Umhverfis- og framkvæmdaráð

18. desember 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 202

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 1309240 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2014-2017

      Tekið fyrir að nýju framkvæmdaráætlun 2014 og þriggja ára áætlun 2015-2017. $line$$line$”Á fundi bæjarstjórnar 10.desember 2013 var eftirfarandi samþykkt:$line$Þessu næst tók Helga Ingólfsdóttir til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:$line$4. Tillaga um nýframkvæmdir$line$”Bæjarstjórn samþykkir að nýfjárfestingar samkvæmt framkvæmdaáætlun 2014 verði 400 milljónir króna og að ekki komi til frekari lántöku vegna þeirra framkvæmda en samkvæmt sveitarstjórnarlögum er skylt að stefna að því að skuldahlutfall sveitarfélagsins fari niður fyrir 150% innan 10 ára samkvæmt framlagðri áætlun en hlutfallið er nú nærri 250%.”$line$$line$Greinargerð:$line$Megináhersla verði lögð á að takmarka fjárfestingar án þess að til komi þjónustuskerðing. Sérstaklega verði horft til uppbyggingar á Völlum og samgöngubóta vegna fyrirhugaðar uppbyggingar í Skarðshlíð og Hellnahrauni auk þess sem klára þarf frágang í nýbyggingarhverfum.$line$Valdimar Svavarsson, Rósa Guðbjartsdóttir, Kristinn Andersen, Geir Jónsson, Helga Ingólfsdóttir$line$ $line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að vísa tillögunni til umhverfis- og framkvæmdaráðs með 10 samhljóð atkvæðum, 1 sat hjá.”$line$$line$

      Samfylkingin og Vinstri grænir samþykkir framkvæmdaráætlun fyrir 2014 upp á 857 mkr og 3 ára áætlun 2015-2017. Tillaga er samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Sjálfstæðisflokks.$line$$line$Sjálfstæðisflokkurinn óskar bókað:$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Umhverfis- og framkvæmdaráði vísa í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjórnarfundi þann. 11. des. sl. þar sem megináhersla var lækkun skulda. $line$ $line$Lagt er til að nýfjárfestingar samkvæmt framkvæmdaáætlun 2014 verði 400 miljónir og ekki komi til frekari lántöku vegna þeirra framkvæmda, samkvæmt sveitarstjórnarlögum er skylt að stefna að því að skuldahlutfall sveitarfélagsins fari niður fyrir 150% innan 10 ára samkvæmt framlagðri áætlun en hlutfallið er nú nálægt 250%.$line$Helga Ingólfsdóttir$line$Ólafur Ingi Tómasson

    • 1312049 – Strætóbiðskýli

      Lögð fram bókun Ungmennaráðs Hafnarfjarðar á 60 fundi: UMH hvetur Strætó að koma upp fleiri strætóskýlum. Þau eru allt of fá í Hafnarfirði og þar sem veður getur verið ansi erfitt á köflum þá er gott að geta skýlt sér í skýli á meðan það er verið að bíða eftir strætó.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð óskar eftir tillögum frá Ungmennaráði, Öldungarráði og Strætó bs um hvar í Hafnarfirði væri ákjósanlegast að setja niður biðskýli. $line$$line$Umhverfis- og framkvæmdarráð óskar eftir því að umhverfisteymið vinni úr þessum tillögum og kynni fyrir ráðinu 3 ára ætlun um fjölgun biðskýla.

    • 1311153 – Betri Hafnarfjörður, hugmynd af samráðsvefnum, Frisbígolfvöllur á Víðistaðatúni

      Tekin fyrir bókun Fjölskylduráðs frá því 4.des.$line$”Fjölskylduráð styður hugmyndina og vísar henni til umhverfis- og framkvæmdasviðs”

      Umhverfis- og framkvæmdarráð samþykkir að völlur verði settur upp á Víðistaðatúni 2014.

    • 1311380 – Upplýsinga- og vegvísunarskilti

      Tekið fyrir að nýju.

      Frestað til næsta fundar.

    • 1312056 – Meðhöndlun úrgangs (verndun umhverfis og heilsu, EES-reglur), 215. mál

      Lagt fram.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð gerir ekki athugasemdir við breytingarnar.

    • 1312055 – Plastpokanotkun, 102. mál

      Lagt fram.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð tekur jákvætt í tillöguna.

    Fundargerðir

    • 1301061 – Strætó bs, fundargerðir 2013

      Lögð fram fundargerð nr. 190 fundar sem liggja á heimasíðu Strætó bs http://www.straeto.is/um-straeto/fundargerdir/

      Lagt fram.

Ábendingagátt