Umhverfis- og framkvæmdaráð

17. október 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 168

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Guðrún Lísa Sigurðardóttir varamaður

Fundinn sátu einnig Sigurður P Harðarson, Dagur Jónsson, Sigurður Haraldsson og Helga Stefánsdóttir Umhverfis- og framkvæmdasviði.

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir

Fundinn sátu einnig Sigurður P Harðarson, Dagur Jónsson, Sigurður Haraldsson og Helga Stefánsdóttir Umhverfis- og framkvæmdasviði.

  1. Almenn erindi

    • 1202073 – Stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar í ferðamálum.

      Lögð fram Stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar í ferðamálum í Hafnarfirði. Ásbjörg Una Björnsdóttir á skrifstofu menningar- og ferðamála mætti til fundarins og kynnti stefnuna.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og vísar henni til umsagnar á sviðinu.

    • 1210131 – Hverfisgata - aspir í götu

      Björn B Hilmarsson garðyrkjustjóri mætir til fundarins og fer yfir málið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fella 4 aspir í götunni og framkvæmdin verði kynnt íbúum á svæðinu áður.

    • 1210013 – Göngu og hjólastíga í samvinnu við Vegagerðinar

      Kynnt bréf Umhverfis- og framkvæmdasviðs til Vegagerðarinnar varðandi forgangsröðun í stígaframkvæmdum við stofnvegi.

      Lagt fram.

    • 1204187 – Sorphirða í Hafnarfirði - útboð

      Lögð fram útboðasgögn sorphirðu í Hafnarfirði.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar sviðinu að fara í útboð á sorphirðu í Hafnarfirði.

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      Tekið fyrir að nýju.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskar bókað: Gerð verði óháð úttekt á framkvæmd við byggingu frjálsíþróttahúss að Kaplakrika í heild. $line$Skoðað verði meðal annars:$line$Hvernig staðið var að útboði og samningum við verktaka í upphafi verksins.$line$Gerð grein fyrir hvernig fjármunum sem teknir voru að láni til verkefnisins með veðsetningu á íþróttamiðstöðinni Kaplakrika var varið.$line$Farið yfir fjármögnun verksins og framvindu ásamt yfirferð yfir faglega þætti og breytingar sem gerðar hafa verið á verkinu á verktíma og ástæðu fyrir breytingum skýrðar.$line$Greindar verði ástæður fyrir verkstöðvun og uppgjöri um verktryggingu.$line$Skýrt með hvaða hætti var tekin afstaða til tilboðs forsvarsmanna FH um yfirtöku á verkefninu(bréf dags.6.6.2011)$line$Greining á kostnaði vegna verkstöðvunar og efnisgalla.$line$þá aðra þætti sem varða verkefnið og gætu skýrt ferill þess en ekki eru tilgreindir hér.$line$$line$Mikilvægt er í ljósi aukins kostnaðar við verkið og vegna þeirrar seinkunar sem orðið hefur á að ljúka því að varpa ljósi á helstu ástæður þess að framkvæmdin er ekki í samræmi við upphaflegar áætlanir.$line$ $line$Meiri hluti Umhverfis – og framkvæmdarráðs óskar eftir að sviðsstjóri Umhverfis- og framkvæmdarsviðs, skrifstofustjóri Skipulags-og byggingarsviðs og fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar $line$taki saman minnisblað og leggi fram fyrirliggjandi gögn um þær spurningar sem varpað hefur verið fram af hálfu sjálfstæðismanna í Umhverfis- og framkvæmdarráði varðandi framkvæmdir við Kaplakrika?.

    Fundargerðir

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      Lögð fram verkfundargerð nr. 6, vegna lokun Frjálsíþróttahúss.

      Lagt fram.

Ábendingagátt