Umhverfis- og framkvæmdaráð

29. maí 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 186

Mætt til fundar

 • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
 • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Árni Björn Ómarsson varamaður

Ritari

 • Helga Stefánsdóttir
 1. Almenn erindi

  • 1001145 – Hávaðakort samkv. tilskipun EU 2002/49/EC og skrá yfir stóra vegi

   Fulltrúi Eflu ehf mætir til fundarins og kynnir drög að aðgerðaráætlun vegna hávaða í Hafnarfirði samkvæmt til skipun EU 2002/49/ec fyrir árin 2013-2018. Verkefnið er unnið í samvinnu við Vegagerðina.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir kynninguna. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að aðgerðaráætlun verði auglýst til kynningar. $line$Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að auglýsa til kynningar aðgerðaráætlun skv. 11. gr. reglugerðar nr. 1000/2005.”

  • 1305150 – Flatahraun 14, húsnæðismál

   Farið yfir umsóknir um notkun á húsnæðinu. Lögð fram bókun Íþrótta og tómstundanefndar um málið.$line$$line$

   Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindi Íþrótta- og tómstundanefnda . Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir að samningurinn verði lagður fram í ráðinu áður en til undirritunar kemur.$line$Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Helga Ingólfsdóttir, situr hjá þar sem ekki liggja fyrir kostnaðarforsendur verkefnisins.

  • 1305131 – Þríhnjúkar, olíuslys

   Fulltrúi heilbrigðiseftirlits Kópavogs- og Hafnarfjarðarsvæðis mætir til fundarins.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

  • 1111200 – Strandgata, ný húsagata

   Lögð fram niðurstaða útboðsins

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við Grafa og grjót ehf.$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskað bókað: Á fjárhagsáætlun vegna ársins 2013 eru á áætlun 20 miljónir vegna verksins en nú er samkvæmt fyrirliggjandi útboðsgögnum gert ráð fyrir að bærinn greiði á þessu ári kr. 40 miljónir í þessa framkvæmd án þess að fyrir liggi fjárheimild fyrir nema fyrir helmingi af þeirri fjárhæð, lægsta tilboð var tæpar 70 miljónir.$line$Kostnaðaráætlun var 66.5 miljónir og skilmálar útboðsins fólu í sér að verktakinn lánaði bænum framkvæmdafé í 4,5 mánuði eftir verklok um helming tilboðsfjárhæðarinnar eða nálægt 30 miljónum sem hlýtur að vera einsdæmi í ekki stærri framkvæmd jafnstórs sveitarfélags og Hafnarfjörður er. Skilmálarnir eru einungis til þess fallnir að auka kostnað bæjarins vegna framkvæmdarinnar og sýnir í raun bága stöðu Hafnarfjarðarbæjar. Í útboðsgögnum var farið fram á að verktaki reikni þennan kostnað inn í einingaverðið. Afleiðingin er að innsend tilboð eru að meðaltali 12% yfir kostnaðaráætlun.$line$Bæjarfulltrúar sjálfstæðisflokksins

  • 1008163 – Austurgata 29, veggur á lóðarmörkum

   Tekið fyrir að nýju.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að steyptur verður upp veggur upp í götuhæð.

  • 0806122 – Selvogsgata 3, steyptur veggur við stíg

   Tekið fyrir að nýju.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að steyptur verður upp veggur upp í stígshæð frá Selvogsgötu að leikvelli.

  • 1305315 – 17. júní, lokun gatna

   Kynnt umsókn ITH um lokun gatna á 17. júní.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir ekki framkomna tillögu og felur sviðinu að ræða við þjóðhátíðarnefnd um lokanir.

  • 1305241 – Ásvellir, skólagarðar

   Lagt fram erindi ITH varðandi nýjan skólagarð í Haukasvæðinu.

   Málið kynnt.

  Fundargerðir

  • 1209311 – Hjúkrunarheimili í Skarðshlíð.

   Hjúkrunarheimili á Völlum, lagðar fram fundargerðir 4 og 5.

   Lagt fram.

  • 1301061 – Strætó bs, fundargerðir 2013

   Lagðar fram fundargerðir nr.180 og 181.

   Lagt fram.

Ábendingagátt