Umhverfis- og framkvæmdaráð

4. desember 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 201

Mætt til fundar

 • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
 • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
 • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

 • Helga Stefánsdóttir
 1. Almenn erindi

  • 1311303 – Samgöngustefna Hafnarfjarðarbæjar

   Tekið fyrir.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð skipar Hörð Þorsteinsson Samfylkingunni, Ólaf Inga Tómasson Sjálfstæðisflokki og fulltrúa Vinstri grænna.

  • 1309240 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2014-2024

   Farið yfir áætlanir sviðsins fyrir 2014

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fjárhagsáætlun 2014 fyrir Umhverfi og framkvæmdir fyrir rekstur og fjárfestingar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Umhverfis- og framkvæmdasviðs í Umhverfis- og framkvæmdaráði en munu við framlagningu fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðar í bæjarráði og í bæjarstjórn fjalla um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar í heild sinni.

  • 1311333 – Strætó - akstur um Hellnahraun

   Lagt fram minnisblað frá Strætó bs varðandi akstur strætó um Hellanhraun.

   Lagt fram.

  • 1306104 – Veggjakrot í Hafnarfirði

   Erindinu var vísað til umhverfisteymis. Kynnt tillaga að verklagi.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að ræða við ÍTH varðandi aðkomu þeirra að átaki gegn veggjakroti.

  • 1109006 – Uppland Hafnarfjarðar - hreinsun

   Erindinu var vísað til umhverfisteymis. Lokið hefur verið við úttekt á upplandinu og er ástand þess með besta móti.

   Lagt fram.

  • 1308508 – Ásvallabraut - ósk um gróðursetningu trjáa á hljóð- og sjónmön

   Tekið fyrir erindi Ásbjörns Þ Ásbjörssonar þar sem óskað er eftir að gróðursett verði í mönina við spennivirkið. Lögð fram tillaga umhverfisteymisins þar sem segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að gróðursett sé í mönina.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir bókun Umhverfisteymis.

  • 1311374 – Reykjavíkurvegur - aðgengi að stoppistöð Strætó

   Lagt fram erindi Valitors varðandi aðgengi að stoppistöð Strætó.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til skoðunar í undirbúningshóp umferðarmála.

  • 1311380 – Upplýsinga- og vegvísunarskilti

   Lagt fram erindi Markó-merkja ehf dags 27. nóv 2013 þar sem óskað er eftir viðræðum við Hafnarfjarðarbæ um uppsetningu slíkra skilta og rekstur.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að ræða við bréfritara.

  • 1312007 – Betri Hafnarfjörður,Göng undir Reykjavíkurveg

   Vísað til Umhverfis- og framkvæmdarráðs frá Betri Hafnarfjörður.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að fyrirhugaðar séu endurbætur á umferðarljósum á þessum stað. Ekki er gert ráð fyrir undirgöngum á þessum stað.

  • 1312011 – Betri Hafnarfjörður, Fjölga ruslaílátum

   Vísað til Umhverfis- og framkvæmdarráðs frá Betri Hafnarfjörður.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar ábendinguna og unnið er að fjölgun tunna í sveitarfélaginu.

  • 1312014 – Betri Hafnarfjörður, Merkja ruslatunnur með sms-kóða

   Vísað til Umhverfis- og framkvæmdarráðs frá Betri Hafnarfjörður.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar ábendinguna og vísar þessu til skoðunar á sviðinu.

  Fundargerðir

  • 1110137 – Umhverfisteymi fundargerðir

   Lögð fram fundargerð nr.29.

   Lagt fram.

  • 1301061 – Strætó bs, fundargerðir 2013

   Lögð fram fundargerð nr. 189 fundar sem liggja á heimasíðu Strætó bs http://www.straeto.is/um-straeto/fundargerdir/

   Lagt fram.

  • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

   Lagðar fram fundagerðir bygginganefndar nr. 109-110.

   Lagt fram.

  • 1301060 – Sorpa bs, fundargerðir 2013

   Lögð fram fundargerð nr.328.

   Lagt fram.

  • 1209311 – Hjúkrunarheimili Hádegisskarði 1, undirbúningur

   Lagðar fram fundargerðir verkefnastjórnar nr. 10-15 og hönnunarfundargerðir nr. 4-12

   Lagt fram.

Ábendingagátt