Skipulags- og byggingarráð

15. mars 2022 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 754

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
  • Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi
  • Helga Björg Arnardóttir varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Soffía Valtýsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, ívar Bragason bæjarlögmaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ágúst Bjarni Garðarsson sat fundinn í fjarfundi og vék af fundi kl. 10:45.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Soffía Valtýsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, ívar Bragason bæjarlögmaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ágúst Bjarni Garðarsson sat fundinn í fjarfundi og vék af fundi kl. 10:45.

  1. Almenn erindi

    • 2007341 – Sléttuhlíð, deiliskipulagsbreyting

      Sumarhús í Sléttuhlíð tekið til umræðu á ný.

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að óska eftir teikningum bygginga og staðsetningu frárennsli/rotþróa í Sléttuhlíð.

    • 2111310 – Óseyrarhverfi, deiliskipulag

      Kynnt áframhaldandi vinna við deiliskipulag Óseyrarsvæðis.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.

    • 1110006 – Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag

      Tekið til umræðu.

      Tekið til umræðu.

    • 2112176 – Hamranes reitur 27B, deiliskipulag

      Bæjarstjórn samþykkti 12.1.2022 að auglýsa tillögu Lindabyggðar ehf. að deiliskipulagi reitar 27.B. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur fimm hæða fjölbýlishúsum með 50 íbúðum ásamt reit fyrir einnar hæðar 30 m2 smáhýsi fyrir íbúa. Á jarðhæð sem snýr að Hringhamri verði heimilt að vera með verslun og þjónustu. Tillagan var auglýst 25.1.2022 – 9.1.2022. Lögð fram umsögn Veitna.

      Lagt fram og vísað til úrvinnslu skipulagsfulltrúa.

    • 2203209 – Hamranes reitur 28.B, deiliskipulag

      Dverghamrar ehf. sækja 7.3.2022 um deiliskipulag reitar 28.B. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur 5 hæða fjölbýlishúsum með 46 íbúðum ásamt bílakjallara og smáhýsi.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi reitar 28.B og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2201454 – Hraun vestur Hjallar, deiliskipulag

      Tekin fyrir að nýju umsókn frá Batteríið arkitektar frá 17.1.2022 um deiliskipulag fyrir Hraun vestur Hjallar, reiti 3.3 og 3.4 skv. tillögu dags. 21.12.2021.

      Skipulags- og byggingarráð leggur til að byggingarmagn íbúða verði minnkað og atvinnhúsnæði verði gefið meira rými í takt við leiðbeiningar rammaskipulags.

    Fyrirspurnir

    • 2201453 – Hraun vestur Hjallar, fyrirspurn

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn frá Batteríið Arkitektar dags. 12.1.2022 þar sem óskað er eftir heimild til að gera tillögu að deiliskipulagi í samræmi við Rammaskipulag fyrir Hraun vestur í hverfi 3 á reit 3.1, Hjallar-norðvestur. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið.

    Fundargerðir

    • 1901181 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð 104. fundar.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir bókun fulltrúa Hafnarfjarðar í svæðisskipulagsnefnd. “Fulltrúar Hafnarfjarðar vekja athygli á að Ofanbyggðavegur er skilgreindur í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sem stofnvegur. Elliðavatnsvegur/Flóttamannavegur frá Hafnarfirði í Kópavog liggur að stórum hluta í væntanlegri legu Ofanbyggðavegar, sama á við ef Elliðavatnsvegi/Flóttamannavegi yrði breytt í stofngötu.
      Fulltrúar Hafnarfjarðar benda á að skilgreining á Elliðavatnsvegi/Flóttamannavegi sem skilavegi gengur gegn samþykktu svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og mælast til þess við Alþingi og Vegagerðina að Elliðavatnsvegur/Flóttamannavegur sé ekki skilgreindur sem skilavegur og verði því áfram í umsjón Vegagerðarinnar.”

    • 2202033F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 874

      Lögð fram fundargerð 874. fundar.

    • 2203007F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 875

      Lögð fram fundargerð 875. fundar.

Ábendingagátt