Umhverfis- og framkvæmdaráð

10. október 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 167

Mætt til fundar

 • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
 • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
 • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

 • Helga Stefánsdóttir
 1. Almenn erindi

  • 1208486 – Breiðvangur, akstur Strætó

   Akstur Strætó bs um Breiðvang tekin fyrir að nýju. Fulltrúar Strætó munu mæta til fundarins.

   Á undanförnum vikum hefur verið til umræðu akstur Strætó bs um Breiðvanginn og framhjá Engidalsskóla. Farið hefur fram umræða við fulltrúa íbúa Breiðvangs um þær ábendingar sem komið hafa fram hjá þeim.$line$Lagt var fram hér á fundinum minnisblað frá Strætó bs. þar sem tíundaðar eru hugmyndir að lausn málsins. $line$Í ljósi þess er lagt til að haldinn verði samráðsfundur með íbúum Norðurbæjar þar sem þessar hugmyndir verði til umræðu. Fundurinn verði haldinn 18. október.$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að tekið verði fullt tillit til framkominna athugasemda íbúa við Breiðvang um leiðakerfið og leggja til að leiðakerfið verði endurskoðað með hliðsjón af framkomnum athugasemdum frá íbúum sem og áliti Umferðarsstofu sem tekur undir athugasemdir íbúanna. Breyting verði gerð á leiðakerfinu þannig að vagnarnir keyri ekki hring um Breiðvang sem tekur um eina mínutu í akstri. $line$Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur svo ákvörðun um málið á fundi sínum 24. október.

Ábendingagátt