Umhverfis- og framkvæmdaráð

23. október 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 197

Mætt til fundar

 • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
 • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
 • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Ritari

 • Helga Stefánsdóttir
 1. Almenn erindi

  • 1310300 – Þungmálmar og brennisteinn í mosa í Hafnarfirði

   Lögð fram skýrsla Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands um Þungmálma og brennisteinn í mosa á Íslandi 1990-2010: Áhrif iðjuvera. Á fundinn mæta Páll Stefánsson og Guðmundur Einarsson frá Heilbrigðiseftirliti.

   Umhverfis og framkvæmdarráð tekur niðurstöðu skýrslunnar alvarlega og leggur til eftirfarandi:$line$Umhverfis- og framkvæmdarráð óskar eftir að kannað verði hvort þörf sé á fleiri sýnitöku á mosa og jarðvegi, bæði innan iðnaðarsvæðisins og innanbyggðar á Völlum, til að fá fleiri mælingar þar sem framkomin rannsókn sýnir að veruleg mengun fannst í 2 sýnum af 11, með mjög afmarkaða staðsetningu.$line$Umhverfis og framkvæmdarráð vill benda á loftmælingarstöðina sem staðsett er í dag á Hvaleyrarholti og hægt er að nálgast niðurstöður í rauntíma frá henni á heimasíður bæjarins, www.hafnarfjordur.is. Að auki verði komið verður upp loftmælistöð til að mæla loftgæði innan Vallarsvæðins. Mælingarnar verða framkvæmdar eins fljótt og mögulegt er og niðurstöður birtar opinberlega. $line$Umhverfis ? og framkvæmdarráð óskar eftir frekari skoðun á svæðinu og að kortlagt verði hvaða mengunarvarnir fyrirtækin á svæðinu eru með og með hvaða hætti við getum unnið að því að draga úr mengun á iðnaðarsvæðinu.$line$Strax verður hafist við aðgerðir til að bæta mengunarvarnir í samráði við Heilbrigðiseftirlitið og fyrirtækin á svæðinu. Það verður farið í þá vinnu algjörlega óháð því hvaða niðurstöður koma úr mælingunum. Verkefnastjóri verður Guðmundur Einarsson.$line$Umhverfis- og framkvæmdarráð óskar eftir áfangaskýrslu innan 3ja mánaða frá Heilbrigðiseftirlitinu.

  • 1310090 – Móttökuskemmur fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir, lánasamningur

   Lagt fram erindi stjórnar Sorpu bs. dags. 2. október 2013 þar sem óskað er eftir staðfestingu á lántöku fyrirtækisins hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna byggingar á móttökuskemmum vegna móttöku á skilagjaldsskyuldum umbúðum. Erindinu var vísað til Umhverfis- og framkvæmdaráðs á fundi bæjarstjórnar 16. október s.l. Framkvæmdarstjóri Sorpu bs Björn Halldórsson mætti til fundarins og kynnti málið.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leiti.

  • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

   Lagt fram erindi skipulags- og byggingarráðs sent í tölvupósti 30. september sl. þar sem óskað er eftir umsögn um endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005 – 2025, endurskoðuð greinargerð og aðalskipulagsuppdráttur.$line$

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að gera tillögu að umsögn.

  • 1310196 – Tartu, vinabæjarheimsókn, "Light in the City"

   Lagt fram erindi bæjarstjóra Tartu dags. 4 október 2013 þar sem fulltrúum bæjarins er boðin þátttaka í hátíðarinni “Light in the City” sem haldin verður í Tartu 7. – 9. maí 2014.$line$Bæjarráð vísaði erindinu til skoðunar hjá umhverfis- og framkvæmdaráði.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og leggur til að fulltrúar sveitarfélagsins taki þátt í verkefninu.

  • 1309580 – EarthCheck umhverfisvottunarsamtök

   Lagt fram erindi Grænna hæla ehf dags 23. september 2013 varaðndi umhverfisvottuð sveitarfélög.$line$Á fundi Bæjarráðs 14. okt s.l. var óskar eftir umsögn umhverfis- og framkvæmdaráðs.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til skoðunar í Umhverfisteyminu.

  • 1310274 – VIII. Umhverfisþing föstudaginn 8. nóvember 2013 í Hörpu - umhverfis- og skipulagsnefndir

   Umhverfis- og auðlindaráðuneytið boðar til áttunda Umhverisþings 8. nóvember 2013 í Hörpu í Reykjavík. Fulltrúum umhverfis- og skipulagsnefnda sveitarfélaga er boðið sérstaklega að taka þátt. Skráning fer fram á heimasíðu ráðuneytisins.

  Fundargerðir

  • 1301061 – Strætó bs, fundargerðir 2013

   Lagðar fram fundargerðir nr. 185, 186 og 187 fundar sem liggja á heimasíðu Strætó bs http://www.straeto.is/um-straeto/fundargerdir/

   Lagt fram.

  • 1301060 – Sorpa bs, fundargerðir 2013

   Lögð fram fundargerð nr. 325

   Lagt fram.

Ábendingagátt