Umhverfis- og framkvæmdaráð

11. september 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 192

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Lára Janusdóttir varamaður

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 1309140 – Lækurinn, varphólmar

      Guðmundur Fylkisson mætir til fundarins og kynnir hvernig til tóks við að verja varp í hólmum Lækarins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Guðmundir Fylkissyni fyrir frábært framtak og tekur vel í hugmyndir hans um framhald verkefnisins næsta sumar. Ráðið felur sviðinu að vinna málið áfram með honum.

    • 1001145 – Hávaðakort samkv. tilskipun EU 2002/49/EC og skrá yfir stóra vegi

      Aðgerðaráætlun um kortlagningu hávaða var í auglýsingu til 8. júlí s.l. Ein athugasemd barst. Jafnframt hefur borist umsögn Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Ein athugsemd bars. Lagt fram svar við innsendri athugasemd.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir svar við athugasemd, samþykkir aðgerðaráætlunina og gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir aðgerðaráætlun skv. 11. gr. reglugerðar nr. 1000/2005.”

    • 1308292 – Mávahraun 5 og 7 og Svöluhraun 6 og 8, göngustígur

      Lagt fram erindi íbúa við Mávahraun dags 14.águst 2013 þar sem óskað er eftir að stígum sem er á skipulagi milli Mávahrauns og Svöluhrauns verði gerður.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunar 2014.

    • 1302055 – Strætó bs, leiðakerfisbreytingar 2014

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í reynsluverkefni með pöntunarþjónustu fyrir Hrafnistu. Umhverfis- og framkvæmdaráð fer jafnframt fram á við Strætó bs að verkefni verði vel kynnt notendum á svæðinu. Niðurstaða reynsluverkefnisins verður metin næsta sumar.

    Fundargerðir

    • 1301060 – Sorpa bs, fundargerðir 2013

      Lögð fram fundargerð nr.323.

      Lagt fram.

Ábendingagátt