Umhverfis- og framkvæmdaráð

24. október 2012 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 170

Mætt til fundar

 • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
 • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
 • Konráð Jónsson varamaður

Ritari

 • Sigurður Haraldsson
 1. Almenn erindi

  • 1210331 – Umhverfi og framkvæmdir - fjárhagsáætlun 2013

   Farið yfir drög að Fjárhagsáætlun 2013 hjá Umvherfi og framvkvæmdum.

   Umhverfis- og framkvæmdarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að rekstraráætlun 2013 og vísar drögunum til bæjarráðs.

  • 1208486 – Breiðvangur, akstur Strætó

   Farið yfir stöðu málsins.

   Umhverfis- og framkvæmdarráð hefur tekið til skoðunar ábendingar varðandi leiðarkerfi á strætisvögnum 43 og 44. Ábendingar hafa borist frá íbúum Breiðvangs varðandi þau óþægindi sem leið 43 veldur þegar ekið er inn Breiðvang og að Engidalsskóla.$line$Umhverfis- og framkvæmdarráð samþykkir breytingu á leið 43 og beinir því til Strætó bs að taka út þann legg leiðarkerfisins sem ekur um Breiðvang. Breytingin taki gildi þann 3. nóvember næstkomandi.$line$Umhverfis- og framkvæmdarráð óskar eftir því að að Strætó bs komi með tillögur hvernig hægt sé að koma betur til móts við íbúa og starfsfólk Hrafnistu með að keyra Strætó 43 að Hrafnistu þó án þess að fara inn Heiðvang, Norðurvang og Breiðvang.$line$Þá óskar Umhverfis- og framkvæmdarráð eftir því að Skipulags- og byggingarráð komi með tillögur um hvernig hægt sé að bæta umferðaröryggi gangandi vegfaranda við Hjallabrautina.

Ábendingagátt