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
  • Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Ívar Bragason bæjarlögmaður og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi.

Lovísa Björg Traustadóttir vék af fundi eftir afgreiðslu níunda dagskrárliðar.
Sigurður Pétur Sigmundsson vék af fundi eftir afgreiðslu sextánda dagskrárliðar.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Ívar Bragason bæjarlögmaður og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi.

Lovísa Björg Traustadóttir vék af fundi eftir afgreiðslu níunda dagskrárliðar.
Sigurður Pétur Sigmundsson vék af fundi eftir afgreiðslu sextánda dagskrárliðar.

  1. Almenn erindi

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Lögð fram til kynningar bókun bæjarstjórnar frá 23. júní sl. varðandi kosningu í ráð og nefndir til eins árs.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2101519 – Ásland 4, deiliskipulag

      Tekin til umræðu framtíðar uppbygging svæðisins.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna og samþykkir jafnframt að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar varðandi afmörkun þess svæðis sem tekur til Áslands 4 og 5 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2101520 – Ásland 5, deiliskipulag

      Tekin til umræðu framtíðar uppbygging svæðisins.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna og samþykkir jafnframt að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar varðandi afmörkun þess svæðis sem tekur til Áslands 4 og 5 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2103133 – Miðbær, deiliskipulag reitur 1

      Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi miðbæjar Hafnarfjarðar. Breytingin nær til reits sem afmarkast af Strandgötu, Reykjavíkurvegi, Austurgötu og Linnetsstíg. Í breytingunni felst m.a. að byggingarheimildum frá 2001 er breytt.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi reits 1, að teknu tilliti til lagfæringa á skýringarmynd, og að málsmeðferð verði í samræmi við skipulagslög. Jafnframt er erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi

      Þann 20.04.2021 samþykkti skipulags- og byggingarráð að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Haukasvæðisins á ný. Bæjarstjórn staðfesti samþykkt ráðsins á fundi sínum þann 28.04.2021. Uppfærð umhverfisskýrsla var auglýst samhliða auglýsingu um breytt deiliskipulag. Tillagan var auglýst frá 08.05- 21.06.2021. Athugasemdir bárust. Lagt fram svar við athugasemdum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða umsögn vegna athugasemda sem bárust við auglýstu deiliskipulagi, jafnframt er erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar og að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2102611 – Hverfisgata 49, breyting á deiliskipulagi

      Á fundi bæjarstjórnar þann 3. mars s.l. var staðfest samþykkt skipulags- og byggingarráðs að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Hverfisgötu 49 með vísan til 1. mgr. 43. gr. Á fundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 14.04.2021 var jafnframt samþykkt að grenndarkynna tillöguna með vísan til 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Tillagan var auglýst frá 05.05.2021-16.06.2021. Athugasemdir bárust.

      Skiplags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að vinna greinargerð vegna framkominna athugasemda.

    • 2106303 – Búðahella, 1,3,5, 7- Borgahella, 6,8,10,12,21,23,25,27,29, deiliskipulagsbreyting

      Jón Magnús Halldórsson fh. lóðarhafa sækir 10.6.2021 um sameiningu lóða við Hellnahraun 3. áfanga: Búðahella 1, 3, 5 og 7, Borgahella nr. 6, 8, 10, 12, 21, 23, 25, 27 og 29.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir sameiningu lóðanna enda samræmist það heimild í skilmálum deiliskipulagsins.

    • 1803160 – Ærslabelgur

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar 15. júní sl. var lagt fram bréf íbúa við Fléttuvelli 37-51, vegna athugasemda við uppsetningu á ærslabelg við Hamravelli. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Umsögn skipulagsfulltrúa dagsett 16.06.2021 lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa og leggur til að staðsetning verði færð til innan lóðar samkvæmt meðfylgjandi mynd.

    • 1909118 – Hlíðarbraut 10, þétting byggðar

      Skipulags- og byggingarráð fól umhverfis- og skipulagssviði á fundi sínum þann 22.9.2020 að svara framkomnum athugasemdum Skipulagsstofnunar dags. 27.8.2020.
      Á afgreiðslufundi ráðsins þann 6.10.2020 var svar skipulagsfulltrúa dags. 02.10.2020 lagt fram.
      Brugðist hefur verið við athugsemdum Skipulagsstofnunar og liggur nú fyrir frekari húsaskráning er nær til St.Jósepsspítala sem samþykkt hefur verið af Minjastofnun Íslands. Uppdráttur hefur verið uppfærður í samræmi við ábendingar MÍ og í greinagerð deiliskipulagsins eru ákvæði um að gæta þurfi að Þórukletti við útfærslu lóðar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir þær breytingar sem gerðar hafa verið á greinargerð deiliskipulagsuppdráttar og að málinu skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2104180 – Malarskarð 12-14, breyting á deiliskipulagi

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 14. apríl sl. samþykkti skipulagsfulltrúi að grenndarkynna frávik frá deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga er nær til lóðanna við Malarskarð 12-14 og 18-20 í samræmi við skipulagslög 123/2010.
      Í breytingunni felst að: byggingareitir stækka og gert er ráð fyrir að þakskyggni verði komið fyrir innan stækkunarinnar. Að öðru leyti gilda skilmálar deiliskipulagsins.
      Erindið var grenndarkynnt frá 30.4.-31.5.2021. Athugasemdir bárust. Skipulagsfulltrúi vísaði erindinu til skipulags- og byggingarráðs á afgreiðslufundi þann 3. júní sl. Umsögn dags. 21.6.2021 vegna framkominna athugasemda lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn dags. 21.6.2021 þar sem fram kemur að endurskoða þurfi tillöguna með tilliti til framkominna athugasemda.

    • 2104181 – Malarskarð 18-20, breyting á deiliskipulagi

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 14. apríl sl. samþykkti skipulagsfulltrúi að grenndarkynna frávik frá deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga er nær til lóðanna við Malarskarð 12-14 og 18-20 í samræmi við skipulagslög 123/2010.
      Í breytingunni felst að: byggingareitir stækka og gert er ráð fyrir að þakskyggni verði komið fyrir innan stækkunarinnar. Að öðru leyti gilda skilmálar deiliskipulagsins.
      Erindið var grenndarkynnt frá 30.4.-31.5.2021. Athugasemdir bárust. Skipulagsfulltrúi vísaði erindinu til skipulags- og byggingarráðs á afgreiðslufundi þann 3. júní sl. Umsögn dags. 21.6.2021 vegna framkominna athugasemda lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn dags. 21.6.2021 þar sem fram kemur að endurskoða þurfi tillöguna með tilliti til framkominna athugasemda.

    • 2103116 – Hraun vestur, aðalskipulag breyting

      Lögð fram tillaga að breyttu aðalskipulagi Hrauns vesturs. Tillagan gerir ráð fyrir breyttri landnotkun.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu aðalskipulags Hrauns vestur og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2106248 – Selhraun suður, aðalskipulagsbreyting

      Lögð fram breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 er tekur til landnotkunarbreytingu á hluta af Selhrauni Suður.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu aðalskipulags Selhrauns suður og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1810469 – Kapelluhraun 1. áfangi, endurskoðun deiliskipulags

      Teknir til umræðu skilmálar iðnaðarsvæða.

      Tekið til umræðu.

    • 2106549 – Hringhamar 9, breyting á deiliskipulagi

      Lögð fram tillaga Plús Arkitekta að deiliskipulagi reits við Hringhamar 9. Deiliskipulagið afmarkast af Kvöldhamri til norðvesturs, Hringhamri til vesturs og lóðarmörkum reits 25.B til suðurs. Til austurs er landhalli upp að Ásvallabraut. Gert er ráð fyrir að hámarki 120 íbúðum í þrem 4-7 hæða byggingum.

      Skipulags- og byggingaráð tekur jákvætt í tillöguna. Góð grein er gerð fyrir helstu þáttum. Að öðru leyti er tillögunni vísað til umsagnar hjá umhverfis- og skipulagssviði og verkefnastjóra.

    • 2106599 – Hamranes reitur 3.a breyting á deiliskipulagi

      Lögð fram tillaga KRark dags. 22.6.2021 að deiliskipulagi reitar 3 A. Aðkoma verður frá Ásvallabraut um Hnappatorg og Áshamar. Gert er ráð fyrir einni lóð alls 7.747 m2 að flatarmáli fyrir fimm fjölbýlishús á 5-7 hæðum með samtals 145 íbúðum.

      Skipulags- og byggingaráð tekur jákvætt í tillöguna. Góð grein er gerð fyrir helstu þáttum. Að öðru leyti er tillögunni vísað til umsagnar hjá umhverfis- og skipulagssviði og verkefnastjóra.

    Fyrirspurnir

    • 2106557 – Hamranes reitur R7, fyrirspurn

      Lögð fram fyrirspurn GP arkitekta að deiliskipulagi reits 7 í Hamranesi. Fyrirspurnin gerir ráð fyrir fjölbýlishúsabyggð allt að 5 hæðir. Fjöldi íbúða er 162. íbúðastærðir eru frá 70 – ríflega 100 m2. Öll bifreiðastæði á lóðinni, sem eru um 200, verða ofanjarðar. Er því ríflega eitt bílastæði á hverja íbúð. Reiknað er með að byggingarmagn verði um 19.000 m2 og að lóðarstærð sé 14.246 m2. Nýtingarhlutfall er því 1.33. Reiknað er með öll þök séu grasilögð og að bílastæði verði einnig græn. Sá hluti lóðarinnar sem er grænn, hraun og gras er um 6.000 m2 að meðtöldum þökum og stæðum er grænt yfirborð lóðarinnar um 11.000 m2.

      Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í útfærslu GP arkitekta á lausn bílastæðamála í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu. Útfærslan gerir ráð fyrir að öll bifreiðastæði á lóðinni, sem eru um 200, verði ofanjarðar. Sú tillaga er í engu samræmi við þau markmið sem sett hafa verið fram. Að öðru leyti er fyrirspurninni vísað til umsagnar hjá umhverfis- og skipulagssviði og verkefnastjóra.

    • 2106419 – Drangsskarð 8, deiliskipulag, fyrirspurn

      Þann 18.6. sl. leggur lóðarhafi Drangsskarðs 8, Hamraberg ehf, inn fyrirspurn til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir leyfi fyrir þremur íbúðum í stað tveggja á lóðinni Drangsskarð 8.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið.

    Fundargerðir

    • 2106013F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 841

      Lögð fram til kynningar fundargerð 841. fundar.

    • 2106016F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 842

      Lögð fram til kynningar fundargerð 842. fundar.

    • 1901181 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð 101 fundar SSK.

Ábendingagátt