Umhverfis- og framkvæmdaráð

12. maí 2014 kl. 12:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 212

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 1404222 – Sólvangsvegur 1-3, eignarhald íbúða, íbúðarétti breytt í eignarrétt

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis-og framkvæmdaráð samþykkir að leystur verði til bæjarins íbúðaréttur í samræmi við ósk Hafnar. Jafnframt samþykkir ráðið að beina því til bæjarráðs að keyptur verði matsalur ásamt eldhúsi. Samtímis verði endurnýjaður eignaskiptasamningur og kostnaði vegna sameignar verði dreift í samræmi við eignarhluta hvers eiganda.$line$Afgreiðslu ráðsins er vísað í bæjarráðs.

    • 1202052 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, vatnsvernd, heildarendurskoðun.

      Dagur Jónsson veitustjóri fór yfir málið.

      Umhverfis-og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 1405092 – Tónlistarmyndband, ósk um styrk

      Lagt fram erindi Snark ehf dags 30. apríl 2014 varðandi ósk um styrk til framleiðslu á tónlistarmyndbandi með það að markmiði að auka umhverfisvitund ungs fólks og auka áhuga þeirra á flokkun og endurvinnslu sorps.

      Umhverfis-og framkvæmdaráð samþykkir að styrkja verkefnið um 200.000.-

Ábendingagátt