Umhverfis- og framkvæmdaráð

6. febrúar 2013 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 178

Mætt til fundar

 • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
 • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
 • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Lára Janusdóttir varamaður

Ritari

 • Helga Stefánsdóttir
 1. Almenn erindi

  • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

   Tekið fyrir.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar umsögnum og athugasemdum við Umhverfis- og auðlindastefnuna til vinnuhópsins.

  • 1301764 – Strætó bs. leiðarkerfi

   Tekið til umræðu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að haldinn verði samráðsfundur með íbúum um leiðarkerfi Strætó í Hafnarfirði.

  • 1302025 – Móttökustöð Sorpu Breiðhellu, framtíðarsýn

   Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu bs mætti til fundarins og kynnti framtíðarsýn varðandi móttöku gjaldskyldra umbúða hjá Sorpu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að Sorpa vinni að því að móttaka gjaldskyldra umbúða verði áfram í Breiðhellu.

Ábendingagátt