Umhverfis- og framkvæmdaráð

20. febrúar 2013 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 179

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Lára Janusdóttir varamaður

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 1202052 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, vatnsvernd, heildarendurskoðun

      Verklag vegna endurskoðunar vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við verkefnislýsinguna en leggur áherslu á að vatnsvernd í Fagradal í Lönguhlíðum verði innan verkefnisins.

    • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir framkomnar ábendingar og vísar Umhverfis- og auðlindastefnu til samþykktar í bæjarstjórn.

    • 1111179 – Umhverfis- og framkvæmdaráð, fjárhagsáætlun 2012

      Kynnt niðurstaða rekstrarársins 2012.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að niðurstaða rekstar ársins 2012 á beinum kostnaðarliðum er innan áætlunar og lýsir ráðið yfir ánægju sinni með þá niðurstöðu.

    • 1009022 – Leiksvæði, aðalskoðun

      Lögð fram tilboð í aðalskoðun opinna leiksvæða.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar sviðinu að leita samninga við lægst bjóðanda Próark ehf til eins árs með möguleika á framlengingu.

    • 1302220 – Sumarblóm og matjurtir - útboð

      Lögð fram niðurstaða útboðs á Sumarblómum og matjurtum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar sviðinu að leita samninga við lægst bjóðanda Eðal-búrið ehf.

    • 1108227 – Umhverfismál, hugarflugsfundur

      Farið yfir stöðu mála og næstu skref rædd.

    • 1001145 – Hávaðakort samkv. tilskipun EU 2002/49/EC og skrá yfir stóra vegi

      Kynnt niðurstaða kortlagningar hávaða í Hafnarfirði samkvæmt til skipun EU 2002/49/ec.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 1302074 – Refaveiðar á Íslandi, 84. mál

      Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis varðandi ósk um umsögn varðandi tillögu til þingsályktunar um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi, 84. mál. Þess er óskað að umsögn berist fyrir 22. febrúar nk.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir álit Umhverfisteymisins og tekur jákvætt í þingsályktunartillögu um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi.

    Fundargerðir

    • 1110137 – Umhverfisteymi fundargerðir

      Lögð fram fundargerð 18. fundar

    • 1301060 – Sorpa bs, fundargerðir 2013

      Lagðar fram fundargerðir nr.312 og 313

Ábendingagátt