Skipulags- og byggingarráð

21. september 2021 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 742

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
  • Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Vaka Dagsdóttir varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason bæjarlögmaður.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason bæjarlögmaður.

  1. Almenn erindi

    • 1110006 – Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag

      Lögð fram tillaga að deiliskipulagi ásamt greinargerð fyrir vesturbæ Hafnarfjarðar. Deiliskipulagstillagan hefur áhrif á mörk aðliggjandi deiliskipulaga og verða þau leiðrétt samhliða. Þar sem tillagan gengur yfir eldri deiliskipulög, verða þau felld úr gildi. Auk þess er lögð fram tillaga að verndarsvæði í byggð ásamt húsakönnun. Gögnunum fylgja fylgiskjöl og eru hluti skipulagsgagna skilmálablöð ásamt skýringum.

      Tekið til umræðu.

    • 2103133 – Miðbær, deiliskipulag reitur 1

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 29. júní s.l. var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi miðbæjar Hafnarfjarðar. Breytingin nær til reits sem afmarkast af Strandgötu, Reykjavíkurvegi, Austurgötu og Linnetsstíg. Í breytingunni felst m.a. að byggingarheimildum frá 2001 er breytt. Afgreiðsla skipulags- og byggingarráðs var staðfest 1. júli sl. af bæjarráði í umboði bæjarstjórnar.
      Tillagan var auglýst tímabilið 15.07.-26.08.2021. Kynningarfundur var haldinn 25.8.2021. Frestur til að skila inn athugasemdum var framlengdur til 31.8.2021. Athugasemdir bárust. Á fundi skipulags- og byggingarráðs 7.9.2021 var skipulagsfulltrúa falið að svara framkomnum athugasemdum.
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa ásamt uppfærðum uppdrætti þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda sem bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærð gögn vegna breytinga á deiliskipulagi reitar 1 og að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 2107307 – Áshamar reitur 1.A-2.A, deiliskipulag

      Varmárbyggð ehf. lagði 17.7.2021 inn tillögu að deiliskipulagi Áshamars 1A-2A. Tillagan gerir ráð fyrir 6 fjögurra til fimm hæða fjölbýlishúsum með allt að 170 íbúðum með möguleika á kjallara. Gert er ráð fyrir bílastæðum ofan- og neðanjarðar. Lögð fram uppfærð gögn.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að uppfærð gögn að deiliskipulagi reitsins verði auglýst í samræmi við skipulagslög. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 2108589 – Áshamar reitur 9.A, deiliskipulag

      Hamravellir ehf. lagði 20.8.2021 inn tillögu að deiliskipulagi Áshamars reit 9A. Tillagan gerir ráð fyrir fjórum fjölbýlishúsum á 4 -5 hæðum auk bílakjallara og möguleika á kjallara undir húsunum sem nýtist fyrir geymslur. Gert er ráð fyrir allt að 80 íbúðum. Gert er ráð fyrir bílastæðum ofanjarðar og neðanjarðar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi reitsins verði auglýst í samræmi við skipulagslög. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 2102611 – Hverfisgata 49, breyting á deiliskipulagi

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 10. ágúst s.l. greinargerð skipulagsfulltrúa dags. 26.07.2021 og lagði til við umsækjanda að leggja fram uppfærð gögn í samræmi við framangreinda greinargerð. Lögð fram uppfærð gögn.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærð gögn að deiliskipulagi lóðar og að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 2008399 – Suðurgata 18, lóðarstækkun, breyting lóðar

      Þann 8. apríl s.l. vísaði bærjarráð til skipulags- og byggingarráðs tillögu að deiliskipulagi sem gerði ráð fyrir m.a breyttum lóðarmörkum Suðurgötu 18. Lögð fram ný tillaga að endurskoðaðri lóðarstærð og skilmálum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu deiliskipulagsins og að henni verði vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 2106116 – Lækjargata 2, byggingaleyfi, útgáfa, mál nr. 77 árið 2021, kæra

      Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli 77/2021.

      Lagt fram og umhverfis- og skipulagssviði falið að bregðast við úrskurðinum.

    • 2003034 – Aðalskipulag Grindavíkur 2018-2032, breyting, umsagnarbeiðni

      Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grindavíkur. Óskað er eftir umsögn Hafnarfjarðar.

      Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við breytinguna.

    Fyrirspurnir

    • 2102218 – Glimmerskarð 2-6 og 8-12, fyrirspurn

      Lögð fram að nýju fyrirspurn Sjónvers ehf. þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi Skarðshlíðar 3. áfanga er nær til lóðanna við Glimmerskarð 2-6 og 8-12. Lögð er fram hugmynd um raðhús í stað stakstæðra húsa.

      Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir.

    • 2101532 – Skipulags- og byggingarráð, fyrirspurnir kjörinna fulltrúa

      Lagðar fram fyrirspurnir fulltrúa Viðreisnar. Óskað er eftir því að ráðið fái kynningu á ferðavenjukönnun SSH og Vegagerðarinnar. Lögð fram kynning SSH og strætó bs. Einnig er óskað eftir kynningu frá bæjaryfirvöldum á helstu niðurstöðum sem komu í ljós við gagnaöflun um efnahagsleg áhrif af uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni sem bæjarráð fól bæjarstjóra að taka saman á fundi sínum 20. júní 2019.

      Lögð fram ferðavenjukönnun SSH og Strætó dagsett í mars 2020. Fyrirspurn varðandi Hvassahraun er vísað til bæjarráðs.

    Fundargerðir

    • 2109001F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 850

      Lögð fram fundargerð 850. fundar.

      Lagt fram.

    • 2109009F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 851

      Lögð fram fundargerð 851. fundar.

      Lagt fram.

    • 2109013F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 852

      Lögð fram fundargerð 852. fundar.

      Lagt fram.

Ábendingagátt