Umhverfis- og framkvæmdaráð

5. október 2011 kl. 08:15

í fundarherbergi framkvæmdasviðs, Norðurhellu 2

Fundur 143

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Helga Vala Gunnarsdóttir varamaður

Fundinn sátu einnig skipulags- og byggingarráð vegna fyrstu tveggja liða fundarins. Sigríður B. Jónsdóttir, Sigurbergur Árnason, Rósa Guðbjartsdóttir, Þóroddur Skaptason og Guðfinna Guðmundsdóttir. Frá Skipulags- og byggingarsviði sátu Bjarki Jóhannesson, Ólafur Helgi Árnason og Berglind Guðmundsdó

Ritari

  • SH/HS

Fundinn sátu einnig skipulags- og byggingarráð vegna fyrstu tveggja liða fundarins. Sigríður B. Jónsdóttir, Sigurbergur Árnason, Rósa Guðbjartsdóttir, Þóroddur Skaptason og Guðfinna Guðmundsdóttir. Frá Skipulags- og byggingarsviði sátu Bjarki Jóhannesson, Ólafur Helgi Árnason og Berglind Guðmundsdó

  1. Almenn erindi

    • 1108227 – Umhverfismál, hugarflugsfundur

      Kynning á niðurstöðu fundarins.

      Ráðin þakka fyrir kynninguna. Lögð er áhersla á góða og virka samvinnu sviðanna í tengslum við umhverfismál almennt sem fer saman við aukna áherslu sem lögð verður á málaflokkinn með nýju fyrirkomulagi sem felst meðal annars í því að ráðin haldi sameiginlega fundi eigi sjaldnar er tvisvar á ári.

    • 1109378 – Umhverfisteymi, erindsbréf

      Lagt fram drög að erindisbréfi Umhverfisteymis.

      Lagt fram. $line$Skipulags- og byggingarráð og Umhverfis- og framkvæmdaráð fagna því hve vel tókst til með hreinsun hraunsins þann 16. september og færa þeim sem þar tóku þátt bestu þakkir fyrir þeirra framlag. Sérstaklega er Hraunavinum þakkað þeirra frumkvæði að þessu hreinsunarátaki. Lagt er til að 16. september verði árlega dagur hreinsunar og er umhverfisteymi ráðanna falið að vinna áfram að því máli.

    • 0701248 – Hamranes, landmótunarsvæði

      Lagt fram minnisblað varðandi stöðu á landmótunarsvæðinu í Hamranesi.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að taka upp viðræður við sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs um skammtíma og langtímalaunir á móttöku á jarðefnum í landi Hafnarfjarðar. Tillaga liggi fyrir eftir 2 vikur.

    • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis – og framkvæmdarráð samþykkir að skipaður verði 5 manna starfshópur, til að móta stefnu í umhverfis- og auðlindamálum fyrir Hafnarfjarðarbæ. $line$$line$Með starfshópnum starfi umhverfisteymi sviðsins og annað starfsfólk eftir þörfum. Hópurinn leggi fram tímasetta áætlun um verkefnið eigi síðar en 5. nóvember 2011. Meðal þátta sem lagðir verði til grundvallar vinnu við áætlunina verði:$line$$line$a) Faglegar skilgreiningar á hugtökunum náttúruauðlind og nýting.$line$b) Öll gögn sem liggja fyrir um umhverfismál hjá Hafnarfjarðarbæ. $line$c) Endurrýni á stefnu fyrrum umhverfisnefndar, Staðardagskrá 21, um vistvæn innkaup og öll önnur verkefni á sviði umhverfismála sem bærinn hefur skuldbundið sig að taka þátt í.$line$d) Samantekt um þau umhverfisverkefni sem sveitarfélagið hefur nú þegar framkvæmt t.d fráveitan, vistvæn þrif í stofnunum Hafnarfjarðarbæjar o.fl.$line$e) Samantekt á öllum þeim gögnum sem liggja fyrir um skilgreindar náttúruauðlindir í umdæmi Hafnarfjarðar, hjá Hafnarfjarðarbæ og Umhverfisráðuneyti.$line$$line$Áfangar í vinnunni verði kynntar í ráðinu.$line$$line$Í starfshópnum munu sitja: Margrét Gauja Magnúsdóttir formaður, Eyjólfur Sæmundsson, Gestur Svavarsson, Helga Ingólfsson og Valdimar Svavarsson.

    • 1110012 – Öryggismál á stofnanalóðum og opnum svæðum

      Farið yfir minnisblað vegna öryggismála á stofnanalóðum og opnum svæðum. Einnig farið yfir gátlista á leik- og grunnskólalóðum.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð felur sviðinu að vinna áfram að málinu milli funda.

    • 1107023 – Umhverfisþing VII 14.10.2011

      Umhverfisþing 2011 verður haldið á Selfossi 14. október n.k.

    • 0906229 – Hellisgata 16, sala

      Lagt fram tilboð í Hellisgötu 16

      Umhverfis- og framkvæmdarráð leggur til við bæjarráð að gengið verði að tilboðinu.

Ábendingagátt