Umhverfis- og framkvæmdaráð

8. febrúar 2012 kl. 16:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 152

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Árni Björn Ómarsson varamaður
  • Lára Janusdóttir varamaður

Á fundinum voru einnig Sigurður Páll Harðarson, Dagur Jónsson, Sigurður Haraldsson og Helga Stefánsdóttir

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir

Á fundinum voru einnig Sigurður Páll Harðarson, Dagur Jónsson, Sigurður Haraldsson og Helga Stefánsdóttir

  1. Almenn erindi

    • 1010881 – Framkvæmdasvið, fjárhagsáætlun 2011

      Farið yfir kostnað vegna framkvæmda við Ráðhús og Hraunvallaskóla.

      Lagt fram.

    • 1108227 – Umhverfismál, hugarflugsfundur

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar samantektina og óskar eftir tillögu að verkefnum fyrir árið 2012.

    • 1202077 – Starfsáæltun Umvherfi og framkvæmda 2012

      Farið yfir starfsáætlun Umvherfi og framkvæmda 2012

      Lagt fram.

    • 1202050 – Samgönguáætlun 2011-2014, 392. mál

      Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 03.02.2012 þar sem vísað er til umsagnar Samgönguáætlun 2011-2014, mál. 392. Umsagnarfrestur er til 29.02.2012. Vefslóð http://www.althingi.is/altext/140/s/0533.html

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir kynningu á næsta fundi sem og til umsagnar á sviðinu í samvinnu við Skipulags- og byggingarsvið.

    Fundargerðir

    • 1201183 – Strætó bs, fundargerðir 2012

      Lögð fram fundargerð 166. fundar.

      Lagt fram.

Ábendingagátt