Umhverfis- og framkvæmdaráð

12. júní 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 188

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Lára Janusdóttir varamaður

Ritari

  • Sigurður Haraldsson
  1. Almenn erindi

    • 1305131 – Þríhnjúkar, olíuslys

      Tekið fyrir að nýju.

      Vegna mengunaratviks við Þríhnjúka þann 8. maí sl. þar sem vatnsból höfuðborgarsvæðisins voru í alvarlegri mengunarhættu leggur umhverfis- og framkvæmdaráð til að sveitarfélögin sem eiga hagsmuni að gæta í vatnsverndarmálum á svæðinu skipi samráðshóp um framtíð vatnsverndarsvæðisins. Hópurinn mun koma með tillögur um viðbragðsáætlanir vegna mengunaróhappa, reglur um olíuflutninga, kröfur til vegagerðarinnar vegna frágangs á vegum og annað sem varðar vatnsverndarsvæðið. $line$$line$Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að bæjarstjóri Hafnarfjarðar taki uppá vettvangi SSH að stofnaður verði samráðshópur sem eiga hagsmuni að gæta á vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Samráðshópurinn skal skila aðgerðaráætlun til sveitafélaganna.$line$$line$Greinagerð.$line$Þann 8. maí varð olíuslys á Bláfjallavegi þar sem um 600 lítrar fóru ofan í jörðu. Lán var í óláni að olían fór niður á bílastæði en ekki opið hraun. Talið er að um 100-150 lítrum hafi ekki náðst að hreinsa upp. Nokkuð öruggt má telja að ef slysið hefði orðið í opnu hrauni þá hefði lítið sem ekkert af olíunni náðst upp. Slysið átti sér stað kl. 14:02, aðgerðir til hreinsunar hófust tveimur tímum seinna, á þeim tíma hefur töluvert magn lekið niður í hraunið og ekki náðst upp. $line$$line$Nokkuð er um að vöru- og fólksflutningabifreiðar aki um vatnsverndarsvæðið, í þessum bifreiðum geta verið allt að 450 lítrar af olíu. Nokkur slys hafa verið á vatnsverndarsvæðinu þar sem töluvert magn olíu hefur lekið niður. Einnig er mikið um olíuflutninga á Suðurlandsvegi sem er á fjarsvæði vatnsverndarinnar, olíubílarnir geta borið allt að 32 rúmmetra af eldsneyti. Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins notar töluvert magn olíu, flutt er í hverri ferð 3000 lítrar af olíu til skíðasvæðisins.$line$$line$Í ljósi þess hve vatnsverndarsvæðið er viðkvæmt fyrir mengunaróhöppum og um mikla hagsmuni er um að ræða fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins telur umhverfis- og framkvæmdaráð það forgangsverkefni að samræmdar séu tillögur um viðbragðsáætlanir við mengunarslysum, að settar séu fram skýrar reglur um faratæki og loftför sem fara yfir vatnsverndarsvæðið og að gerðar séu kröfur á vegagerðina um frágang á vegum á þann hátt að sem minnsta hætta sé á mengunarslysi.

    • 1109006 – Uppland Hafnarfjarðar - hreinsun

      Umgengni um Upplandið.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð felur sviðinu að afla nánari upplýsinga um ástand upplandsins.

    • 1306104 – Veggjakrot í Hafnarfirði

      Farið yfir umfang veggjakrots í Hafnarfirði og hugsanlegar aðgerðir gegn því.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð felur sviðinu að vinna verklagsreglur vegna viðbragða við veggjakroti.

Ábendingagátt