Stjórn Hafnarborgar

26. maí 2016 kl. 15:30

í Hafnarborg

Fundur 339

Mætt til fundar

 • Pétur Gautur Svavarsson aðalmaður
 • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
 • Haraldur Líndal Haraldsson aðalmaður

Ritari

 • Ágústa Kristófersdóttir forstöðumaður
 1. Almenn erindi

  • 1602347 – Opinber listasöfn, sýningarhald, samningsdrög, starfshópur

   Samþykkt að forstöðumaður Hafnarborgar vinni umsögn um erindið sem lögð verði fyrir á næsta fundi stjórnar.

  • 1605546 – Hafnarborg - breytingar á húsnæði

   Tillaga formanns um breytingar á húsnæði Hafnarborgar lögð fram. Samþykkt að leggja til við bæjarráð að framkvæmd verði frumskoðun og fýsileikakönnun á breytingum á jarðhæð Hafnarborgar til að tengja safnið betur við aðliggjandi almannarými.

  Kynningar

  • 0905083 – Hafnarborg, sýningadagskrá

   Sýningardagskrá Hafnarborgar fram í mars 2017 kynnt.

  • 1512215 – Ársáætlun 2016

   Fjárhagsstaða Hafnarborgar kynnt og rædd. Reksturinn er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.

  • 0905207 – Hafnarborg, viðhald og framkvæmdir

   Rætt um almennt viðhald á húsinu bæði það sem er á áætlun ársins og til lengri tíma litið. Samþykkt að skoða breytingar á geymslumálum Hafnarborgar. Stjórn Hafnarborgar heimsæki geymslur Byggðasafns Hafnarfjarðar fyrir næsta fund stjórnar.

Ábendingagátt