Umhverfis- og framkvæmdaráð

21. maí 2014 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 213

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir formaður
  • Hörður Þorsteinsson aðalmaður
  • Árni Stefán Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 1402380 – Vinnuskólinn, fyrirkomulag 2014

      Björn Hilmarsson yfirverkstjóri mun mætir til fundarins og fara yfir verkefni vinnuskólans.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 1404078 – Plastpokar

      Staða verkefnisins kynnt. Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingarfulltrú mætti til fundarins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og samþykkir að verkefnið verði kynnt. Jafnframt er umhverfisteyminu falið að skoða plastpokanotkun í stofnunum sveitarfélagsins.

    • 1405297 – 17. júní 2014, lokun gatna

      Lagt fram erindi ÍTH varðandi lokanir gatan á 17. júní. Geir Bjarnason æskulýðs- og forvarnarfulltrúi mætir til fundarins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framkvæmd lokana fyrir sitt leiti.

    • 1209311 – Hjúkrunarheimili Hádegisskarði 1, undirbúningur

      Forstöðumaður Fasteignafélagsins fer yfir stöðu málsins og fer yfir kynningu vegna verkefnisins. Einnig lagðar fram fundargerðir verkefnisstjórnar nr. 22-25 og fundargerðir hönnunar nr. 21 og 22.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 10022254 – Umferðaröryggisáætlun

      Tekið til umræðu.

      Kynnt.

    • 1405273 – Merktar göngubrautir á Völlunum

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu varðandi samræmdar merkingar gönguleiða til undirbúningshópsumferðarmála

    • 1405274 – Torg í biðstöðu

      Lagt fram erindi frá miðbæjarsamtökum Hafnarfjarðar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og vísar erindinu til ferða- og menningarmálanefndar.

    • 1405278 – Verkefni í miðbæ Hafnarfjarðar

      Lögð fram erindi frá miðbæjarsamtökum Hafnarfjarðar

      Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki fallist á að pollar verði málaðir. Skoðun á beðum í Strandgötu er vísað til sviðsins til skoðunnar.

    • 1405296 – Umgengni og umhirða í frístundahúsabyggð Sléttuhlíð

      Lagt fram erindi stjórn félags sumarhúsaeigenda í Sléttuhlíð dags 5. maí sl. varðandi umgengni og umhirða í frístundahúsabyggðinni Sléttuhlíð.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til sviðsins.

    • 1310300 – Þungmálmar og brennisteinn í mosa í Hafnarfirði

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdarráð Hafnarfjarðar ítrekar fyrri bókun sína frá 26. mars sl. vegna fjölmiðlaumræðu um þungmálma og brennistein í mosa að mengunarálag innan þynningarsvæðis álversins í Straumsvík nái ekki út fyrir iðnaðarsvæðið.$line$$line$Rannsóknir Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á styrk þungmála í ryki, sem mælt er við Norðurhellu á milli iðnarhverfisins og íbúðabyggðarinnar sýna að styrkur þeirra sé mjög lágur og vel undir viðmiðunarmörkum um andrúmsloft á Íslandi þar sem slík mörk eru fyrir hendi (As, Cd, Ni og Pb). Leita þarf til lítt mengaðra svæða í Evrópu til að finna jafn lága styrki málma og finna má við söfnun á PM10 ryki við Norðurhellu.$line$$line$Rannsókn Náttúrufræðistofnunar Íslands á sýnum teknum innan þynningarsvæðisins (2 sýni) , á athafnasvæði milli íbúðarbyggðar og iðnaðarsvæðisins (2 sýni), sunnan iðnaðarsvæðisins (1 sýni) og inni í íbúabyggðinni á Völlunum (2 sýni) leiðir í ljós að styrkur þungmálma er lágur utan iðnaðarsvæðisins. Greinilegt er að mælingar á þungmálmum sýna fram á mjög staðbundið mengunarálag sem ekki berst í nærliggjandi íbúabyggð.$line$Hafnarfjarðarbær mun halda áfram vöktun umhverfis og tryggja íbúum sínum heilnæmt umhverfi í sátt við hafnfirskt atvinnulíf. Leitað verður áfram skýringa á staðbundinni mengun sem greinst hefur í iðnaðarhverfinu í Hellnahrauni og leitað lausna í samvinnu við iðnaðarfyrirtækin sem þar starfa.

    • 1309240 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2014-2017

      Á fundinum verður farið yfir stöðu áætlana.

      Kynnt.

    Fundargerðir

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      Lagðar fram fundargerðir bygginganefndar nr. 115 og 116.

      Lagt fram.

Ábendingagátt