Umhverfis- og framkvæmdaráð

20. júlí 2011 kl. 08:15

í fundarherbergi framkvæmdasviðs, Norðurhellu 2

Fundur 138

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Fundinn sátu einnig Sigurður P Harðarson, Dagur Jónsson, Sigurður Haraldsson og Helga Stefánsdóttir Framkvæmdasviði.

  1. Almenn erindi

    • 1004521 – Stjórnsýsla endurskoðun 2010, starfshópur

      Þórður Sverrisson frá Capacent fer yfir skýrslu vinnuhóps sem fór yfir mat á tækifærum til aukinnar samvinnu eða samruna Framkvæmdasviðs og Skipulags-og byggingarsviðs. Ennfremur verður farið yfir þær stjórnsýslubreytingar er varða sviðið sem teknar voru á fundi bæjarstjórnar 29.júní 2011.

      Framkvæmdaráð þakkar fyrir kynninguna. Framkvæmdaráð samþykkir að haldinn verði vinnufundur 24. ágúst varðandi áhersluatriði í umhverfismálum með tilkomu flutnings málaflokksins til sviðsins.

    • 1101014 – Sorpa bs, fundargerðir 2011

      Lögð fram fundargerð 287. fundar.

      Lagt fram.

Ábendingagátt