Umhverfis- og framkvæmdaráð

3. október 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 166

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Lára Janusdóttir varamaður

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 1106161 – Tillögur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar.

      Tekið tið umföllunar tillögur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar frá Ungmennaþing 21. mars 2012. Til fundarins mæti Jóhanna M Sigurðardóttir frá Unglingaráði.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fulltrúa Ungmennaráðs Hafnarfjarðar fyrir kynninguna og beinum tillögum þeirra til sviðsins til úrvinnslu.

    • 1205167 – Gönguleiðir fyrir eldri borgara og staðsetning bekkja

      Lagt fram bréf frá Öldungaráði Hafnarfjarðar, Félagi eldri borgara í Hafnarfirði og Félagi íslenskra sjúkraþjálfara dags. 18. sept 2012 varðandi verkefnið “Brúkum bekkinn”.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja 10 bekki til verkefnisins.

    • 1110136 – Hellisgerði - hollvinasamtök

      Lagt fram erindi Hollvinafélags Hellisgerði dags 12. ágúst 2012 varðandi framtíð Bonsai-garðsins. Björn B Hilmarsson mætti til fundarins og fór yfir málið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindnu til Menningar- og ferðamálanefndar til umsagnar varðandi framtíð Bonsai garðsins.

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      Á fundinn mætir Erlendur Árni Hjálmarsson verkefnisstjóri fór yfir stöðu mál. Lagt var fram minnisblað.

    Fundargerðir

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      Lögð fram fundargerð vegna Bygginganefndar nr.103 og verkfundagerðir nr.4 og nr. 5 vegna lokun Frjálsíþróttahúss

      Lagt fram.

    • 1201182 – Sorpa bs, fundargerðir 2012

      Lögð fram fundargerð nr. 304.

      Lagt fram.

Ábendingagátt