Skipulags- og byggingarráð

7. september 2021 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 741

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
  • Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Jónas Svavarsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Ívar Bragason bæjarlögmaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Ívar Bragason bæjarlögmaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1907017 – Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting

      Kynnt vinna við umhverfislýsingu ásamt jarðvegsathugun. Fulltrúar VSÓ mæta til fundarins.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.

    • 2107307 – Áshamar reitur 1.A-2.A, deiliskipulag

      Varmárbyggð ehf. leggur 17.7.2021 inn tillögu að deiliskipulagi Áshamars 1A-2A. Tillagan gerir ráð fyrir 6 fjögurra til fimm hæða fjölbýlishúsum með allt að 170 íbúðum með möguleika á kjallara. Gert er ráð fyrir bílastæðum ofan- og neðanjarðar.

      Erindi frestað.

    • 2108589 – Áshamar reitur 9.A, deiliskipulag

      Hamravellir ehf, leggja fram nýtt deiliskipulag fyrir reit 9a.
      Skipulagshöfundur kynnir.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.

    • 2102611 – Hverfisgata 49, breyting á deiliskipulagi

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 10. ágúst s.l. greinargerð skipulagsfulltrúa dags. 26.07.2021 og lagði til við umsækjanda að leggja fram uppfærð gögn í samræmi við framangreinda greinargerð. Ný gögn hafa borist og erindið tekið fyrir á ný.

      Með vísan til greinargerð skipulagsfulltrúa dags. 26.7.2021 hafnar skipulags- og byggingarráð erindinu eins og það liggur fyrir.

    • 2008399 – Suðurgata 18, lóðarstækkun, breyting lóðar

      Þann 8. apríl s.l. vísaði bærjarráð til skipulags- og byggingarráðs tillögu að deiliskipulagi sem gerði ráð fyrir m.a breyttum lóðarmörkum Suðurgötu 18. Lögð fram tillaga að endurskoðaðri lóðarstærð og skilmálum.

      Erindi frestað.

    • 2103133 – Miðbær, deiliskipulag reitur 1

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 29. júní s.l. var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi miðbæjar Hafnarfjarðar. Breytingin nær til reits sem afmarkast af Strandgötu, Reykjavíkurvegi, Austurgötu og Linnetsstíg. Í breytingunni felst m.a. að byggingarheimildum frá 2001 er breytt. Afgreiðsla skipulags- og byggingarráðs var staðfest 1. júli sl. af bæjarráði í umboði bæjarstjórnar.
      Tillagan var auglýst tímabilið 15.07.-26.08.2021. Kynningarfundur var haldinn 25.8.2021. Frestur til að skila inn athugasemdun var framlengdur til 31.8.2021. Athugasemdir bárust.

      Lagt fram og skipulagsfulltrúa falið að svara framkomnum athugasemdum.

    • 2106230 – Strandgata 26-30 breyting á deiliskipulag

      Á fundi bæjarstjórnar þ. 23. júní sl. var afgreiðsla skipulags- og byggingarráðs frá 15. júní sl. er varðar breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Strandgata 26-30 staðfest og að málsmeðferð fari skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga.
      Breytingartillagan gerir ráð breyttu byggingarmagni á lóð ásamt blandaðri starfsemi svo sem íbúðir, verslun, þjónustu og hótelrekstur.
      Tillagan var auglýst frá 02.07. – 16.08.2021. Frestur til að skila inn athugasemdum var framlengdur til 31.8.2021. Ábending barst frá Veitum ohf.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög og að erindinu verði vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 1706356 – Miðbær, deiliskipulag, endurskoðun

      Tekið til umræðu.

      Skipulags- og byggingarráð leggur til að farið verði í vinnu við mótun heildarsýnar fyrir uppbyggingu og skipulag miðbæjar þar sem skýrsla starfshóps um skipulag miðbæjar verði höfð til hliðsjónar.

    • 2101519 – Ásland 4, deiliskipulag

      Lögð fram drög að skilmálum til kynningar.

      Óli Örn Eiríksson vék af fundi eftir níunda dagskrárlið kl. 11:02.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1110006 – Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag

      Lögð fram drög að deiliskipulagi vesturbæjar ásamt greinargerð og skilmálum.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2109216 – Kapelluhraun, vegstæði

      Lagðar fram og kynntar hugmyndir að breytingu deiliskipulags Álhellu 1 og Kapelluhrauns.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2106248 – Selhraun suður, aðalskipulagsbreyting

      Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar.

      Lagt fram.

    • 2108449 – Vitastígur, umferðaröryggi, vistgata, breyting á götu

      Lagt fram erindi íbúa við Vitastíg.

      Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til umsagnar hjá umhverfis- og skipulagssviði.

    • 2106521 – Úrskurðarnefnd um upplýsingamál, kæra, aðgangur að gögnum

      Lagður fram úrskurður nr. 1038/2021 úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

    • 2109237 – Göngu- og hjólastígar

      Tekið til umræðu.

      Helga Stefánsdóttir forstöðumaður mætti til fundarins undir 15. dagskrárlið.

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að koma með tillögur að hjólastígum sem gætu komið til framkvæmdar á næsta ári.

    Fundargerðir

    • 2108015F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 849

      Lögð fram fundargerð 849. fundar.

Ábendingagátt