Umhverfis- og framkvæmdaráð

9. apríl 2014 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 209

Mætt til fundar

 • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
 • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
 • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

 • Helga Stefánsdóttir
 1. Almenn erindi

  • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

   Lögð fram 115 fundargerð bygginganefndar, einnig lögð fram gögn og samningur vegna flýtiframkvæmdar.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir samninginn.$line$$line$Sviðsstjóri Umhverfis og framkvæmda vék af fundi undir þessum lið.

  • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

   Umhverfi og framkvæmdir óska eftir heimild til að bjóða út 3 færanlegar stofur við Hraunvallaskóla.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið.

  • 1109091 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins heildarendurskoðun.

   Drög að endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins er í kynningu á heimasíðu SSH og er athugasemda frestur til 22. apríl n.k. $line$Haldinn var sameiginlegur kynningarfundur með Skipulags- og byggingarráði s.l. þriðjudaginn.

   Lagt fram.

  • 1307233 – Kirkjugarður stækkun til norðurs - framkvæmd

   Kynnt drög að samkomulagi milli Hafnarfjarðarbæjar og Kirkjugarða Hafnarfjarðar um framgang verksins.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir saminginn fyrir sitt leiti.

  • 1311380 – Upplýsinga- og vegvísunarskilti

   Kynnt drög að samningi varðandi uppsetningur á skilti við iðnðarhverfið í Hellnarauni. Ath skjalið sem er merkt 8. apríl er svar hans við samningnum.

   Staða verkefnisins kynnt.

  • 1404078 – Plastpokar

   Tekið til umræða.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vinna að eftirfarandi markmiðum:$line$ $line$Hafnarfjörður verði leiðandi sveitarfélag á Íslandi til að sporna við notkun innkaupapoka úr plasti.$line$ $line$Leiðir: Því markmiði verði náð með samstilltu átaki íbúa og verslunareigenda, markvissri kynningu, samráði og samstarfi allra hagsmunaaðila. $line$Verslunareigendur auki framboð á fjölnotapokum og umhverfisvænum ruslapokum sem leysast hratt upp í náttúrunni.$line$Að Hafnarfjarðabær taki beinan þátt í verkefninu með afhendingu fjölnotapoka til$line$bæjarbúa.$line$ $line$Umhverfis- og framkvæmdarráð felur Umhverfisteymi ráðsins frekar útfærslur og framkvæmd verkefnisins.$line$ $line$Greinargerð.$line$Með grófri greiningu má ætla samkvæmt viðmiðunartölum úr drögum úr Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024, að í Hafnarfirði eru um 6 milljón plastpoka í umferð ár hvert. Ef gert er ráð fyrir að hver plastpoki kosti 30 krónur gera þetta 180 milljónir ár hvert sem íbúar bæjarins eyða í plastpoka, sem svo síðar eru notaðir undir sorp frá heimilum. Hægt er að nota ýmsar aðrar leiðir við að koma sorpi frá heimilum m.a með að kaupa poka úr maísefnum sem eyðast í náttúrunni á nokkrum vikum samanborið við margar aldir líkt og plastpoki gerir.$line$ $line$Plastpokar geta gert mikinn usla í náttúrunni. Dýr geta t.d. kafnað við að gleypa plast eða fá það utan um hálsinn. Þegar plastið brotnar niður í smærri einingar kemst það líka auðveldlega inn í fæðukeðjuna. Sumt plast inniheldur skaðleg aukaefni, en það á að vísu varla við um venjulega haldapoka. Ýmis eiturefni sem borist hafa út í náttúruna setjast hins vegar gjarnan á litlar plastagnir og gera þannig enn meiri usla en þau hefðu annars gert. Þetta getur m.a. átt við þrávirk lífræn efni á borð við DDT og PCB. Plast getur líka borið með sér framandi lífverur og breytt tegundasamsetningu með því að bæta aðstæður tiltekinna lífvera á kostnað annarra. Dæmi um slíkt eru skordýr sem festa egg sín við plastagnir í hafinu og geta þannig fjölgað sér mun meira en ella, með tilheyrandi áhrifum á dýrasvif og aðrar lífverur sem skordýrin nærast á, svo og á stofna þeirra lífvera sem nærast á skordýrunum.58 Plastrusl í hafi getur einnig haft verulegan kostnað í för með sér, en sá kostnaður lendir alla jafna á öðrum en þeim sem orsakaði vandamálið. Þannig er áætlað að kostnaður útgerða í Skotlandi vegna plasts sem flækist í veiðarfæri, skrúfur, vatnsinntök o.s.frv. samsvari um 5% af tekjum útgerðarfyrirtækjanna.$line$Langstærstur hluti þessara plastpoka fer væntanlega í urðun með öðrum úrgangi, og á urðunarstað tekur niðurbrot pokanna nokkrar aldir eða jafnvel hátt í 1.000 ár. Eitthvað af pokum sleppur út í veður og vind og eru síðan að velkjast árum, áratugum eða öldum saman á sjó og landi. Þannig hafa hafstraumar smalað plastögnum saman í gríðarstóra fláka á Kyrrahafi, Atlantshafi og Indlandshafi.$line$ $line$Umhverfis- og framkvæmdarráð hvetur bæjarbúa til að taka virkan þátt í þessu átaki sem er hugsað sem framlag bæjarins til þeirrar umhverfisvakningar sem er í gangi varðandi skaðsemi plasts og hversu mikilvægt það er að minnka notkun á plasti vegna skaðsemisáhrifa þess á náttúruna.

  • 1404040 – Númerslausir bílar á bæjarlandi

   Tekið til umræðu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að haldið verði áfram með það verklag að númerslausir bílar á bæjarlandi séu fjarlægðir að undangenginni viðvörun.

  • 1403285 – Vistvangur fyrir höfuðborgarsvæðið.

   Lagt fram erindi Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs dags 20.mars 2014 þar sem óskað er eftir samvinnu við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu varðandi vistvang.

   Lagt fram.

  Fundargerðir

  • 1401066 – Strætó bs, fundargerðir 2014

   Lögð fram fundargerð nr 194.

   Lagt fram.

  • 1401065 – Sorpa bs, fundargerðir 2014

   Lögð fram fundargerð nr 333

   Lagt fram.

Ábendingagátt