Umhverfis- og framkvæmdaráð

7. september 2011 kl. 08:15

í fundarherbergi framkvæmdasviðs, Norðurhellu 2

Fundur 141

Mætt til fundar

 • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
 • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
 • Valdimar Svavarsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Gestur Svavarsson varamaður

Fundinn sátu einnig Sigurður P Harðarson, Helga Stefánsdóttir og Sigurður Haraldsson Framkvæmdasviði.

Ritari

 • HS

Fundinn sátu einnig Sigurður P Harðarson, Helga Stefánsdóttir og Sigurður Haraldsson Framkvæmdasviði.

 1. Almenn erindi

  • 1108227 – Umhverfismál, hugarflugsfundur

   Capasent kynnti niðurstöður fundarins 24. ágúst s.l. fyrir starfsmönnum Umhverfis- og framkvæmdasviði og Umhverfis- og framkvæmdaráði.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir kynninguna og felur Umhverfis-og framkvæmdaráði að koma með tillögu að aðgerðaáætlun.

  • 1006286 – Auðlindastefna.

   Tekið til umræðu gerð umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð. Lögð fram eldri gögn.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur Umhverfis-og framkvæmdasviði að skoða hvernig vinnu við auðlindastefnu hefur verið háttað hjá öðrum sveitarfélögum.

  • 0906132 – Sorphreinsun í Hafnarfirði

   Ishmael David mætti til fundarins og kynnti úttekt sem gerð hefur verið á upplandinu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að skipaður verði vinnuhópur sem á að fara yfir sorphirðumál bæjarins. Hópinn skipar Margrét G Magnúsdóttir, Helga Ingólfsdóttir, Árni S Jónsson ásamt starfsmönnum Umhverfis- og framkvæmdasviðs

  • 1001168 – Magni ehf, verðbætur

   Lagt fram erindi Málflutningsstofu Reykjavíkur dags. 23. ágúst 2011 fyrir hönd verktaka Magna hf þar sem gerð er krafa um verðbætur á óverðbætta verksamninga

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að vinna áfram að málinu.

  • 1109006 – Uppland Hafnarfjarðar - hreinsun

   Tekið til umræðu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og vekur athygli á að sérstakt átak verður í hreinun í upplandinu á Degi umhverfisins 16. sept. n.k.

  • 1109051 – Verkefnisstaða umhverfis- og framkvæmdarsviðs

   Farið yfir verkefnastöðu sviðsins.

  • 1004521 – Stjórnsýsla endurskoðun 2010, starfshópur

   Tekið fyrir að nýju.

   Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram bókun;”Skýrslan er góð upplýsingagjöf en þarfnast frekari skoðunar. Kostnaðarútreikningar á hugsanlegum breytingum sem nefndar eru varðandi húsnæðismál liggja ekki fyrir, hvorki hvað varðar breytingar á húsnæði eða hugsanlegan tilflutning á starfsemi sem varðar beina þjónustu við íbúa. Skoða ber framkomna möguleika í skýrslunni betur og taka mið af breyttu umfangi sviðanna. Einnig að meta áhrif mannvirkjalaga og þær breytingar sem þau hafa á starfsemi umræddra sviða. Mikilvægt er að meta fleiri kosti til sameiningar eða samþættingar innan stjórnsýslunnar og horfa til lengri framtíðar.”

  • 1101014 – Sorpa bs, fundargerðir 2011

   Lögð fram fundargerði 288. fundar

   Lagt fram.

  • 1101013 – Strætó bs, fundargerðir 2011

   Lögð fram fundargerði 158. fundar

   Lagt fram.

Ábendingagátt