Skipulags- og byggingarráð

10. ágúst 2021 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 739

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
 • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
 • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
 • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
 • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurjón Ingvason varaáheyrnarfulltrúi

Einnig sat fundinn Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi.

Ritari

 • Ívar Bragason Bæjarlögmaður

Einnig sat fundinn Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi.

 1. Almenn erindi

  • 2102611 – Hverfisgata 49, breyting á deiliskipulagi

   Á fundi bæjarstjórnar þann 3. mars s.l. var staðfest samþykkt skipulags- og byggingarráðs að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Hverfisgötu 49 með vísan til 1. mgr. 43. gr. Á fundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 14.04.2021 var jafnframt samþykkt að grenndarkynna tillöguna með vísan til 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Tillagan var auglýst frá 05.05.2021-16.06.2021. Athugasemdir bárust. Skiplags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa þann 29.6.2021 að vinna greinargerð vegna framkominna athugasemda. Greinargerð skipulagsfulltrúa lögð fram.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir greinagerð skipulagsfulltrúa dags. 26.07.2021 og leggur til við umsækjanda um að leggja fram uppfærð gögn í samræmi við framangreinda greinargerð.

  • 2107207 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 breyting, Ásland 4 og 5

   Á fundi bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar þann 1. júlí s.l. var samþykkt að hafin yrði vinna við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar varðandi afmörkun þess svæðis sem tekur til Áslanda 4 og 5. Lögð fram tillaga að breyttu aðalskipulagi vegna afmörkunar svæðisins.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi og að áframhaldandi meðferð málsins verði í samræmi við 30. gr. skipulagslaga. Málinu er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

  • 2101519 – Ásland 4, deiliskipulag

   Kynnt áframhaldandi vinna við deiliskipulag svæðisins. Skipulagshöfundar kynna.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi drög að tillögu að deiliskipulagi og að áframhaldandi vinna við deiliskipulagsgerðina verði í samræmi við 40. gr. skipulagslaga.

  • 2101520 – Ásland 5, deiliskipulag

   Kynnt áframhaldandi vinna við deiliskipulag svæðisins. Skipulagshöfundar kynna.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi hugmynd að deiliskipulagi og að áframhaldandi vinna við deiliskipulagsgerðina verði í samræmi við 40. gr. skipulagslaga.

  • 2104585 – Óseyrarbraut 26 og 26B, deiliskipulagsbreyting

   Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 18.5.2021 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Óseyrarbrautar 26B og 26 í samræmi við 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ákvörðunin var staðfestin í Hafnarstjórn 19.5.2021. Í breytingunni felst að kvöð um eignarhald á lóðunum sé á einni hendi verði felld niður. Byggingarreitur lóðar nr. 26B verði stækkaður og mörkuð er ný aðkoma inná þá lóð. Nýtingarhlutfall er óbreytt. Tillagan var auglýst 28.5.-9.7.2021. Engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagt deiliskipulag og að erindinu verði lokið í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.

  • 2104192 – Móhella 1, deiliskipulag

   Þann 12.4 leggur Kjartan Hafsteinn Rafnsson inn umsókn um að breyta deiliskipulagi er varðar lóðina Móhellu 1. Breytingin felst í stækkun á byggingarreit og fjarlægð frá lóðarmörkum verði 4m. Leyfilegt verði að hafa allt að fimm sjálfstæðar byggingar á lóðinni. Innkeyrsla er færð til. Nýtingarhlutfall óbreytt. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum 18.5.2021 að tillagan hlyti málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Tillagan var auglýst 28.5.2021 með athugasemdafresti til 9.7.2021. Athugasemd barst.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið með vísan til 41. gr. skipulagslaga. Einnig bendir ráðið á að rétt er að til staðar sé þinglýst samkomlag milli lóðarhafa og Veitna ehf. um færslu á lögn samanber bréf frá Veitum ehf. dags. 25.06.2021.

  • 2105241 – Þúfubarð 3 og 5, breyting á deiliskipulagi

   Alma Pálsdóttir, Þúfubarði 3, óskaði eftir deiliskipulagsbreytingu vegna lóðanna Þúfubarðs 3 og Þúfubarðs 5.
   Samþykkt var að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 19.5.2021 sbr. ákvæði 2. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Erindið var grenndarkynnt 7.6.-5.7.2021. Athugasemdir bárust.
   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa þann 7. júlí sl. fól skipulagsfulltrúa að svara innkomnum athugasemdum vísaði erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð tekur undir minnisblað skipulagsfulltrúa og leggur til við umsækjanda að lögð verði fram skuggavarpsmynd.

  • 2101210 – Erluás 1, deiliskipulagsbreyting, breyting á notkun

   Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 4.2.2021 var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar við Erluás 1 og að málsmeðferð fari skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga.
   Breytingartillagan gerir ráð fyrir heimild til að nýta núverandi rými verslunar til íbúðar með heimild til að setja verslun síðar í húsnæðið.
   Tillagan var auglýst frá 25.6.-9.8.2021. Engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagt deiliskipulag og að erindinu verði lokið í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.

  • 2106599 – Hamranes reitur 3.a breyting á deiliskipulagi

   Kynnt tillaga að deiliskipulgi reitsins og uppbyggingu.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

  • 2106557 – Hamranes reitur R7, fyrirspurn

   Kynnt tillaga að deiliskipulagi reitsins og uppbyggingu hans.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

  • 2106549 – Hringhamar 9, breyting á deiliskipulagi

   Kynnt tillaga að deiliskipulagi reitsins og uppbyggingu hans.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

  • 2107307 – Áshamar 1A-2A, umsókn um deiliskipulag

   Kynnt tillaga að deiliskipulagi reitsins og uppbyggingu hans.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

  • 2108140 – Hringhamar Reitur 25.B,deiliskipulag breyting

   Kynnt tillaga að deiliskipulagi reitsins og uppbyggingu hans.

   Til kynningar.

  • 2107046 – Drangsskarð 8, breyting á deiliskipulagi

   HAMRABERG, BYGGINGARFÉLAG ehf. óskar eftir breytingu á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun íbúða úr tveimur í þrjár á lóðinni Drangsskarð 8. Byggingarreitur og byggingarmagn helst óbreytt. Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í fyrirspurnarerindi þann 29.6.sl.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir samþykkir að grenndarkynna tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Drangsskarði 8 í samræmi við skipulagslög.

  • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi

   Lögð fram ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu skv. lögum nr. 106/2010 um mat á umhverfisáhrifum.

   Lagt fram.

  • 1803160 – Ærslabelgur

   Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar 29. júní sl.voru ræddar athugasemdir við uppsetningu á ærslabelg við Hamravelli. Tekið til áframhaldandi umræðu.

   Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa og samþykkt að tillaga um ærslabelg við Hamravelli verði grenndarkynnt.

  • 2105218 – Sörlaskeið 13, stækkun lóðar

   Sörlaskeið ehf sækir 14.05.2021 um stækkun á inni aðstöðu (kennslu og þjálfunar aðstöðu) og stækkun á hesthúsaplássi.

   Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn skipulagsfulltrúa um erindið.

  Fyrirspurnir

  • 2106231 – Drangsskarð 13 og Hádegisskarð 22, fyrirspurn

   Þann 10.6. sl. leggur Kristinn Ragnarsson inn fyrirspurn til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir að gera deiliskipulagsbreytingar á deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga er nær til lóða við Drangsskarð 13 og Hádegisskarð 22. Breytingin gerir ráð fyrir sameiningu lóða og tilfærslu á byggingarreitum sem taka mið að því að minnka innskot milli eignarhluta. Allir eignarhlutar verði 2 hæðir með tilheyrandi hækkun á hæðarskilum og breikkun á byggingarreitum um 1 m. Hæð húsa hækkar sem nemur á bilinu 0,8-1,0 m. Íbúðafjöldi eykst úr fjórum íbúðum í sex íbúðir. Að öðru leyti gilda skilmálar gildandi deiliskipulags.

   Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn skipulagsfulltrúa um erindið.

Ábendingagátt