Umhverfis- og framkvæmdaráð

30. nóvember 2012 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 174

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 1210331 – Umhverfi og framkvæmdir - fjárhagsáætlun 2013

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun fyrir 2013 og vísar henni til bæjarstjórnar.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:$line$Uppsöfnuð framkvæmdaþörf Hafnarfjarðarbæjar eftir niðurskurð síðustu ára vegna þess alvarlega fjárhagsvanda sem sveitarfélagið glímir við sem er afleiðing af fjárfestingargleði og skuldasöfnun Samfylkingarinnar sl. 10 ár. Fyrir árið 2013 er áætlað að verja 240 miljónum til nýfjárfestinga sem er verulega lægri fjárhæð en nágrannasveitarfélög verja til þessa málaflokks. $line$Ekki er til fjármagn til að ljúka frágangi gatna, gangstíga og leikvalla í uppbyggðum hverfum þó svo að íbúar þar hafi greitt uppsett lóðarverð.$line$Afar brýnt er að framkvæmdir við Ásvallarbraut verði hafnar sem fyrst en þessi vegtenging er mjög mikilvægt samgöngubót fyrir Vallasvæðið sem og fyrir uppbyggingu á Hádegishlíðum (Völlum 7).$line$ Lóðasala mun litlu skila til bæjarins þar sem allar óseldar lóðir eru 90% veðsettar og þung greiðslubyrði af erlendum lánum bæjarins sem samið var um á síðastliðnu ári veldur því að ekki er til ráðstöfunar viðunandi fjármagn til nýfjárfestinga í bænum.$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Umhverfis- og framkvæmdaráði lýsa fullri ábyrgð á ástandi mála í Hafnarfirði á hendur meirihluta bæjarstjórnar, Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs.

Ábendingagátt