Umhverfis- og framkvæmdaráð

15. maí 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 185

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Árni Björn Ómarsson varamaður

Fundinn sátu einnig Sigurður Haraldsson, Helga Stefánsdóttir, Dagur Jónsson og Sigurður Páll Harðarson frá Umhverfi og framkvæmdum.

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir

Fundinn sátu einnig Sigurður Haraldsson, Helga Stefánsdóttir, Dagur Jónsson og Sigurður Páll Harðarson frá Umhverfi og framkvæmdum.

  1. Almenn erindi

    • 1204187 – Sorphirða í Hafnarfirði - útboð

      Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingarfulltrúi mætir til fundarins og kynnti kynningaráætlun bæjarins á innleiðingu á pappírstunnunni.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð þakkar fyrir kynninguna.

    • 1304501 – Kalt vatn í Vatnsendakrikum í Heiðmörk, nýting

      Lagt fram bréf frá Orkustofnun varðandi nýtingu á kölduvatni í Vatnsendakrikum í Heiðmörk dags 24. apríl 2013.

      Hafnarfjörður hefur nýtt sjálfrennandi vatn úr Kaldárbotnum síðan 1918 eða í 95 ár. Kaldárbotnar eru náttúrulegar lindir með fyrsta flokks drykkjarvatni sem veita fyrirtækjum og 27.000 íbúum Hafnarfjarðar neysluvatn án þess að utanaðkomandi orku sé þörf. Vatnsbólin í Kaldárbotnum eru í hæsta gæðaflokki, sjálfbær og órofinn hluti af þeirri jákvæðu ímynd sem er á gæðum drykkjarvatns í Hafnarfirði. Nú þegar liggja fyrir sterk rök fyrir því að dæling Orkuveitu Reykjavíkur og Vatnsveitu Kópavogs í Vatnsendakrikum hafi áhrif á grunnvatnshæð í Kaldárbotnum. Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar getur ekki með nokkru móti fallist á að Orkustofnun heimili aukna vinnslu vatns í Vatnsendakrikum. Umhverfis- og framkvæmdarráð vísar erindinu til umfjöllunar í bæjarstjórn.

    • 1305131 – Þríhnjúkar, olíuslys

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð óskar eftir frekari upplýsingum hvað varðar umfang framkvæmda við Þríhnjúkagíg og aðrar fyrirhugaðar framkvæmdir á vatnsverndarsvæðinu. $line$Einnig óskar Umhverfis ? og framkvæmdarráð eftir kynningu frá Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um þá viðbragðsáætlun sem fer af stað við mengunarslysum á vatnsverndarsvæðinu.

    • 1302055 – Strætó bs, leiðakerfisbreytingar 2014

      Lagt fram bréf Strætó bs varðandi leiðarkerfið.

      Lagt fram.

    • 1301440 – Reykjanesfólkvangur, skipan stjórnar og fjárhagur

      Lögð fram bókun Umhverfisteymis ( sjá síðustu fundargerð)og umsögn lögfræðiteymis.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð leggur til við stjórn Reykjanesfólkvangs að haldinn verði sameiginlegur fundur aðildasveitarfélaganna og Umhverfisstofnunar, varðandi erindi Grindarvíkur.

    • 0806122 – Selvogsgata 3, steyptur veggur við stíg

      Tekið til umræðu.

      Málið kynnt.

    • 1008163 – Austurgata 29, veggur á lóðarmörkum

      Tekið til umræðu.

      Málið kynnt.

    • 1004116 – Vellir 5, Vellir 6, Ásland 3 og Skipalón, götukassar

      Kynnt áætlun um framkvæmdir á Völlum og Áslandi.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð þakkar kynninguna.

    • 1104098 – Leiksvæðaúttektir og eftirlit

      Kynnt úttekt á opnum leiksvæðum gerð af garðyrkjustjóra.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð þakkar kynninguna.

    • 1305091 – Umhverfismál 2013

      Björn B Hilmarsson yfirmaður Þjónustumiðstöðvar mætir til fundarins og fer yfir umhverfisverkefni sumarið 2013.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð þakkar kynninguna.

    • 1305086 – Umhverfisvakt 2013

      Umhverfisvaktin 2013 kynnt.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð þakkar kynninguna.

    • 1305105 – Bonsai garðurinn

      Skógrækt Hafnarfjarðar mun sjá um trén í sumar og hafa þau til sýnis.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð fagnar nýrri staðsetningu á Bonsai trjánum. Ráðið samþykkir jafnframt að girðingarnar sé teknar niður í Hellisgerði.

    • 1305132 – Fjörður, skýli fyrir hjól

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð felur sviðinu að koma með tillögur að hjólastæðum við Fjörð.

    • 1205226 – Viðhald fasteigna

      Á fundinn mætir Svanlaugur Sveinsson og fer yfir áætlun vegna viðhalds fasteigna 2013.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð þakkar kynninguna.

    • 1305150 – Flatahraun 14, húsnæðismál

      Farið yfir húsnæðismál Flatahrauns 14.

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      Lögð fram fundargerð bygginganefndar nr. 105

      Lagt fram.

    • 1209311 – Hjúkrunarheimili á Völlum, undirbúningur

      Fundargerðir 1,2 og 3 hjá Verkefnisstjórn.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 1301060 – Sorpa bs, fundargerðir 2013

      Lögð fram fundargerð nr. 319

      Lagt fram.

    • 1301061 – Strætó bs, fundargerðir 2013

      Fundargerðir liggja á heimasíðu Strætó bs http://www.straeto.is/um-straeto/fundargerdir/

      Lagt fram.

    • 1110137 – Umhverfisteymi fundargerðir

      Lögð fram fundargerð 22. fundar.

      Lagt fram.

Ábendingagátt