Stjórn Hafnarborgar

28. apríl 2009 kl. 11:30

í Hafnarborg

Fundur 301

Ritari

 • Gunnhildur Þórðardóttir upplýsingafulltrúi
 1. Almenn erindi

  • 0904223 – Hafnarborg, listráð

   Margrét Elísabet Ólafsdóttir víkur úr listráði Hafnarborgar af persónulegum ástæðum.

   Stjórnin skipaði í hennar stað Þorbjörgu Br. Gunnarsdóttur.

  • 0905205 – Eiríkur Smith Rannsókn

   Forstöðumaður kynnti rannsókn Aðalsteins Ingólfssonar á verkum Eiríks Smith. Hann hefur lokið verkinu og nýtist það sem heimildargrunnur og við sýningargerð. Áætluð sýning á verkum Eiríks árið 2010 þar sem hægt verður að gera þessa vinnu sýnilega.

  • 0904224 – Sýningadagskrá 2009

   Stjórn samþykkti tillögur forstöðumanns um endurskoðun á dagskrá 2009 m.t.t. til fjárhagsstöðu.

  • 0905083 – Hafnarborg, Sýningardagskrá 2010

   Forstöðumaður kynnti frumdrög að sýningadagskrá ársins 2010.

  • 0904225 – Útilistaverk í eigu Hafnarfjarðarbæjar

   Ræddar hugmyndir menningar -og ferðamálafulltrúa um að Hafnarborg taki við umsjón útilistaverka sem nú eru í umsjón menningar – og ferðamálafulltrúa. Stjórnin samþykkir tillögu fyrir sitt leyti.

  • 0903205 – Hafnarborg, önnur mál 2009

   Forstöðumaður kynnti hugmyndir um framlag Íslands til Feneyjartvíæringsins verði sýnt í Hafnarborg í byrjun árs 2010. Stjórnin lýsti yir áhuga að þetta gæti orðið og fól forstöðumanni að vinna frekar að málinu. Umræður um merkingar á Hafnarborg og slæmt ástand suðurgafls.

   Stjórnin fól forstöðumanni að fylgja málinu eftir.

Ábendingagátt