Umhverfis- og framkvæmdaráð

5. september 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 164

Mætt til fundar

 • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
 • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Gestur Svavarsson varamaður
 • Lára Janusdóttir varamaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

 • Sigurður Haraldsson
 1. Almenn erindi

  • 1205274 – Hamranesnáma - landmótunarsvæði

   Lögð fram tillaga að rekstrarfyrirkomulagi landmótunarsvæðis í Hamranesi.

   Á fundinn mætti Ishmael David og fór yfir verklag gagnvart jarðvegstipp við Hamranesnámu. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar gjaldskrárhluta til bæjarráðs.

  • 1208486 – Breiðvangur, akstur Strætó

   Lagður fram undirskriftarlisti íbúa við Breiðvang móttekin 28. águst s.l. varðandi akstur Strætó um Breiðvang.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur fjallað um athugasemdir íbúa Breiðvangs og mun við endurmat leiðarkerfisins hafa þær til hliðsjónar þegar meiri reynsla er komin á leiðarkerfið.

  • 1204319 – Almenningssamgöngur, innanbæjarakstur

   Lagðar fram athugasemdir sem hafa borist vegna aksturs Strætó bs um Breiðvang.

   Lagt fram og vísað í bókun vegna 2. liðar í fundargerð (málsnúmer 1208486).

  • 1208488 – Umhverfismál 2012

   Björn B Hilmarsson yfirmaður Þjónustumiðstöðvar mætir til fundarins og fer yfir umhverfisverkefni sumarið 2012.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Umhverfis- og framkvæmdarsviði fyrir hversu vel tókst til að halda Hafnarfjarðarbæ hreinum og fallegum í sumar og þakkar starfsmönnum fyrir einstaklega sólríkt sumar 🙂 $line$Farið var í sérstök átaksverkefni t.d í miðbæ Hafnarfjarðar, Hvaleyravatn, fjölgun ruslatunna, opnun sérstaks hundasvæðis og fleira sem virðist hafa gefið góða raun.

  • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

   Lagt fram að nýju.

   Umhverfis og framkvæmdarráð þakkar starfshópnum og starfsmönnum góða og ítarlega vinnu við að vinna drög að Umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjarðarbæ. $line$$line$Umhverfis- og framkvæmdarráð óskar eftir umsögnum og athugasemdum frá öllum sviðum, ráðum og nefndum Hafnarfjarðarbæjar.$line$$line$Einnig óskar Umhverfis- og framkvæmdarráð eftir athugasemdum og hugmyndum íbúa og óska eftir því að drögin verði opin íbúum á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar og hægt verði að senda inn athugasemdir í gegnum ábendingarhnapp sem verður opin fram um miðjan nóvember.$line$$line$Einnig leggur Umhverfis- og framkvæmdarráð það til að haldin verður kynningarfundur fyrir íbúa í október 2012.

  Fundargerðir

  • 1201182 – Sorpa bs, fundargerðir 2012

   Lögð fram fundargerð 303. fundar

   Lagt fram.

Ábendingagátt