Skipulags- og byggingarráð

19. október 2021 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 744

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
 • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
 • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
 • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
 • Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir forstöðumaður.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir forstöðumaður.

 1. Almenn erindi

  • 2110307 – Hamranes reitur 4A, deiliskipulag

   Lögð fram til kynningar tillaga Jóhanns Arnar Logasonar fh. lóðarhafa um nýtt deiliskipulag í Hamranesi, Áshamar, reitur 4.A.

   Lagt fram til kynningar.

  • 2109411 – Völuskarð 32, breyting á deiliskipulagi

   Afgreiðslufundur skipulags og byggingarfulltrúa þann 6.10.2021 vísar erindi Ragnars Kaspersens dags. 13.9.2021 um breytingu á deiliskipulagi í 3. áfanga Skarðshlíðar vegna Völuskarðs 32 til skipulags- og byggingarráðs. Tillagan felur í sér fjölgun íbúða og bílastæða.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna erindið.

  • 2105241 – Þúfubarð 3 og 5, breyting á deiliskipulagi

   Alma Pálsdóttir, Þúfubarði 3, óskaði eftir deiliskipulagsbreytingu vegna lóðanna Þúfubarðs 3 og Þúfubarðs 5.
   Samþykkt var að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 19.5.2021 sbr. ákvæði 2. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Erindið var grenndarkynnt 7.6.-5.7.2021. Athugasemdir bárust. Óskað var viðbótargagna.
   Lögð fram viðbótargögn dags. 8.10.2021 er taka til skuggavarps.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn í samræmi við skipulagslög.

  • 2110232 – Hellnahraun, gatnakerfi

   Kynnt drög að tillögu er tekur til breytinga á gatnakerfi svæðisins.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1210498 – Suðurbær nýtt deiliskipulag

   Tekið til umræðu deiliskipulag Suðurbæjar sunnan Hamars.

   Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að skoða mögulegar útfærslur á lausn umferðarmála á mótum Hringbrautar og Selvogsgötu.

  • 2103409 – Opið svæði, útfærsla, Hlíðarbraut, Holtsgata og Hringbraut

   Lögð fram tillaga að opnu svæði sem afmarkast af Hlíðarbraut, Holtsgötu og Hringbraut dags. 15.10.2021.

   Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráði.

  Fyrirspurnir

  • 2102218 – Glimmerskarð 2-6 og 8-12, fyrirspurn

   Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Sjónvers ehf. þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi Skarðshlíðar 3. áfanga er nær til lóðanna við Glimmerskarð 2-6 og 8-12. Lögð er fram hugmynd um raðhús í stað stakstæðra húsa.

   Tekið til umræðu.

  Fundargerðir

  • 1901181 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

   Lögð fram fundargerð 102 fundar SSK ásamt tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2022.

  • 2110004F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 854

   Lögð fram fundargerð 854. fundar.

  • 2110011F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 855

   Lögð fram fundargerð 855. fundar.

Ábendingagátt