Umhverfis- og framkvæmdaráð

22. ágúst 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 163

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
  • Konráð Jónsson varamaður
  • Guðrún Lísa Sigurðardóttir varamaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 0704184 – Áslandsskóli, húsnæðismál

      Lögð fram niðurstaða útboðs í færanlegar kennslustofur við Áslandsskóla, á fundinn mætir Svanlaugur Sveinsson.

      Umhverfis- og framkvæmdasvið óskar eftir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Tólf sf. $line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að ekki hafi fundist viðunandi lausn við fjölgun kennslustofa við Áslandsskóla. Ljóst er að kostnaður við þessa bráðabirgða framkvæmd er töluverður og ekki til að leysa húsnæðisvanda skólans til framtíðar.$line$Fulltrúar Samfylkingarinnar og VG vilja árétta að verið er að vinna að framtíðarlausn við Áslandsskóla en þá lausn þarf að vinna í samstarfi við þriðja aðila þar sem Áslandsskóli er í eigu einkaaðila. Samningaviðræður við FMhús hafa staðið yfir í sumar og því miður ekki skilað tilætluðum árangri en munu halda áfram. Húsnæðisvandi Áslandsskóla er brýnn og hægt er að árétta að hús þessi sem sett eru við skólann eru eign bæjarins sem hægt verður að nýta áfram þar sem gerist þörf á hverjum tíma.

    • 1206347 – Foreldraráði leikskóla Hafnarfjarðar, mikilvægi Frístundabílsins

      Lagt fram efindi Foreldraráðs leikskóla Hafnarfjarðarum mikilvægi Frístundabílsins dags 26. júní s.l.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar bréfið. Lagt er til að boðað verði til fundar með foreldraráði leikskóla Hafnarfjarðar þar sem farið verður yfir málið.$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir óánægju foreldraráðs leikskóla Hafnarfjarðar vegna ákvörðunar meirihlutans um að hætta rekstri Frístundabílsins. Bæjarfulltrúarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu í bæjarstjórn þann 11. apríl sl. m.a. “Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir miklum vonbrigðum með að meirihluti bæjarstjórnar hefur hafnað áframhaldandi samstarfi við Frístundabílinn og þar með stöðvað starfsemi þessa mikilvæga og góða samfélagsverkefnis. Mikil ánægja hefur verið með þjónustu Frístundabílsins sem hefur auðveldað börnum að stunda frístundir sínar og minnkað akstur foreldra á einkabílum til að koma börnum til og frá íþrótta- eða tómstundaiðkun”. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka bókun.$line$Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna óska bókað: Ítrekað er að ekki er verið að leggja niður þjónustu við börn og unglinga með tilliti til frístundaraksturs heldur er sú þjónusta veitt nú í samstarfi við Strætó bs. Önnur efnisatriði málsins vísa fulltrúar meirihlutans til bókunnar frá 4. apríl 2012.

    • 1207270 – Lagfæringar á gangstéttarhellum, bókun

      Lögð fram bókun bæjarráð dags 26. júlí s.l. varðandi hellur í Strandgötu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til úrvinnslu hjá Umhvefis- og framkvæmdasviði.

    • 1207251 – Reglur um götusölu og útimarkaði

      Lögð fram drög að reglum um götusölu og útimarkaði í landi Hafnarfjarðar. Erindinu var vísað út bæjarráði til ráðsins til umsagnar 26. júlí s.l. Lögð fram umsögn Umhverfis- og framkvæmdasviðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við drögin.

    • 1207247 – Nýr urðunarstaður, staðarval

      Lagt fram erindi Sorpu, Sorpurðunar Vesturlands, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja og Sorpstöðvar Suðurlands þar sem kynnt er að hafin sé undirbúningur að staðavali fyrir nýja urðunarstaði dags 18. júlí 2012.

      Lagt fram.

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      Lagt fram erindisbréf vegna byggingarnefndar í Kaplakrika.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindisbréfið.

    Fundargerðir

    • 1201183 – Strætó bs, fundargerðir 2012

      Lögð fram fundargerð 171.

      Lagt fram.

    • 1201182 – Sorpa bs, fundargerðir 2012

      Lögð fram fundargerð 302.

      Lagt fram.

Ábendingagátt