Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi Norðurhellu 2
Fundinn sátu einnig Sigurður Haraldsson, Helga Stefánsdóttir, Dagur Jónsson og Sigurður Páll Harðarson frá Umhverfi og framkvæmdum.
Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingarfulltrúi mætir til fundarins og kynnti kynningaráætlun bæjarins á innleiðingu á pappírstunnunni.
Umhverfis- og framkvæmdarráð þakkar fyrir kynninguna.
Lagt fram bréf frá Orkustofnun varðandi nýtingu á kölduvatni í Vatnsendakrikum í Heiðmörk dags 24. apríl 2013.
Hafnarfjörður hefur nýtt sjálfrennandi vatn úr Kaldárbotnum síðan 1918 eða í 95 ár. Kaldárbotnar eru náttúrulegar lindir með fyrsta flokks drykkjarvatni sem veita fyrirtækjum og 27.000 íbúum Hafnarfjarðar neysluvatn án þess að utanaðkomandi orku sé þörf. Vatnsbólin í Kaldárbotnum eru í hæsta gæðaflokki, sjálfbær og órofinn hluti af þeirri jákvæðu ímynd sem er á gæðum drykkjarvatns í Hafnarfirði. Nú þegar liggja fyrir sterk rök fyrir því að dæling Orkuveitu Reykjavíkur og Vatnsveitu Kópavogs í Vatnsendakrikum hafi áhrif á grunnvatnshæð í Kaldárbotnum. Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar getur ekki með nokkru móti fallist á að Orkustofnun heimili aukna vinnslu vatns í Vatnsendakrikum. Umhverfis- og framkvæmdarráð vísar erindinu til umfjöllunar í bæjarstjórn.
Tekið til umræðu.
Umhverfis- og framkvæmdarráð óskar eftir frekari upplýsingum hvað varðar umfang framkvæmda við Þríhnjúkagíg og aðrar fyrirhugaðar framkvæmdir á vatnsverndarsvæðinu. $line$Einnig óskar Umhverfis ? og framkvæmdarráð eftir kynningu frá Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um þá viðbragðsáætlun sem fer af stað við mengunarslysum á vatnsverndarsvæðinu.
Lagt fram bréf Strætó bs varðandi leiðarkerfið.
Lagt fram.
Lögð fram bókun Umhverfisteymis ( sjá síðustu fundargerð)og umsögn lögfræðiteymis.
Umhverfis- og framkvæmdarráð leggur til við stjórn Reykjanesfólkvangs að haldinn verði sameiginlegur fundur aðildasveitarfélaganna og Umhverfisstofnunar, varðandi erindi Grindarvíkur.
Málið kynnt.
Kynnt áætlun um framkvæmdir á Völlum og Áslandi.
Umhverfis- og framkvæmdarráð þakkar kynninguna.
Kynnt úttekt á opnum leiksvæðum gerð af garðyrkjustjóra.
Björn B Hilmarsson yfirmaður Þjónustumiðstöðvar mætir til fundarins og fer yfir umhverfisverkefni sumarið 2013.
Umhverfisvaktin 2013 kynnt.
Skógrækt Hafnarfjarðar mun sjá um trén í sumar og hafa þau til sýnis.
Umhverfis- og framkvæmdarráð fagnar nýrri staðsetningu á Bonsai trjánum. Ráðið samþykkir jafnframt að girðingarnar sé teknar niður í Hellisgerði.
Umhverfis- og framkvæmdarráð felur sviðinu að koma með tillögur að hjólastæðum við Fjörð.
Á fundinn mætir Svanlaugur Sveinsson og fer yfir áætlun vegna viðhalds fasteigna 2013.
Farið yfir húsnæðismál Flatahrauns 14.
Lögð fram fundargerð bygginganefndar nr. 105
Fundargerðir 1,2 og 3 hjá Verkefnisstjórn.
Lögð fram fundargerð nr. 319
Fundargerðir liggja á heimasíðu Strætó bs http://www.straeto.is/um-straeto/fundargerdir/
Lögð fram fundargerð 22. fundar.