Umhverfis- og framkvæmdaráð

23. janúar 2013 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 177

Mætt til fundar

 • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
 • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Árni Björn Ómarsson varamaður
 • Konráð Jónsson varamaður

Fundinn sátu einnig Sigurður Haraldsson, Helga Stefánsdóttir og Sigurður Páll Harðarson frá Umhverfi og framkvæmdum.

Ritari

 • Helga Stefánsdóttir

Fundinn sátu einnig Sigurður Haraldsson, Helga Stefánsdóttir og Sigurður Páll Harðarson frá Umhverfi og framkvæmdum.

 1. Almenn erindi

  • 1204187 – Sorphirða í Hafnarfirði - útboð

   Farið yfir stöðu málsins. Úrskurðarnefnd kærunefndar útboðsmála hefur útboðið til skoðunar og hefur samningsferlið verið sett í bið. Ólafur Helgi Árnason lögfræðingur mætti til fundarins.

  • 1301373 – Strætó bs- Bókun frá fundi stjórnar Strætó bs. þann 30. nóvember 2012

   Þorsteinn R Hermannsson frá Mannviti hf mætti til fundarins og kynnti hraðvagnakefi.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og vísa málinu til Skipulags- og byggingaráðs.

  • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

   Farið yfir stöðu málsins. Kynning verður haldin í kvöld á Umhverfis- og auðlindarstefnunni á Norðurhellu 2 kl 20:00.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð minnir á kynninguna.

  • 1209276 – Öryggisráð Hafnarfjarðarbæjar

   Erlendur Árni Hjálmarsson formaður Öryggisráðs Hafnarfjarðar gerir grein fyrir Öryggisráðinu og fer yfir stöðu vinnu hjá Umhverfi og framkvæmdum.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

  Fundargerðir

  • 1301060 – Sorpa bs, fundargerðir 2013

   Lögð fram fundargerð nr. 311.

  • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

   Lagðar fram verkfundargerðir nr.9-11 og fundargerð byggingarnefndar nr. 104.

Ábendingagátt