Skipulags- og byggingarráð

14. júní 2022 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 760

Mætt til fundar

  • Skarphéðinn Orri Björnsson formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir varamaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Guðrún Lísa Sigurðardóttir aðalmaður
  • Sigurjón Ingvason áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt, Ívar Bragason bæjarlögmaður, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Helga Stefánsdóttir forstöðumaður.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt, Ívar Bragason bæjarlögmaður, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Helga Stefánsdóttir forstöðumaður.

  1. Almenn erindi

    • 2205659 – Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar

      Lögð fram skipan bæjarstjórnar frá 8. júní sl. í ráð og nefndir.

      Lagt fram.

    • 2206176 – Erindisbréf ráða og nefnda 2022-2024, endurskoðun

      Lögð fram tillaga um endurskoðun erindisbréfs skipulags- og byggingarráðs vegna ýmissa breytinga á lögum og reglugerðum undanfarinna missera svo sem vegna ritunar fundargerða í fundargerðabækur, heimild til fjarfunda ef ráðsmaður er innan sveitarfélagsmarka og viðauka við samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 240/2021.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir endurskoðun erindisbréfs.

    • 2206154 – Skilvirkni á sviði skipulags- og byggingamála

      Lögð fram tillaga 1. Skilvirkni á skipulags- og byggingarsviði frá bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem vísað var til úrvinnslu skipulags- og byggingarráðs frá bæjarstjórn þann 8.6.sl.

      Lagt fram og vísað til úrvinnslu bæjarstjóra.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar fagna því að auka eigi skilvirkni á sviði skipulags- og byggingarmála, Það er hins vegar athyglisvert að það skuli vera nýr meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem hafa farið með völd í bænum síðustu fjögur árin, sem átti sig á því núna – eftir kosningar – að þetta þurfi að laga! Undir það taka jafnaðarmenn. Fyrir kosningar sögðust þessir flokkar hafa skýra sýn í þessum efnum. En nú á að skoða málið. Samfylkingin fagnar því að nýr/gamall meirihluti skuli nú ætla að hlusta á tillögur og áherslur jafnaðarmanna.

      Á síðasta kjörtímabili var glundroði og hringlandi áberandi í skipulags- og byggingarmálum. Málum var vísað fram og til baka í stjórnkerfinu og þurfti að afgreiða oftar en einu sinni með tilheyrandi kostnaði og töfum. Þetta birtist m.a. afar hægri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og fólksfækkun. Það er ljóst að meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ber fulla ábyrgð á óskilvirkninni og glundroðanum, en ekki umhverfis- og skipulagssvið.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja áherslu á vönduð vinnubrögð og skýra framtíðarsýn. Einnig að eiga gott samráð við íbúanna og fara í kröftuga uppbyggingu í bænum.

    • 2206161 – Íbúðir fyrir eldra fólk

      Lögð fram tillaga 4. Íbúðir fyrir eldra fólk frá bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem vísað var til úrvinnslu skipulags- og byggingarráðs frá bæjarstjórn þann 8.6.sl.

      Lagt fram og vísað til úrvinnslu umhverfis- og skipulagssviðs.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar fagna því að það eigi að hraða vinnu við uppbyggingu íbúða fyrir eldra fólk og hjúkrunarheimili í ólíkum hverfum bæjarins.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar harma að það er ekki forgangsmál hjá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks að ráðast í átak í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir ungt fólk eða að vinna á löngum biðlistum eftir félagslegu húsnæði. Árið 2021 fækkaði íbúum í Hafnarfirði í fyrsta skiptið í meira en 80 ár og undanfarin ár hefur fólksfjölgun verið langt undir áætlunum, en á sama tíma hefur verið mikil fólksfjölgun í nágrannasveitarfélögunum. Mest fækkunin var meðal ungs fólks í Hafnarfirði, sem er ekki að finna húsnæði við hæfi og flytur úr bænum. Mikilvægt er að ráðast í átak í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir ungt fólk m.a. annars í samstarfi við óhagnaðardrifin íbúðafélög.

      Samfylkingin hefur barist fyrir byggingu hjúkrunarheimilis og heilsugæslu m.a. á Völlunum um langt árabil og greinilegt að sú barátta er núna að skila árangri. Það sama á ekki við um Sjálfstæðisflokkinn en árið 2013 var samþykkt af öllum flokkum sem þá voru í bæjarstjórn að hefja undirbúning á byggingu hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð. Að baki þeirri ákvörðun lá mikil vinna sem náði aftur til ársins 2006, en svo komst Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta árið 2014 og tók u-beygju og hætti við uppbyggingaráformin. Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki hjúkrunarheimili í þessum hverfum, en nú hefur hann tekið sinnaskiptum og því ber að þakka.

      Einnig er vert að minna á tillögur Samfylkingarinnar að hefjast handa um þjónustuíbúðir fyrir aldraðra á Sólvangssvæðinu í framhaldi af Hafnarhúsunum, sem er í samræmi við áherslur Öldrunarráðs. Það er eitt forgangsmála í þessum efnum.

    • 2206187 – Áshamar 50, reitur 6.A, deiliskipulag

      Eggert Jónasson f.h. Þarfaþing hf. sækir 10.06.2022 um deiliskipulag lóðarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir 5 hæða fjölbýlishúsi með verslun og þjónustu á jarðhæð og allt að 40 íbúðum á 2-5 hæð. Skipulagshöfundur kynnir.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.

    • 2206136 – Straumsvík breyting á aðalskipulagi 2013-2025

      Lögð fram til kynningar skipulags- og matslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi 2013-2025 samhliða breytingu á deiliskipulagi álversins í Straumsvík. Skipulagshöfundar kynna.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.

    • 2109983 – Hellnahraun, aðalskipulagsbreyting þynningarsvæði

      Bæjarstjórn samþykkti 8.12.2022 að auglýsa tillögu dags. 25.11.2021 að breyttu aðalskipulagi Hellnahrauns. Breytingin felur í sér að þynningarsvæði er fellt niður og breytingum á landnotkunarflokkun. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 26.4.2022. Athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt athugasemda og svör.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir samantekt athugasemda og svör skipulagssviðs og samþykkir breytt aðalskipulag Hellnahrauns. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

    • 2204327 – Vikurskarð 6, breyting á deiliskipulagi

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 24. apríl sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. gr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Breytingin snýr að húsgerð, tvíbýli breytt í parhús. Bílastæðum er fjölgað úr 2 í 4. Byggingarmagn eykst um 56 m2 og nýtingarhlutfall hækkar úr N=0,51 í N=0,58. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 3. júní 2022. Athugasemd barst. Lögð fram samantekt athugasemda og svör.

      Skipulags- og byggingarráð synjar framlagðri breytingu á deiliskipulagi og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

    • 2201064 – Hamranes reitur 19.B, deiliskipulag

      Á fundi bæjarstjórnar þann 23. febrúar sl. var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi reitar 19.B í Hamranesi. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur fjölbýlishúsum 4-7 hæða með allt að 70 íbúðum. Bílastæði eru á lóð. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 19.4.2022. Athugasemd barst. Lögð fram samantekt athugasemda og svör.

      Frestað á milli funda.

    • 2205257 – Hringhamar 10, reitur 20.B, deiliskipulag

      Hjalti Brynjarsson fh. lóðarhafa sækir um deiliskipulag fyrir þróunarreit 20b í Hamranesi. Tillagan gerir ráð fyrir 70 íbúðum í þremur 4-6 hæða húsum ásamt bílakjallara.

      Frestað á milli funda.

    • 2206171 – Baughamar 1, reitur 31.C, deiliskipulag

      Jóhann Einar Jónsson fh. lóðarhafa sækir um deiliskipulag reitar 31.C í Hamranesi. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur 5-6 hæða fjölbýlishúsum samtals 58 íbúðum auk kjallara.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi reitar 31.C í Hamranesi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2206043 – Snókalönd, nýtt deiliskipulag

      Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar þ. 31. mars sl. var samþykkt að úthluta landi til Aurora Basecamp og að hefja vinnu við deiliskipulag í Snókalöndum. Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu Snókalanda við Bláfjallaveg.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa skipulagslýsingu vegna deiliskipulags Snókalanda og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2204323 – Suðurgata 44, deiliskipulags breyting

      Lögð fram tillaga Nesnúps ehf. að breytingu á deiliskipulagi Suðurgötu 44. Tillagan gerir ráð fyrir að núverandi hús á lóðinni verði rifið og í stað þess byggð 3 hús með 15 misstórum íbúðum. Lóðamörk eru óbreytt.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og boðar til kynningarfundar í næstu viku.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar fagna áformum um þéttingu byggðar við Suðurgötu 44. Reynslan hefur sýnt að við þéttingu byggðar þarf að vanda til verka og vinna með íbúunum í næsta nágrenni. Nauðsynlegt er að kynna deiliskipulagið og teikningar að húsunum ásamt framkvæmdaráætlunum oþh. fyrir íbúunum, eiga samráð og samtal þannig að íbúar geta komið með ábendingar og athugasemdir áður en formlegt auglýsingaferli fer af stað.

    • 2105380 – Hjólastígar í Hafnarfirði

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar 11.5.2022 deiliskipulagsvinnu vegna nýs hjólastígs í hrauninu meðfram Herjólfsbraut til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingaráð samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á deiliskipulagi norðurbæjar vegna legu nýs hjólastígs.

    • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi

      Lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar um umhverfismatskýrslu um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Ásvöllum í Hafnarfirði. Frestur til að skila inn umsögn er 15. júlí 2022.

      Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemdir við framlagða skýrslu.

    Fyrirspurnir

    • 2205371 – Móbergsskarð 8, fyrirspurn

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar fyrirspurn Jóhanns Einars Jónsson fh. lóðarhafa frá 13.5.2022 vegna breytinga á deiliskipulagi til skipulags- og byggingarráðs. Um er að ræða breytingu úr raðhúsi á einni til tveimur hæðum með þrem íbúðum í tveggja hæða fjölbýli með fjórum íbúðum.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið.

    Fundargerðir

    • 2205010F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 883

      Lögð fram fundargerð 883. fundar.

    • 2205014F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 884

      Lögð fram fundargerð 884. fundar.

    • 2205017F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 885

      Lögð fram fundargerð 885. fundar.

    • 2205030F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 886

      Lögð fram fundargerð 886. fundar.

Ábendingagátt