Umhverfis- og framkvæmdaráð

21. september 2011 kl. 08:15

í fundarherbergi framkvæmdasviðs, Norðurhellu 2

Fundur 142

Mætt til fundar

 • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
 • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
 • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
 • Valdimar Svavarsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Fundinn sátu einnig Sigurður P Harðarson, Dagur Jónsson, Helga Stefánsdóttir og Sigurður Haraldsson Framkvæmdasviði.

Ritari

 • HS

Fundinn sátu einnig Sigurður P Harðarson, Dagur Jónsson, Helga Stefánsdóttir og Sigurður Haraldsson Framkvæmdasviði.

 1. Almenn erindi

  • 1109229 – Mælingar á PCB

   Lögð fram skýrsla vegna PCB í málningu bygginga af Höfuðborgarsvæðinu.

   Lagt fram.

  • 1109066 – SSH framtíðarhópur, sorphirða

   Lagðar fram tillögur og lokaskýrsla verkefnishóps SSH um sorphirðu frá 21. júní sl. varðandi sameiginlega sýn á framtíð flokkunar sorps og sorphirðumála.$line$Erindinu var vísað út bæjarráði til ráðsins 8. september 2011

   Helga Stefánsdóttir fór yfir tillögur og lokaskýrslu verkefnishóps SSH um sorphirðu. Tillögum og skýrslu vísað til vinnuhóps um sorphirðu.

  • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

   Lögð fram skýrsla frá Eflu verkfræðistofu vegna stöðu byggingarframkvæmda, mat á nauðsynlegum aðgerðum og valkostum um framhald framkvæmda. Einnig lögð fram fundargerð bygginganefndar nr. 97.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna. Lögð er áhersla á að ákvarðanir við aðgerðir við húsið liggi fyrir sem fyrst. Skoðað verði sérstaklega hvort nægilegt sé að fullgera þak hússins til að húsið liggi ekki undir skemmdum.

  • 1101002 – Hjólreiðastígar, starfshópur um skipulag

   Lögð fram skýrsla starfshóps um hjólreiðar í Hafnarfirði.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar skýrslunni til skoðunar í Umhverfisteyminu og þá sérstaklega með tilliti til kostnaðar. Kynningarfundur verður haldinn í húsi Umhverfis- og framkvæmdasviðs í kvöld kl 19:30.

  • 1101004 – Framkvæmdasvið, eftirlit fjárhagsáætlunar

   Lagt fram rekstraryfirlit síðustu 7 mánuða.

   Lagt fram.

  • 0702055 – Hjúkrunarheimili á Völlum

   Farið yfir stöðu mála.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð kallar eftir niðustöðu hvað varðar byggingu hjúkrunarheimilisins við starfshóps Hjúkrunarheimilis á Völlum sem skipaður var af bæjarstjórn.$line$$line$Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Helga Ingólfsdóttir, óskar bókað:”Niðurstaða forvals vegna hjúkrunarheimilis á Völlum, sem auglýst var sumarið 2010, til þess að velja aðila sem teldust hæfir til þáttöku í útboði vegna verksins fór á þann veg að aðeins einn aðili taldist hæfur til að taka þátt í útboðinu vegna þessa verkefnis miðað við forsendur forvalsins. Þessi niðurstaða hlýtur að leiða til þess að endurtaka beri forval vegna þessa verkefnis.$line$Bæjarfulltrúi sjálfstæðisflokksins lýsir undrun sinni á þeim töfum sem orðið hafa á lúkningu málsins og hvetur meirihluta Samfylkingar og Vinstri grænna til þess að ljúka málinu án frekari tafa.$line$Einungis þannig verður unnt að vinna áfram að framgangi þessa mikilvæga verkefnis.”

  • 0906213 – Alcan, vatnsgjald árin 2005-2009

   Staða mála.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að afla upplýsinga um stöðu málsins.

  Fundargerðir

  • 1101013 – Strætó bs, fundargerðir 2011

   Lögð fram fundargerð 159. fundar.

   Lögð fram.

Ábendingagátt