Skipulags- og byggingarráð

15. febrúar 2022 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 752

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurjón Ingvason varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Ívar Bragason bæjarlögmaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Ívar Bragason bæjarlögmaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2106263 – Hafnarfjarðarbær, heildstæð stefnumótun, heimsmarkmið

      Lagðar fram áherslur skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð vísar áherslum í 10. liðum til áframhaldandi vinnu við heildarstefnumótun bæjarins.

    • 2201064 – Hamranes reitur 19.B, deiliskipulag

      Tekið fyrir að nýju erindið Ásgeirs Ásgeirssonar fh. lóðarhafa dags. 3.1.2022. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi reitar 19.B dags. 22.12.2021. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur 4-7 hæða fjölbýlishúsum með allt að 70 íbúðum. Gert er ráð fyrir bílastæðum ofanjarðar og möguleika á geymslum í kjallara. Skipulags- og byggingarráð óskaði umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs á fundi sínum þann 7.1.2022. Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs ásamt uppfærðri tillögu og greinargerð.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi reitar 19.B og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2202097 – Hamranes, þróunarreitur 30B, deiliskipulag

      ÞG verktakar sækja 2.2.2022 um nýtt deiliskipulag fyrir Hringahamar 30b. Tillagan gerir ráð fyrir 55 íbúðum 5-6 hæðir og bílakjallari, geymslur og þjónusturými verði neðanjarðar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi reitar 19.B og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2201454 – Hraun vestur Hjallar, deiliskipulag

      Batteríið arkitektar sækja 17.1.2022 um deiliskipulag fyrir Hraun vestur Hjallar, reiti 3.3 og 3.4 skv. tillögu dags. 21.12.2021. Tillagan gerir ráð fyrir 267 íbúðum á 4-5 hæðum.

      Lagt fram til kynningar og vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

    • 2112019 – Drangsskarð 13, breyting á deiliskipulagi

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkti þann 22.12.2021 að grenndarkynna erindi Hamraberg byggingarfélags ehf. dags. 1.12.2021 vegna breytingu á deiliskipulagi. Breytingin gerir ráð fyrir sameiningu lóða og tilfærslu ábyggingarreitum sem taka mið af því að minnka innskot milli eignarhluta. Allir eignarhlutar verða 2. hæðir með tilheyrandi hækkun á hæðarskilum og breikkun á byggingarreitum um1 m. Hæð húsa hækkar sem nemur á bilinu 0,8-1,0 m. íbúðafjöldi eykst úr fjórum í sex. Tillagan var grenndarkynnt 28.12.2021-26.1.2022. Athugasemdir bárust. Lögð fram svör við athugasemdum.

      Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu eins og það liggur fyrir.

    • 2111279 – Reykjanesbraut, deiliskipulag

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. desember 2021 að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Reykjanesbraut í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
      Deiliskipulagið gerir ráð fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar með tengibraut sem mun þjónusta iðnaðarsvæðið í Kapelluhrauni og Hellnahrauni og afmarkast frá afleggjara til Krýsuvíkur að sveitarfélagsmörkum Hafnarfjarðar og Voga alls 5.6 km. Deiliskipulagið var auglýst tímabilið 13.12.2021-24.1.2022. Athugasemdir bárust. Lögð fram umsögn og uppfærð gögn til samræmis við hana.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærð gögn og umsögn skipulagsfulltrúa og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn í samræmi við skipulagslög.

    • 2111309 – Hellnahraun 4, deiliskipulag

      Kynnt drög að deiliskipulagi iðnaðarsvæðis í Hellnahrauni 4. Skipulagshöfundur mætir til fundarins.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.

    • 1110006 – Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti 6.10.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi vesturbæjar og vísaði til staðfestingar í bæjarstjórn. Bæjarstjórn staðfesti samþykkt skipulags- og byggingarráðs þann 13.10.2021. Tillagan var auglýst 19.10.2021-30.11.2021 og var athugasemdafrestur framlengdur til 9.12.2021. Athugasemdir bárust.
      Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi sínum þann 14.12.2021 að taka saman umsögn vegna framkominna athugasemda. Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.

      Tekið til umræðu.

    • 2201607 – Álhella 1, lagning ljósleiðara

      Lagt fram erindi dags. 24.1.2022 frá Orkufjarskiptum vegna ljósleiðarastreng frá tengivirkinu í Hamranesi, yfir í Álverið, í gegnum Tinhellu. Um er að ræða streng sem kemur við þar sem áður var Gasaflstöð Landsvirkjunar, og liggur þaðan í röri með háspennustrengjum yfir í Alverið. Í framhaldi mun svo Hringrás fjarlægja háspennukaplana yfir í Álverið sem einnig hefur í för með sér að sá ljósleiðari er í hættu.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2007365 – Lyklafellslína 1

      Landsnet óskar með erindi dags. 8.2.2022 eftir afstöðu Hafnarfjarðar vegna útfærslu, núllkostur 2, Hamranes- og Ísallína.

      Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til umsagnar skipulagsfulltrúa.

    Fyrirspurnir

    • 2101532 – Skipulags- og byggingarráð, fyrirspurnir kjörinna fulltrúa

      Lögð fram svör umhverfis- og skipulagssviðs við fyrirspurnum fulltrúa Samfylkingarinnar í skipulags- og byggingaráði, Stefáni Má Gunnlaugssyni, sem lögð voru fyrir ráðið þann 18.1.2022.

      Lagt fram.

    • 2201453 – Hraun vestur Hjallar, fyrirspurn

      Batteríið Arkitektar senda inn fyrirspurn dags. 12.1.2022 þar sem óskað er eftir heimild til að gera tillögu að deiliskipulagi í samræmi við Rammaskipulag fyrir Hraun vestur Hjallar á reit 3.1.

      Lagt fram til kynningar og vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

    Fundargerðir

    • 2201024F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 870

      Lögð fram fundargerð 870. fundar.

    • 2202004F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 871

      Lögð fram fundargerð 871. fundar.

Ábendingagátt