Skipulags- og byggingarráð

11. ágúst 2022 kl. 14:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 763

Mætt til fundar

  • Skarphéðinn Orri Björnsson formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Guðrún Lísa Sigurðardóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Sigurjón Ingvason áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Ása Sandholt Bergsdóttir lögmaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Ása Sandholt Bergsdóttir lögmaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2111310 – Óseyrarhverfi, deiliskipulag

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti 26.4.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Óseyrarhverfis. Ákvörðunin var staðfest í bæjarstjórn 4. maí sl.
      Tillagan af nýju deiliskipulagi Óseyrarhverfis afmarkast að Hvaleyrarbraut, Fornubúðum, Óseyrarbraut og Stapagötu. Gert er ráð fyrir 735 íbúðum í 25 fjölbýlishúsum, 3-6 hæða. Nýtingarhlutfall á reitnum verður N=3,1. Opinn kynningarfundur var haldinn 30.6.2022 að Norðurhellu 2. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 22.7.2022. Athugasemdir bárust.

      Skipulagsfulltrúa falið að taka saman svör við framkomnum athugasemdum.

    • 2204323 – Suðurgata 44, deiliskipulags breyting

      Lögð fram tillaga Nesnúps ehf. dags. 26.7.2022 að breytingu á deiliskipulagi Suðurgötu 44. Kynningarfundur var haldinn þann 22.6.sl. Tillagan gerir ráð fyrir að núverandi hús á lóðinni verði rifið og í stað þess byggð 3 hús með 15 misstórum íbúðum. Bílakjallari og geymslur eru í kjallara auk 4 bílastæða ofanjarðar. Lóðamörk eru óbreytt.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi til samræmis við skipulagslög og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2205617 – Glimmerskarð 2-6 og 8-12, breyting á deiliskipulagi

      Afgreiðslufundir skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði þann 13. júlí sl. erindi Sjónvers ehf. frá 24.5.2022 vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi til skipulags- og byggingarráðs. Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun eigna, auknu byggingarmagni og hækkun á nýtingarhlutfalli. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 1.6.2022 var samþykkt að grenndarkynna erindið. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 1. júlí 2022. Athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu með vísan til framkominna athugasemda og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2201385 – Gráhelluhraun, nýtt deiliskipulag

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti 25. mars 2022 að auglýsa lýsingu deiliskipulags Gráhelluhrauns. Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 6. apríl sl. Auglýsingatíma skipulagslýsingar er lokið. Lagðar fram umsagnir hagsmunaaðila við lýsingu.

      Lagt fram.

    • 2007341 – Sléttuhlíð, deiliskipulagsbreyting

      Lóðamörk lóða í Sléttuhlíð tekin til umræðu.

      Árni Rúnar Árnason vék af fundi við afgreiðslu 5. dagskrárliðar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði endurskoðun á deiliskipulagi Sléttuhlíðar.

    • 2205094 – Straumur, afnot af landi fyrir bílastæði

      Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs sem skipulags- og byggingarráð óskaði eftir á fundi sínum þann 10. maí 2022 vegna beiðni Sjónvers ehf. um afnot af landi vegna bílastæða.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa og vísar erindinu til bæjarráðs.

    • 2206136 – Straumsvík breyting á aðalskipulagi 2013-2025

      Lögð fram skipulags- og matslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi 2013-2025 samhliða breytingu á deiliskipulagi í Straumsvík. Skipulagshöfundar mæta til fundarins.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna og samþykkir að kynna og leita umsagna hagsmunaaðila skipulags-og matslýsingar vegna aðalskipulagsbreytingar í Straumsvík og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2111539 – Straumsvík, deiliskipulag

      Á fundi skipulags- og byggingarráð þann 30.11.2021 var tekið fyrir erindi Rio Tinto á Íslandi hf. og Carbfix ohf. um að óska í sameiningu eftir því við Hafnarfjarðarbæ að hafin verði undirbúningur á skipulagsvinnu í tengslum við uppbyggingu Coda Terminal, loftslagsverkefni, sem Carbfix hyggst koma upp í Straumsvík. Verkefnið miðar að því að koma upp móttökustöð sem getur tekið á móti sérútbúnum tankskipum sem flytja koldíoxíð á vökvaformi frá Norður-Evrópu til að farga því varanlega með hagkvæmri og öruggri steinrenningu neðanjarðar. Lögð fram drög að skipulagslýsingu. Skipulagshöfundar mæta til fundarins.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna og samþykkir að kynna og leita umsagna hagsmunaaðila skipulagslýsingar vegna deiliskipulags Straumsvíkur og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2208015 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2026-2038

      Lögð fram tillaga um að hefja vinnu við gerð aðalskipulags Hafnarfjarðar 2026-2038.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við gerð aðalskipulags Hafnarfjarðar 2026-2038 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2103409 – Opið svæði, útfærsla, Hlíðarbraut, Holtsgata og Hringbraut

      Tekin til umræðu útfærsla og aðgengismál að leiksvæði á opnu svæði sem afmarkast af Hlíðarbraut, Holtsgötu og Hringbraut.

      Meirihluti skipulags- og byggingarráðs samþykkir framlagða tillögu að útfærslu og aðgengi að opnu svæði sem afmarkast af Hlíðarbraut, Holtsgötu og Hringbraut unna af Landslag.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar harma að aðeins sé aðgengi fyrir alla inn á leiksvæðið frá Hlíðarbraut. Samkvæmt tillögunni er ekki aðgengi fyrir alla að leiksvæðinu um göngustíg frá Hringbraut. Í heilsustefnu Hafnarfjarðar er sérstaklega tekið fram að tryggja þurfi aðgengi allra á opnum svæðum og göngustígum og því getum við ekki samþykkt tillöguna eins og hún liggur fyrir.

      Hér hefði mátt sýna meiri metnað að leita betri lausna til að framfylgja heilsustefnunni og tryggja aðgengi fyrir alla að leiksvæðinu. Því miður sýnir þetta áhugaleysi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á málaflokki fatlaðra og aðstæðum fólks með hreyfiskerðingu.

    • 2009371 – Hlíðarbraut 5, lóðarstækkun inn á göngustíg

      Karólína Helga Símonardóttir sækir 15.9.2020 um breytingu á stærð lóðar. Óskað er eftir stækkun sem nemur breidd göngustígs sem liggur meðfram bílaplani að opnu svæði sem afmarkast af Hlíðarbraut, Holtsgötu og Hringbraut.

      Skipulags- og byggingarráð hafnar stækkun lóðar sem nemur breidd göngustígs meðfram bílaplani.

    • 2009366 – Hlíðarbraut 5, lóðarstækkun á bakgarði

      Karólína Helga Símonardóttir sækir 15.9.2020 um stækkun á stærð lóðar. Óskað er eftir stækkun á bakgarði er snýr að opnu svæði sem afmarkast af Hlíðarbraut, Holtsgötu og Hringbraut.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og vísar til staðfestingar í bæjarráði.

    • 2012272 – Hlíðarbraut 7, deiliskipulag

      Tekið fyrir að nýju. Þann 23.2.2021 tók skipulags- og byggingarráð jákvætt í umsókn um lóðarstækkun mót opnu svæði og samþykkti að opið svæði sem afmarkast af lóðum við Hlíðarbraut Hringbraut og Holtsgötu yrði skipulagt sem útivistar og leiksvæði með aðkomu frá Hringbraut og Hlíðarbraut eins og deiliskipulag svæðisins gerir ráð fyrir. Afgreiðslu um lóðarstækkun Hlíðarbrautar 7 var frestað þar til heildarskipulag útivistarsvæðisins lægi fyrir. Skipulags- og byggingarráð fól auk þess skipulagsfulltrúa að koma með tillögu að breyttu svæði með tilliti til umsóknar og umsagna um lóðarstækkanir.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og vísar til staðfestingar í bæjarráði.

    • 1602144 – Þéttingarsvæði, deiliskipulag

      Tekið til umræðu.

      Tekið til umræðu.

    • 2208009 – Vesturbær, spennistöðvar

      Lagt fram erindi íbúa Norðurbrautar 35A, Norðurbrautar 37, Hraunbrúnar 46 og neðri hæðar Hraunbrúnar 48 þar sem óskað er endurskoðunar á staðsetningu spennistöðvar sem áformað er að verði að Hraunbrún 46H skv. deiliskipulagi vesturbæjar.

      Lagt fram og vísað til sviðsins til áframhaldandi úrvinnslu.

    • 2206939 – Viðreisn, tillaga um heildstæða stefnumótun hjólreiðaáætlunar fyrir Hafnarfjarðarbæ

      Á fundi bæjarráðs þann 1. júlí sl. var tekið jákvætt í tillögu Viðreisnar um heilstæða stefnumótun hjólreiðaáætlunar og vísað til skipulags- og byggingarráðs til nánari úrvinnslu.

      Viðreisn leggur fram tillögu um gerð heildstæðrar hjólreiðaáætlunar fyrir Hafnarfjarðarbæ.
      Heildstæð hjólreiðaáætlun inniheldur eftirfarandi atriði:
      Stefnumótun og sýn fyrir Hafnarfjörð sem Hjólreiðabæ
      Áætlun um uppbyggingu stofnstíganets hjólreiða og uppbyggingu hjólaleiða almennt
      Áætlun um hjólastæði í bænum
      Áætlun um hjólaþjónustu í bænum
      Aðgerðaráætlun
      Fjárfestingaáætlun
      Kynningaráætlun til að auka hlutdeild hjólreiða

      Fulltrúi Viðreisnar bókar eftirfarandi: Vissulega þarf að gera skýra grein fyrir hjólreiðastefnu bæjarins í aðalskipulagi. Hins vegar er brýn þörf á að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun nú þegar, en ekki setja hana í bið þar til nýtt aðalskipulag tekur gildi, sem verður hugsanlega eftir 4-5 ár.
      Aðalskipulag Hafnarfjarðar hefur hingað til eingöngu nefnt hjólreiðar í nokkrum setningum. Ætli bæjarfélagið að láta taka sig alvarlega þegar kemur að samgöngumálum þá er mikilvægt að í vinnu við nýtt aðalskipulag sé annars vegar sett fram heildarsýn í samgöngumálum bæjarins og hins vegar áætlanir um hvernig á að fylgja þeirri sýn eftir og þá fyrir alla ferðamáta.
      Upplegg að vinnu við nýtt aðalskipulag Hafnarfjarðar þarf að taka á þessu máli með afgerandi hætti til að tryggja framgang raunverulegrar hjólreiðaáætlunar. Hins vegar er hægt að hefjast handa við fyrstu áfanga hjólreiðaáætlunar áður en heildarendurskoðun aðalskipulags liggur fyrir.

      Fulltrúi Viðreisnar leggur fram eftirfarandi tillögu: Lagt er til að skipaður verði sérstakur starfshópur um hjólreiðaáætlun, með fulltrúum allra flokka, sem taki til starfa sem fyrst, með það fyrir augum að geta hafið innleiðingu á fyrstu áföngum hjólreiðaáætlunar á næstu misserum.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir tillögu fulltrúa Viðreisnar og samþykkir að stofnaður verði starfshópur sem vinnur að hjólastefnu bæjarins vísar til sviðsstjóra að leggja fram erindisbréf á næsta fundi ráðsins.

    • 2201223 – Hverfisgata 49, deiliskipulag, mál nr. 1, 2 og 3 árið 2022, kæra

      Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

      Lagt fram.

    • 2205607 – Steinhella 14, skilti, synjun, mál nr. 49 árið 2022, kæra

      Lögð fram til kynningar kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem kærð er ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar um að hafna beiðni kæranda um uppsetningu á auglýsingaskilti að Steinhellu 14.

      Lagt fram.

    • 2207018 – Reykjanesbraut, tvöföldun, kæra nr. 66 árið 2022

      Lögð fram til kynningar kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna útgáfu framkvæmdaleyfis til Vegagerðarinnar vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 2206025F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 889

      Lögð fram fundargerð 889. fundar.

      Lagt fram.

    • 2207003F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 890

      Lögð fram fundargerð 890. fundar.

      Lagt fram.

    • 2207005F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 891

      Lögð fram fundargerð 891. fundar.

      Lagt fram.

    • 2207007F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 892

      Lögð fram fundargerð 892. fundar.

      Lagt fram.

    • 2208001F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 893

      Lögð fram fundargerð 893. fundar.

      Lagt fram.

Ábendingagátt