Skipulags- og byggingarráð

25. ágúst 2022 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 764

Mætt til fundar

  • Skarphéðinn Orri Björnsson varamaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir varamaður
  • Guðrún Lísa Sigurðardóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Sigurjón Ingvason áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason bæjarlögmaður.

Viktor Pétur Finnsson vék af fundi kl. 14:38.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason bæjarlögmaður.

Viktor Pétur Finnsson vék af fundi kl. 14:38.

  1. Almenn erindi

    • 2103116 – Hraun vestur, aðalskipulag breyting

      Lögð fram endurskoðuð lýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Hraun vestur.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Hraun vestur og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1907017 – Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting

      Bæjarstjórn samþykkti 9.3.2022 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum: Suðurhöfn H1 verður að hluta til íbúðasvæði ÍB15 og miðsvæði M6 og M7. Flensborgarhöfn H2 breytist í miðsvæði M5. Ný smábátahöfn og 5m strandræma verður H6. Tillagan var auglýst tímabilið 16.3-27.4.2022. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi sínum þann 10.5.2022 að taka saman umsögn vegna framkominna athugasemda. Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa vegna framkominna athugasemda. Auglýst tillaga er samþykkt og vísað til staðfestingar Hafnarstjórnar.

    • 2204411 – Holtsgata 13, breytingar

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar þann 15.6 2022 var samþykkt að grenndarkynna erindi Kristins Ragnarssonar fh. lóðarhafa. Um er að ræða breytingu á byggingarreit vegna svala. Erindið var grenndarkynnt með athugasemdafresti til 14. ágúst 2022. Athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt athugasemda og svör.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa og felur honum að ræða við umsækjanda.

    • 2206014 – Selvogsgata 1, pallur og svalir, umfangsflokkur 1

      Samþykkt var á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 13.7.2022 að grenndarkynna uppdrætti vegna byggingu 11,3fm svala við vesturhlið hússins. Samhliða var upplýst um byggingu palls í götu hæð norðan megin við húsið þar sem gert er ráð fyrir sorpgeymslu og geymslu undir. Erindið var grenndarkynnt 14.7.-14.8.2022. Athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt athugasemda og svör.

      Erindið var grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. greinar skipulagslaga. Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við að byggingaráform verði samþykkt.

    • 2201649 – Selvogsgata 3, breyting á deiliskipulagi

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkti 23.2.2022 að grenndarkynna tillögu að breyttu deiliskipulagi Selvogsgötu 3. Breytingin snýr að nýjum byggingarreit fyrir geymslu 4,58×5,31m í NV-horni lóðar. Hámarkshæð geymslu er 2,35 m. Þak einhalla til suðurs. Stærð 24.3m2. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 3. júní 2022. Athugasemd barst. Lagt fram svar Hafnarfjarðarbæjar við framkominni athugasemd.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Selvogsgötu 3 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2206171 – Baughamar 1, reitur 31.C, deiliskipulag

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti 16. júní sl. að auglýsa tillögu Jóhanns Einars Jónssonar fh. lóðarhafa um deiliskipulag reitar 31.C í Hamranesi. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur 5-6 hæða fjölbýlishúsum með allt að 58 íbúðum, Gert er ráð fyrir bílakjallara ásamt bílastæðum á lóð. Tillagan var auglýst 6.7.2022-17.8.2022. Engar athugasemdir bárust. Lögð fram ábending Veitna.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi reitar 31.C og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2206187 – Áshamar 50, reitur 6.A, deiliskipulag

      Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 1. júlí 2022 að auglýsa tillögu Eggerts Jónassonar f.h. Þarfaþing hf. um nýtt deiliskipulag fyrir Áshamar 50, reit 6a, í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
      Tillagan gerir ráð fyrir byggingarreit upp á fimm hæðir fyrir fjölbýlishús með allt að 40 íbúðum. Á efri hæðum eru íbúðir en á jarðhæð hússins er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi, verslun, þjónustu eða annarri sérhæfðri starfsemi. Gert er ráð fyrir bílakjallara ásamt bílastæðum á lóð. Tillagan var í auglýsingu 12.7.-23.8.2022. Engar athugasemdir bárust. Lögð fram ábending Veitna.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi reitar 6.A og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2205257 – Hringhamar 10, reitur 20.B, deiliskipulag

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti 1. júlí sl. að auglýsa tillögu Hjalta Brynjarssonar fh. lóðarhafa að deiliskipulagi fyrir Hringhamar 10, reit 20B.
      Tillagan gerir ráð fyrir 70 íbúðum í þremur 4-6 hæða húsum ásamt bílakjallara og bílastæðum á lóð. Tillagan var í auglýsingu 12.7.-23.8.2022. Engar athugasemdir bárust. Lögð fram ábending Veitna.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi reitar 20.B og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2207031 – Hringhamar 27, deiliskipulag

      Lögð fram til kynningar tillaga Yrki arkitekta ehf. fh. lóðarhafa um nýtt deiliskipulag reitar 26b í Hamranesi. Tillagan gerir ráð fyrir 5 hæða fjölbýlishúsi með allt að 48 íbúðum ásamt bílakjallara og smáhýsi á lóð. Á hluta jarðhæðar er gert ráð fyrir verslun og/eða þjónustu.

      Lagt fram til kynningar og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur.

    • 2205256 – Stekkjarberg 11, breyting á deiliskipulagi

      Lögð fram til kynningar tillaga Plúsarkitekta ehf. fh. lóðarhafa að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir þremur fjölbýlishúsum á tveimur hæðum, að hámarki samtals 28 íbúðir.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í framlagða tillögu og bendir umsækjanda á að sækja þarf um breytingu á stærð lóðar.

    • 2103424 – Grænkun Valla

      Lögð fram tillaga um að hafin verði vinna við breytingu á deiliskipulagi Valla.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við endurskoðun á deiliskipulagi Valla m.t.t. grænna svæða.

    • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi

      Lagt fram svar við umsögnum vegna umhverfismatsskýrslu um uppbyggingu á íþróttasvæði Hauka.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagt svar vegna þeirra umsagna og athugasemda sem bárust á auglýsingatíma umhverfismatsskýrslu um uppbyggingu á íþróttasvæði Hauka og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2208245 – Sveitarfélagið Vogar, breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag, Kirkjureitur

      Sveitarfélagið Vogar óskar umsagnar við lýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 og gerð nýs deiliskipulags fyrir íbúðarbyggð við Kirkjuholt í sveitarfélaginu.
      Svæðið er skilgreint sem opið svæði í gildandi aðalskipulagi. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið og er því um að ræða sameiginlega skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og nýtt deiliskipulag skv. 1 mgr 30. gr. og 1. mgr 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til að skila inn umsögnum er til 31.8.2022.

      Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 né gerð nýs deiliskipulags fyrir íbúðarbyggð við Kirkjuholt.

    • 2206628 – Kynning á starfi byggingarfulltrúa

      Byggingarfulltrúi mætir til fundarins og kynnir starfsemi embættisins.

Ábendingagátt