Umhverfis- og framkvæmdaráð

5. júní 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 187

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      Kynnt greinargerð um frjálsíþróttahúsið í Kaplakrika.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 1302055 – Strætó bs, leiðakerfisbreytingar 2014

      Kynnt niðurstaða íbúafundar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar þátttöku notenda á fundinum og mun taka allar athugsemdir til skoðunar. $line$Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við Strætó bs að strætó gangi að Hrafnistu um Herfjólfsgötu og Skjólvangi. Óskað er eftir því að skoðað verði að þessi breyting taki gildi í haust.

    • 1305132 – Fjörður, skýli fyrir hjól

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að sett verði upp hjólastæði sunnan við hús Strætó við Fjörð. Óskað er eftir að unnin verði tillaga að útfærslu og kostnaðaráætlun.

    • 1305315 – 17. júní, lokun gatna

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framkvæmd lokana fyrir sitt leiti.

    • 1210331 – Umhverfi og framkvæmdir - fjárhagsáætlun 2013

      Kynnt 3. mánaðaruppgjör.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    Fundargerðir

    • 1110137 – Umhverfisteymi fundargerðir

      Lögð fram fundargerð 23. fundar

      Lagt fram.

Ábendingagátt