Umhverfis- og framkvæmdaráð

14. desember 2011 kl. 08:15

í fundarherbergi framkvæmdasviðs, Norðurhellu 2

Fundur 149

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Á fundinum voru einnig Dagur Jónsson, Helga Stefánsdóttir og Sigurður Haraldsson.

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir

Á fundinum voru einnig Dagur Jónsson, Helga Stefánsdóttir og Sigurður Haraldsson.

  1. Almenn erindi

    • 1111179 – Umhverfis- og framkvæmdaráð, fjárhagsáætlun 2012

      Tekin til umræðu breytingar á fjárhagsáætlun frá síðasta fundi ráðsins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð lýsir áhyggjum sínum af skertu framlagi til viðhalds- og framkvæmdaverka.

    • 1111340 – Ásvellir, merkingar á íþróttahúsi Hauka, Schenker

      Tekið fyrir að nýju. Forstöðumaður fasteignafélagsins gerði grein fyrir viðræðum sínum og íþróttafulltrúa við framkvæmdastjóra félagsins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð áréttar að sækja þarf um leyfi til merkinga á húsnæði bæjarins.

    • 1109067 – SSH framtíðarhópur, félagslegt húsnæði

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð leggur til að kannaðir verði kostir sameiningar fasteignafélaga um rekstur leiguíbúða sveitarfélaga á svæðinu.

    • SB050584 – Reykjanesbraut , deiliskipulag

      Lagt fram svar Vegagerðarinnar við erindi bæjarins frá 11. nóv 2011.

    Fundargerðir

    • 1101014 – Sorpa bs, fundargerðir 2011

      Lögð fram fundargerð nr.292

      Lagt fram.

    • 1101013 – Strætó bs, fundargerðir 2011

      Lagðar fram fundargerðir nr.163 og 164.

      Lagt fram.

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      Lögð fram fundargerð byggingarnefndar nr. 98.

      Lagt fram.

Ábendingagátt