Umhverfis- og framkvæmdaráð

26. mars 2012 kl. 15:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 156

Mætt til fundar

 • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
 • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
 • Valdimar Svavarsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Gestur Svavarsson varamaður

Á fundinum voru einnig Sigurður Páll Harðarson og Helga Stefánsdóttir

Ritari

 • Helga Stefánsdóttir

Á fundinum voru einnig Sigurður Páll Harðarson og Helga Stefánsdóttir

 1. Almenn erindi

  • 1111179 – Umhverfis- og framkvæmdaráð, fjárhagsáætlun 2012

   Lögð fram útboðsgögn vegna framkvæmda við 4. áfanga frjálsíþróttahúss í Kaplakrika.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn og heimilar útboð. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að endurskipað verði í vinnuhóp um uppbyggingu FH-svæðis Kaplakrika. Formaður hópsins verði Margrét Gauja Magnúsdóttir Samfylkingu, fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins verði Valdimar Svavarsson og fyrir hönd Vinstri hreifingarinnar græns framboðs Árni Stefán Jónsson. Að auki skipar aðalstjórn FH tvo fulltrúa í hópinn. Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fráfarandi fulltrúum störf þeirra.

  • 1004116 – Vellir 5, Vellir 6, Ásland 3 og Skipalón, götukassar

   Lögð fram tillaga að gerð stétta og frágangs á Völlum 5 og Áslandi 3.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og heimilar útboð.

Ábendingagátt