Skipulags- og byggingarráð

1. febrúar 2022 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 751

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
  • Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Einar Pétur Heiðarsson varamaður

Ágúst Bjarni Garðarsson vék af fundi kl. 10:50.

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir landlagsarkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Ósk Soffía Valtýsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason bæjarlögmaður.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Ágúst Bjarni Garðarsson vék af fundi kl. 10:50.

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir landlagsarkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Ósk Soffía Valtýsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason bæjarlögmaður.

  1. Almenn erindi

    • 2107207 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 breyting, Ásland 4 og 5

      Lögð fram uppfærð tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Áslands 4 og 5. Breytingin snýr að afmörkun svæðis og legu umferðatenginga. Ásland 4 og 5 norðan Ásvallabrautar verður Ásland 4.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Áslands 4 og 5 verði auglýst samhliða deiliskipulagi Áslands 4 í samræmi við skipulagslög og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2106248 – Selhraun suður, aðalskipulagsbreyting

      Lögð fram uppfærð tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Selhrauns suður. Breytingin snýr að afmörkun svæðis og landnýtingarflokk.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Selhrauns suður verði auglýst samhliða breytingu á deiliskipulagi Selhrauns suðurs í samræmi við skipulagslög og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

      Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leyfisveitingar og þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillöguna og vísar til samþykktar í bæjarstjórn.

    • 1110006 – Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti 6.10.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi vesturbæjar og vísaði til staðfestingar í bæjarstjórn. Bæjarstjórn staðfesti samþykkt skipulags- og byggingarráðs þann 13.10.2021. Tillagan var auglýst 19.10.2021-30.11.2021 og var athugasemdafrestur framlengdur til 9.12.2021. Athugasemdir bárust.
      Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa þann 14.12.2021 að taka saman umsögn vegna framkominna athugasemda. Drög að umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.

      Tekið til umræðu.

    • 2108447 – Álfaberg 24h, deiliskipulags breyting

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkti á fundi sínum 6.10.2021 að grenndarkynna erindi
      HS Veitna vegna breytingu á deiliskipulagi. Breytingin snýr að tilfærslu dreifistöðvar við Álfaberg. Tillagan var grenndarkynnt tímabilið 2.12-30.12.2021. Athugasemd barst. Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð synjar erindi HS Veitna eins og það liggur fyrir.

    • 2104435 – Hverfisgata 12, skipulagsfulltrúa, breyting á deiliskipulagi

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar dags. 28. júlí 2021 var samþykkt að grenndarkynna erindi eiganda Hverfisgötu 12, Guðmundar Más Ástþórssonar dags. 20.4.2021. Sótt var um leyfi til að hækka byggingarmagn frá 150m² í 200,2 m² sem felur í sér aukið nýtingarhlutfall á lóðinni frá 0,66 í 0,88.
      Erindið var grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 14. janúar 2022. Athugasemdir bárust. Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2111279 – Reykjanesbraut, deiliskipulag

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. desember 2021 að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Reykjanesbraut í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
      Deiliskipulagið gerir ráð fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar með tengibraut sem mun þjónusta iðnaðarsvæðið í Kapelluhrauni og Hellnahrauni og afmarkast frá afleggjara til Krýsuvíkur að sveitarfélagsmörkum Hafnarfjarðar og Voga alls 5.6 km. Deiliskipulagið var auglýst tímabilið 13.12.2021-24.1.2022. Athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman umsögn vegna framkominna athugasemda.

    • 2112056 – Tinnuskarð 6, breyting á deiliskipulag

      Erindi Matthíasar Óskars Barðasonar fh. lóðarhafa dags. 3.12.2021 um breytingu á deiliskipulagi Tinnuskarðs 6 var vísað til skipulags- og byggingarráðs frá afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 26.1.2022. Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í fyrirspurnarerindi á fundi sínum þann 16.11.sl. og samþykkti að grenndarkynna tillöguna þegar fullnægjandi gögn bærust. Tillagan gerir ráð fyrir auknu byggingarmagni um 10fm og nýtingarhlutfall fer úr 0,525 í 0,534. Erindið var grenndarkynnt 15.12.2021-15.1.2022. Athugasemd barst. Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa og samþykkir erindið og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2201223 – Hverfisgata 49, deiliskipulag, mál nr. 1, 2 og 3 árið 2022, kæra

      Lagðar fram 3 stjórnsýslukærur þar sem kærð er ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 29. september 2021 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir Hverfisgötu 49.

      Lagt fram.

    • 2201569 – Völuskarð 32, deiliskipulag, mál nr. 15 árið 2022, kæra

      Lögð fram stjórnsýslukæra er barst Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála þann 20. janúar 2022 vegna synjunar skipulags- og byggingarráðs á umsókn kæranda um breytingu á deiliskipulagi við Völuskarð 32.

      Lagt fram.

    • 2012229 – Suðurnesjalína 2, framkvæmdaleyfi

      Framkvæmdaleyfi SN2 tekið til umræðu. Stefán B Thors hjá VSÓ kynnir greinargerð.

      Skipulags- og byggingarráð vísar drögum að greinargerð til umsagnar Umhverfisstofnunar og umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðarbæjar.

    • 1903510 – Hellnahraun 3. áfangi, endurskoðun deiliskipulags

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 08.12.2021 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi þriðja áfanga Hellnahrauns í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða endurskoðun vestur hluta deiliskipulagsins og uppfærslu austur hluta svæðisins.

      Vegna breytingar á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025 heyrir svæðið til landnýtingarflokks AT3 athafnasvæðis í stað flokka B1 (AT3) og B2 (I3). Breytingin felur einnig í sér að byggingarreitir stækki, nýtingarhlutfall hækki úr 0,5 í 0,6. Hámarkshæð bygginga verði 12m í stað 8,5m, heimilað verði að sameina lóðir og að hnika til innkeyrslum skv. skilmálum. Lóðum veitustofnana fjölgi á svæðinu og gert verði ráð fyrir tveimur nýjum tengingum út úr hverfinu til suðurs. Tillagan var auglýst 14.12.2021-25.1.2022. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu í samræmi við skipulagslög.

    • 2110101 – Álfhella 2 og Einhella 1, beyting á deiliskipulag

      Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 16.11.2021 að auglýsa tillögu Agros Móhellu 1 ehf. að breyttu deiliskipulagi lóðanna Álfhellu 2 og Einhellu 1 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Hellnahrauns 2. áfanga. Í deiliskipulagsbreytingunni felst að lóðirnar sameinast í eina lóð og verði Einhella 1. Einnig verður innkeyrslum fjölgað og færðar til, bundin byggingarlína dettur út og byggingarreitur stækkaður. Hámarks hæð útveggja verði 10,5m. Tillagan var auglýst 14.12.2021-25.1.2022. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu í samræmi við skipulagslög.

    • 2104503 – Gjáhella 9, deiliskipulag

      Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 30.11.2021 að auglýsa tillögu Járn og blikk ehf. dags. 26.4.2021 að breyttu deiliskipulagi lóðanna Gjáhellu 7,9 og 11 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Hellnahrauns 2. áfanga.
      Í deiliskipulagsbreytingunni felst breyting á lóðarmörkum, innkeyrslum og hæðarafsetningu lóðar nr. 9. Kvöð um sameiginlegan innakstur lóða nr. 7 og 9 fellur niður, á nýrri innkeyrslu lóða nr. 9 og 11. verður kvöð um sameiginlegan innakstur. Lóð nr. 9 minnkar og lóð nr. 7 stækkar.
      Tillagan var auglýst 14.12.2021-25.1.2022. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu í samræmi við skipulagslög.

    • 2201563 – Bláfjallasvæðið, framkvæmdaleyfi

      Lögð fram til kynningar umsókn Samtaks sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 20.1.2022 um framkvæmdaleyfi til borunar á fjórum nýjum rannsóknarholum til grunnvatnsmælinga á Bláfjallasvæðinu.

      Lagt fram til kynningar.

    Fyrirspurnir

    • 2112214 – Linnetsstígur 1, fyrirspurn

      Lögð fram að nýju fyrirspurn Dyr ehf. vegna bílakjallara undir nýbyggingu við Linnetsstíg 1.
      Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa að taka saman umsögn vegna fyrirspurnarinnar á fundi sínum þann 18.1.2022. Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagfulltrúa.

    Fundargerðir

    • 2201007F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 868

      Lögð fram fundargerð 868. fundar.

    • 2201017F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 869

      Lögð fram fundargerð 869. fundar.

Ábendingagátt