Skipulags- og byggingarráð

18. janúar 2022 kl. 08:30

á fjarfundi

Fundur 750

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
  • Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Ósk Soffía Valtýsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Ívar Bragason bæjarlögmaður, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Helga Stefánsdóttir forstöðumaður.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Ósk Soffía Valtýsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Ívar Bragason bæjarlögmaður, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Helga Stefánsdóttir forstöðumaður.

  1. Almenn erindi

    • 2101519 – Ásland 4, deiliskipulag

      Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Áslands 4 ásamt greinargerð.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa deiliskipulag Áslands 4 samhliða breytingu á aðalskipulagi Áslands 4 og 5 í samræmi við skipulagslög og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2011564 – Flensborgarhöfn, deiliskipulag

      Lögð fram bókun Hafnarstjórnar frá 17.11.2021 um að hefja í samvinnu við umhverfis- og skipulagssvið varðandi undirbúning að vinnu við hönnun og deiliskipulag fyrir Hamarshöfn og landfyllingar þar í kring og vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.
      Um er að ræða svæði frá austurhluta Hamarshafnar að grjótgarði við slippsvæðið.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafinn verði undirbúningur að vinnu við hönnun og deiliskipulag fyrir Hamarshöfn og landfyllingar þar í kring.

    • 1701175 – Selhraun suður, breyting á deiliskipulagi

      Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Selhrauns suðurs dags. 17.01.2022.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa deiliskipulag Selhrauns suðurs samhliða breytingu á aðalskipulagi Selhrauns suðurs í samræmi við skipulagslög og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2107307 – Áshamar reitur 1.A-2.A, deiliskipulag

      Tekið fyrir að nýju erindi Varmárbyggðar dags. 17.7.2021 um samþykki fyrir nýju deiliskipulag í Hamranesi, Áshamar, reitur 1.A og 2.A. Skipulags- og byggingarráð samþykkti 21.9.2021 að deiliskipulag reits 1.A og 2.A yrði auglýst í samræmi við skipulagslög og vísaði til bæjarstjórnar til samþykktar. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 29. sama mánaðar. Erindið var auglýst tímabilið 19.10-30.11.2021. Engar athugasemdir bárust. Lögð fram tillaga með skuggavarpsmyndum sem sýna hvernig skuggi fellur að aðliggjandi lóðum dags. 13.1.2022.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2201064 – Hamranes reitur 19.B, deiliskipulag

      Ásgeir Ásgeirsson fh. lóðarhafa leggur 3.1.2022 inn tillögu að deiliskipulagi reitar 19.B dags. 22.12.2021. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur 4-7 hæða fjölbýlishúsum með allt að 70 íbúðum. Gert er ráð fyrir bílastæðum ofanjarðar og möguleika á geymslum í kjallara.
      Skipulags- og byggingarráð óskaði umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs á fundi sínum þann 7.1.2022. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs lögð fram.

      Erindinu er frestað á milli funda.

    • 2201386 – Athafnasvæði Sörla, breyting á deiliskipulagi

      Lögð fram tillaga um að hafin verði vinna við breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis Sörla vegna færslu á göngu, reið og aksturstengingum ásamt nýju bílastæði.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis Sörla skv. tillögum starfshóps.

    • 2201385 – Gráhelluhraun, nýtt deiliskipulag

      Lögð fram tillaga um að hafin verði vinna við deiliskipulag Gráhelluhrauns.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við deiliskipulag Gráhelluhrauns.

      Fulltrúi Bæjarlistans fagnar þeim þeim hugmyndum sem lagðar eru hér fram um breytingu á fyrirkomulagi reiðvega og göngustíga í Gráhelluhrauni. Með breytingunum myndi svæðið nýtast mun betur fyrir hestamenn og gangandi fólk. Þær myndu jafnframt tryggja betur öryggi þeirra sem um stígana fara.

    • 2110443 – Óseyrarbraut 27b, breyting á deiliskipulagi

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti 16.11.2021 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Óseyrarbrautar 27b. Hafnarstjórn staðfesti samþykktina á fundi sínum þann 17.11.2021. Breytingin felst í
      nýjum byggingarreit á austurhluta lóðar og aðkomu að lóð frá Óseyrarbraut á móts við miðjan nýja
      byggingarreitinn. Tillaga að breyttu deiliskipulagi var auglýst þann 30.11.2021 með athugasemdafresti til 11.01.2022.
      Engin athugasemd barst.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2109411 – Völuskarð 32, breyting á deiliskipulagi

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 19. október sl. var samþykkt að grenndarkynna erindi vegna breytinga á deiliskipulagi í samræmi við 2. gr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
      Breytingin felst í að Völuskarð 32 verði tvíbýli í stað einbýlishús. Stæðum á lóð er fjölgað um tvö og gert er ráð fyrir opnu bílskýli. Að öðru leiti gilda skilmálar deiliskipulagsins. Erindið var grenndarkynnt 7.12-2021-7.1.2022. Athugasemdir bárust. Umsögn skipulagsfulltrúa vegna framkominna athugasemda lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir framkomnar athugasemdir og hafnar breytingu á deiliskipulagi Völuskarðs 32.

    • 2008399 – Suðurgata 18, lóðarstækkun, breyting lóðar

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 21. september sl. var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Suðurgötu 18. Bæjarstjórn staðfesti samþykkt skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 29. september sl. Tillagan var auglýst frá 22.10-3.12.2021. Athugasemdir bárust.
      Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa þann 14.12.2021 að taka saman umsögn vegna framkominna athugasemda.

      Tekið til umræðu og afgreiðslu frestað á milli funda.

    • 2012157 – Suðurhella 10, óleyfisframkvæmdir, óleyfisbúseta

      Farið yfir stöðu mála.

      Tekið til umræðu.

    • 2110603 – Strandgata 30, Fjarðargata 13-15, samruni lóða og lóðarleigusamningur

      Lagt fram til kynningar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2010458 – Kolefnisförgun í Straumsvík, Kolefnisförgunarver, Carbfix Coda Terminal

      Tekið til umræðu.

      Tekið til umræðu.

    • 2106263 – Hafnarfjarðarbær, heildstæð stefnumótun, heimsmarkmið

      Teknar til umræðu áherslur skipulags- og byggingarráðs í heildarstefnumótum Hafnarfjarðrarbæjar með tenginu við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

      Tekið til umræðu.

    Fyrirspurnir

    • 2112107 – Hringhamar 30b, fyrirspurn

      Þann 6.12.2021 leggja ÞG verktakar inn fyrirspurn varðandi deiliskipulag reitar 30b. Gert er ráð fyrir 4-6 hæðum, stöllun húsa, 55 íbúðum og heimild til atvinnuhúsnæðis á jarðhæð. Gert er ráð fyrir bílakjallara, geymslum og þjónusturými neðanjarðar.
      Skipulags- og byggingarráð óskaði umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs á fundi sínum þann 7.1.2022. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið með vísan til minnisblaðs skipulagsfulltrúa.

    • 2112214 – Linnetstígur 1, fyrirspurn

      Lögð fram fyrirspurn Dyr ehf. vegna bílakjallara undir nýbyggingu við Linnetstíg 1.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman umsögn vegna fyrirspurnarinnar.

    • 2101532 – Skipulags- og byggingarráð, fyrirspurnir kjörinna fulltrúa

      Lögð fram fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingarinnar í skipulags- og byggingaráði, Stefáni Má Gunnlaugssyni:

      1. Fyrirspurnir um Hamranes og Skarðshlíð
      a. Hvenær er áætlað að hverfin verði að fullu uppbyggð?
      b. Þegar hverfinu eru að fullu uppbyggð hvað er áætlað að margir íbúar verði í hverfinu? Óskað er eftir að gerð sé grein fyrir áætluðum fjölda leik- og grunnskólabarna.
      c. Hvenær er áætlað að hafin verði bygging grunn- og leikskóla í Hamraneshverfinu?

      2. Fyrirspurn um framtíðarbyggingarsvæði
      a. Fyrir utan Ásland 4 og Hraun-Vestur hvar er áætlað að verði næsta nýbyggingarsvæði fyrir íbúðarbyggð í Hafnarfirði samkvæmt aðalskipulagi?
      b. Hvenær er áætlað að vinna við deiliskipulag hefjist á þeim svæðum?

      3. Fyrirspurn um Hamranes- og Hnoðraholtslínu
      Á fundi skipulags- og byggingaráðs þann 26. janúar, 2021, bókaði ráðið að Hamraneslína þurfi að víkja og Hnoðraholtslína fari í jörðu og því beint til bæjarstjóra að hafnar verði viðræður við Landsnet um það.
      a. Hver er staðan á þeim viðræðum?
      b. Hvenær er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við að fjarlægja Hamraneslínu og setja Hnoðraholtslínu í jörðu.

      4. Fyrirspurn um Hraun-Vestur
      a. Hvenær er áætlað að framkvæmdir hefjist við uppbyggingu íbúðarbyggðar á Hraun-Vestur?
      b. Hver er áætlunin um uppbyggingu hverfisins?

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að taka saman svör við framkomnum fyrirspurnum.

    • 2201455 – Álhella 1, fyrirspurn

      Sigurður Einarsson mætir til fundarins og kynnir hugmyndir að breytingum athafnasvæðis Hringrásar.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.

    Fundargerðir

    • 2112029F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 866

      Lögð fram fundargerð 866. fundar.

    • 2201003F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 867

      Lögð fram fundargerð 867. fundar.

Ábendingagátt