Umhverfis- og framkvæmdaráð

21. mars 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 155

Mætt til fundar

 • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
 • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
 • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Lára Janusdóttir varamaður

Á fundinum voru einnig Sigurður Páll Harðarson, Dagur Jónsson og Helga Stefánsdóttir

Ritari

 • Helga Stefánsdóttir

Á fundinum voru einnig Sigurður Páll Harðarson, Dagur Jónsson og Helga Stefánsdóttir

 1. Almenn erindi

  • 1202334 – Kaplakriki, tryggingarmál

   Lagt fram minnisblað Önnu Jörgensdóttur lögmanns um stjórnsýslulega meðferð málsins.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Ólafi Helga Árnasyni kynninguna.

  • 1110306 – Rafmagnskaup fyrir Hafnarfjarðarbæ.

   Lögð fram útboðasgögn vegna útboðs á rafmagni fyrir Hafnarfjarðarbæ 2012.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar Umhverfis- og framkvæmdasviði að bjóða út rafmagnskaup fyrir Hafnarfjarðarbæ.

  • 1202518 – Frístundarbílinn, framtíð hans

   Tekið fyrir að nýju.

   Málinu frestað milli funda.

  • 1203162 – Gatnalýsing - lýsingarplan

   Lögð fram drög af lýsingarplani.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

  • 1112164 – Bolaalda,landmótunarsvæði

   Tekið fyrir að nýju.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð beinir því til Skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi Hamranesnámu verði klárað sem fyrst. Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur atvinnulífið til að skoða alvarlega að endurvinna jarðefni. $line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað: Sú ákvörðun að loka fyrir móttöku á efni í jarðvegstippi mun auka kosnað húsbyggjenda og framkvæmdaaðila verulega vegna losunar á óburðarhæfu efni. Samkeppnishæfni bæjarins vegna sölu á lóðum mun minnka þar sem kostnaður lóðarhafa mun aukast til muna. Umhverfisleg áhrif vegna aukinnnar vegalengdar til losunar mun einnig verða veruleg. Bæjarfulltrúar Sjálfsstæðisflokksins leggja til að lokun tippisins verði frestað eða að fundin verði önnur viðundandi lausn fyrir framkvæmdaaðila sem ekki felur í sér verulegan kostnaðarauka. $line$$line$Fulltrúar Samfylkingarinnar og VG vilja árétta að samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um losun jarðefna í Bolöldu hafi verið tekin í ráðinu með samþykki allra aðila þ.a.m fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Í ljósi nýrra upplýsinga sem hafa borist ráðinu hefur verið ákveðið að bregðast við með ósk um að Skipulags- og byggingarráð klári deiliskipulagsvinnu við Hamranesnámu með tilliti til losunar jarðefna. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og mælingum er Hamranestippurinn sprunginn og mun Hafnarfjarðarbær ekki ganga gegn sínum eigin deiliskipulagi. Því teljar fulltrúar Samfylkingarinnar og VG bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sé algerlega á skjön við framvindu og úrlausn málsins. $line$$line$Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill árétta að þegar ákvörðun við lokun tippsins var tekin lágu ekki fyrir að hálfu sviðsins fullnægjandi upplýsingar um þann mikla kostnað sem þessi ákvörðun mun hafa í för með sér fyrir starfsemi á svæðinu. Helga Ingólfsdóttir$line$$line$Fulltrúar Samfylkingarinnar og VG ítreka að unnið verði að lausn málsins með tilliti til allra hluteigandi aðila í ljósi nýrra upplýsinga en í senn vilja þeir koma með hvatningu til atvinnulífsins um að finna lausn að endurvinnslu jarðvegsúrgangs á næstu árum þar sem Hamranesnáman er tímabundinn lausn, ekki til langframa.

  • 1111179 – Umhverfis- og framkvæmdaráð, fjárhagsáætlun 2012

   Tekin fyrir drög að framkvæmdaráætlun 2012

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framkvæmdaáætlun 2012. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

  • 1201182 – Sorpa bs, fundargerðir 2012

   Lögð fram fundargerð nr.297.

   Lagt fram.

  • 1201183 – Strætó bs, fundargerðir 2012

   Lögð fram fundargerð nr.167

   Lagt fram.

Ábendingagátt