Umhverfis- og framkvæmdaráð

7. maí 2014 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 211

Mætt til fundar

 • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
 • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
 • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

 • Helga Stefánsdóttir
 1. Almenn erindi

  • 1402490 – Íþróttamiðstöðin Ásvöllum, nýr íþróttasalur

   Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til nánari skoðunar í samráði við hlutaðeigandi aðila. Á fundinn mætir formaður Hauka og fer yfir málið.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

  • 1404222 – Sólvangsvegur 1-3, eignarhald íbúða, íbúðarétti breytt í eignarrétt

   Tekið fyrir að nýju, á fundinn mæta Gylfi Ingvarsson og Geir Jónsson frá stjórn Hafnar.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir bókun bæjarstjórnar frá 30. apríl s.l. og felur sviðsstjóra að vinna áfram að málinu. Erindinu er frestað að öðru leiti til næsta fundar, mánudaginn 12. maí n.k.

  • 1111272 – Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál

   Tekið fyrir að nýju.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela sviðsstjóra að vinna áfram að 1. áfanga viðbyggingar, þ.e. uppbyggingu á 4 kennslustofum við skólann.

  • 1302006 – Íþróttamannvirki í eigu Hafnarfjarðarbæjar og íþróttafélaga, Eignaskiptasamningar

   Tekið fyrir að nýju.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að vinna áfram að málinu.

  • 1404300 – Samgönguáætlun 2013-2016, 495. mál

   Lögð fram umsögn Skipulags- og byggingarfulltrúa.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir bókun Skipulags- og byggingarráðs.

  • 1404372 – Umhverfisvaktin 2014

   Fyrirkomulag Umhverfisvaktarinnar 2014 kynnt.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

  • 1404368 – Flokkunartunnur fyrir Öldutúnsskóla

   Lagt fram erindi Frá Öldutúnsskóla varðandi flokkunartunnur.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að svara bréfritara í samræmi við stefnu bæjarins í sorphirðu.

  • 1307233 – Kirkjugarður stækkun til norðurs - framkvæmd

   Tekipð til umræðu og óskað eftir heimild til útboðs á jarðvinnu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar sviðinu að bjóða út verkið í samræmi við áfangaskiptingu.

  • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

   Farið yfir stöðu verksins og vígslu Frjálsíþróttahúss.

   Vígsla hússins verður sunnudaginn 18. maí kl 12. Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur bæjarbúa til að koma og kynna sér húsið.

  • 1401065 – Sorpa bs, fundargerðir 2014

   Lögð fram fundargerð nr 334.

   Lagt fram.

  Fundargerðir

  • 1110137 – Umhverfisteymi fundargerðir

   Lögð fram fundargerð nr 33.

   Lagt fram.

Ábendingagátt